Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-19 | Meistararnir burstuðu toppliðið Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 18. desember 2014 15:11 Vísir/Andri Marinó Eyjamenn unnu stórsigur á toppliði Valsmanna 26-19 í kvöld. Valsmenn sáu aldrei til sólar fyrir vörn Eyjamanna sem hefur aldrei verið sterkari. Tónninn var gefinn strax á upphafsmínútunum þar sem flugeldasýning Eyjamanna hófst. Agnar Smári Jónsson, fyrrum Valsari, skoraði fyrsta markið en hann skoraði alls þrjú mjög mikilvæg mörk í leiknum. Tveir fyrrum leikmenn ÍBV voru í Valsliðinu og mætti segja að þeir hafi alls ekki fengið blíðar móttökur í kvöld. Stuðningsmannasveit Eyjamanna mætti með risastóra ávísun stílaða á Kára Kristján Kristjánsson, þeir mættu einnig með veiðistangir og festu peningaseðla við öngulinn. Valsarar höfðu skorað mest allra liða í deildinni fyrir leikinn í dag en það má segja að þeir hafi lent á vegg í dag. 5-1 vörn Eyjamanna hefur aldrei verið sterkari en þær voru ófáar sóknirnar þar sem Valsmenn hreinlega köstuðu boltanum til Eyjamanna eða beint útaf vellinum. Þetta er fimmti sigurleikur Eyjamanna í röð en vörnin hefur verið óaðfinnanleg í þeim leikjum. HK-ingar skoruðu einungis 24 mörk, Akureyri 20, ÍR-ingar 22 og Stjörnumenn 21. Vörn Valsmanna náði sér aldrei á strik og alltaf opnuðust opin færi fyrir Eyjamenn. Heimamenn voru komnir sex mörkum yfir eftir rétt rúmlega fimmtán mínútur og þá var ekki aftur snúið. Hvítu Riddararnir áttu stórleik á pöllunum og voru þeir ekki síðri en þeir leikmenn sem voru inni á vellinum. Undir lok fyrri hálfleiks kom góður kafli Valsmanna sem hefði mögulega getað gefið þeim aukið sjálfstraust fyrir síðari hálfleikinn. Allt kom fyrir ekki og Eyjamenn skoruðu fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks og sjö af fyrstu níu. Mest munaði níu mörkum í stöðunni 22-13 og 23-14 en Henrik Vikan Eidsvag varði mörg skot í síðari hálfleik sem komu í veg fyrir það að Valsmenn ættu von. Leikurinn var í raun búinn áður en flautan gall en Valsmenn virtust áhugalausir og hreinlega þreyttir. Henrik varði 14 skot og þar af eitt víti, hann hefur ekki náð sér almennilega á strik fyrir ÍBV en virðist allur vera að koma til. Veikleiki Eyjamanna á síðustu leiktíð var markvarslan og hafa þeir mögulega fundið svar við því. Eyjamenn halda því fimmta sætinu fyrir pásuna en Valsmenn halda toppsætinu þrátt fyrir tap.Jón Kristjánsson: Dómgæslan undarlega eins og hún er oft hérna „Við vorum klárlega ekki góðir í dag, létum hleypa þessu upp strax í byrjun. Fyrstu tíu mínúturnar vorum við sex mínútur útaf. Svo var dómgæslan undarleg eins og maður hefur oft lent í hérna,“ sagði Jón Kristjánsson sem var afar ósáttur með sitt lið eftir leikinn í kvöld. „Við létum þetta taka okkur úr jafnvægi og komust eiginlega aldrei almennilega inn í leikinn aftur.“ Valsmenn sáu ekki til sólar gegn sterkri vörn Eyjamanna, við fengum álit Jóns á því. „Það sem við vorum búnir að undirbúa var ekki að ganga upp, boltinn gekk illa. Þeir náðu að trufla spilið okkar of mikið og við vorum ekki að leysa þessa hluti. Við vissum alveg hvaða vörn við vorum að fara að spila á móti en lausnirnar okkar voru ekki að virka.“ Jón vildi meina að þessi úrslit myndu ekki hafa slæm áhrif á hópinn í jólafríinu en hann sagði að þessi úrslit yrðu örugglega gleymd þegar liðið myndi byrja aftur eftir áramót. Hann sagði að augljóslega væri fínt að vera á toppnum en hefði viljað sjá sitt lið spila betur í dag.Gunnar Magnússon: Enn og aftur var vörnin stórkostleg „Að sjálfsögðu er ég sáttur, ótrúlegur leikur, frábær leikur. Enn og aftur var vörnin stórkostleg, markvarslan frábær og agaður sóknarleikur. Sama uppskrift og framhald af síðustu leikjum, þetta er fimmti sigurleikur okkar í röð,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sem var að vonum gríðarlega ánægður með sína menn. „Fyrir utan fyrri hálfleikinn gegn Stjörnunni, erum við búnir að vera að spila mjög vel, þannig að ég er ánægður með strákana,“ sagði Gunnar um þessa fimm leiki sem liðið hefur sigrað í röð. „Eina sem er neikvætt við þetta er að það er að koma jólafrí þegar við erum að komast í gang. Misstum Sindra út úr vörninni í byrjun tímabils og vorum lengi að ná vörninni aftur og erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta sem hefur skilað okkur stigum.“ „Ég hefði viljað taka nokkra leiki í viðbót fyrir jólafrí. Þetta lítur einfaldlega út en það er mikil vinna á bakvið þetta. Sérstaklega þegar við missum Sindra þá þurftum við að vinna í þessu betur.“ „Þegar við fáum markvörslu sem hefur verið í síðustu leikjum þá erum við helvíti erfiðir. Við förum sáttir í jólafríið en þetta er gott „motivation“ fyrir okkur að vinna vel í janúar,“ sagði Gunnar sáttur fyrir jólafríið. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Eyjamenn unnu stórsigur á toppliði Valsmanna 26-19 í kvöld. Valsmenn sáu aldrei til sólar fyrir vörn Eyjamanna sem hefur aldrei verið sterkari. Tónninn var gefinn strax á upphafsmínútunum þar sem flugeldasýning Eyjamanna hófst. Agnar Smári Jónsson, fyrrum Valsari, skoraði fyrsta markið en hann skoraði alls þrjú mjög mikilvæg mörk í leiknum. Tveir fyrrum leikmenn ÍBV voru í Valsliðinu og mætti segja að þeir hafi alls ekki fengið blíðar móttökur í kvöld. Stuðningsmannasveit Eyjamanna mætti með risastóra ávísun stílaða á Kára Kristján Kristjánsson, þeir mættu einnig með veiðistangir og festu peningaseðla við öngulinn. Valsarar höfðu skorað mest allra liða í deildinni fyrir leikinn í dag en það má segja að þeir hafi lent á vegg í dag. 5-1 vörn Eyjamanna hefur aldrei verið sterkari en þær voru ófáar sóknirnar þar sem Valsmenn hreinlega köstuðu boltanum til Eyjamanna eða beint útaf vellinum. Þetta er fimmti sigurleikur Eyjamanna í röð en vörnin hefur verið óaðfinnanleg í þeim leikjum. HK-ingar skoruðu einungis 24 mörk, Akureyri 20, ÍR-ingar 22 og Stjörnumenn 21. Vörn Valsmanna náði sér aldrei á strik og alltaf opnuðust opin færi fyrir Eyjamenn. Heimamenn voru komnir sex mörkum yfir eftir rétt rúmlega fimmtán mínútur og þá var ekki aftur snúið. Hvítu Riddararnir áttu stórleik á pöllunum og voru þeir ekki síðri en þeir leikmenn sem voru inni á vellinum. Undir lok fyrri hálfleiks kom góður kafli Valsmanna sem hefði mögulega getað gefið þeim aukið sjálfstraust fyrir síðari hálfleikinn. Allt kom fyrir ekki og Eyjamenn skoruðu fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks og sjö af fyrstu níu. Mest munaði níu mörkum í stöðunni 22-13 og 23-14 en Henrik Vikan Eidsvag varði mörg skot í síðari hálfleik sem komu í veg fyrir það að Valsmenn ættu von. Leikurinn var í raun búinn áður en flautan gall en Valsmenn virtust áhugalausir og hreinlega þreyttir. Henrik varði 14 skot og þar af eitt víti, hann hefur ekki náð sér almennilega á strik fyrir ÍBV en virðist allur vera að koma til. Veikleiki Eyjamanna á síðustu leiktíð var markvarslan og hafa þeir mögulega fundið svar við því. Eyjamenn halda því fimmta sætinu fyrir pásuna en Valsmenn halda toppsætinu þrátt fyrir tap.Jón Kristjánsson: Dómgæslan undarlega eins og hún er oft hérna „Við vorum klárlega ekki góðir í dag, létum hleypa þessu upp strax í byrjun. Fyrstu tíu mínúturnar vorum við sex mínútur útaf. Svo var dómgæslan undarleg eins og maður hefur oft lent í hérna,“ sagði Jón Kristjánsson sem var afar ósáttur með sitt lið eftir leikinn í kvöld. „Við létum þetta taka okkur úr jafnvægi og komust eiginlega aldrei almennilega inn í leikinn aftur.“ Valsmenn sáu ekki til sólar gegn sterkri vörn Eyjamanna, við fengum álit Jóns á því. „Það sem við vorum búnir að undirbúa var ekki að ganga upp, boltinn gekk illa. Þeir náðu að trufla spilið okkar of mikið og við vorum ekki að leysa þessa hluti. Við vissum alveg hvaða vörn við vorum að fara að spila á móti en lausnirnar okkar voru ekki að virka.“ Jón vildi meina að þessi úrslit myndu ekki hafa slæm áhrif á hópinn í jólafríinu en hann sagði að þessi úrslit yrðu örugglega gleymd þegar liðið myndi byrja aftur eftir áramót. Hann sagði að augljóslega væri fínt að vera á toppnum en hefði viljað sjá sitt lið spila betur í dag.Gunnar Magnússon: Enn og aftur var vörnin stórkostleg „Að sjálfsögðu er ég sáttur, ótrúlegur leikur, frábær leikur. Enn og aftur var vörnin stórkostleg, markvarslan frábær og agaður sóknarleikur. Sama uppskrift og framhald af síðustu leikjum, þetta er fimmti sigurleikur okkar í röð,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sem var að vonum gríðarlega ánægður með sína menn. „Fyrir utan fyrri hálfleikinn gegn Stjörnunni, erum við búnir að vera að spila mjög vel, þannig að ég er ánægður með strákana,“ sagði Gunnar um þessa fimm leiki sem liðið hefur sigrað í röð. „Eina sem er neikvætt við þetta er að það er að koma jólafrí þegar við erum að komast í gang. Misstum Sindra út úr vörninni í byrjun tímabils og vorum lengi að ná vörninni aftur og erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta sem hefur skilað okkur stigum.“ „Ég hefði viljað taka nokkra leiki í viðbót fyrir jólafrí. Þetta lítur einfaldlega út en það er mikil vinna á bakvið þetta. Sérstaklega þegar við missum Sindra þá þurftum við að vinna í þessu betur.“ „Þegar við fáum markvörslu sem hefur verið í síðustu leikjum þá erum við helvíti erfiðir. Við förum sáttir í jólafríið en þetta er gott „motivation“ fyrir okkur að vinna vel í janúar,“ sagði Gunnar sáttur fyrir jólafríið.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira