Taka lán hjá Norræna fjárfestingabankanum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2014 07:48 Frá undirritun samningsins í gær. Isavia ohf. og Nærræni fjárfestingabankinn (NIB) undirrituðu í gær lánasamning að upphæð 32 milljónum evra, sem samsvarar um fimm milljónum króna. Lánið er vegna framkvæmda og endurbóta á Keflavíkurflugvelli. Vinna er nú hafin við fimm þúsund fermetra stækkun flugstöðvarinnar og er áætlað að framkvæma í afkastaaukandi verkefnum á flugvellinum fyrir um 15 milljarða króna á árunum 2014 – 2016. „Miklar fjárfestingar eru nauðsynlegar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta síauknum kröfum um aukna afkastagetu og þjónustu. Áætlað er að gerð aðalskipulags og þróunaráætlunar fyrir flugvöllinn ljúki á næsta ári og þá skýrist betur hvaða leið verður farin til þess að mæta langtímaþörfum flugvallarins og notenda hans,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningunni segir að lánið sé veitt án sérstakra trygginga eða ábyrgðar frá eiganda og sé til marks um tiltrú bankans á félaginu og rekstri þess. „Við fögnum samstarfinu við Norræna fjárfestingarbankann og teljum það fyrirtækinu til framdráttar að vera með svo öflugan bakhjarl sem lánveitanda.“ Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg bankastofnun í eigu átta norrænna ríkja: Danmerkur, Finnlands, Íslands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn annast fjármögnum verkefna á vegum opinberra aðila og einkaaðila innan og utan norrænu landanna og nýtur hæsta lánshæfismats hjá helstu matsfyrirtækjum heims, Standard & Poor’s og Moody’s. „Farþegum á Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað jafnt og þétt. Fyrirhugaðar fjárfestingar sem Norræni fjárfestingarbankinn fjármagnar munu að hluta koma til móts við aukna eftirspurn eftir þjónustu og auka möguleika á samkeppni flugfélaga í flugi til og frá Íslandi,“ segir Henrik Normann bankastjóri. Fréttir af flugi Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Isavia ohf. og Nærræni fjárfestingabankinn (NIB) undirrituðu í gær lánasamning að upphæð 32 milljónum evra, sem samsvarar um fimm milljónum króna. Lánið er vegna framkvæmda og endurbóta á Keflavíkurflugvelli. Vinna er nú hafin við fimm þúsund fermetra stækkun flugstöðvarinnar og er áætlað að framkvæma í afkastaaukandi verkefnum á flugvellinum fyrir um 15 milljarða króna á árunum 2014 – 2016. „Miklar fjárfestingar eru nauðsynlegar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta síauknum kröfum um aukna afkastagetu og þjónustu. Áætlað er að gerð aðalskipulags og þróunaráætlunar fyrir flugvöllinn ljúki á næsta ári og þá skýrist betur hvaða leið verður farin til þess að mæta langtímaþörfum flugvallarins og notenda hans,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningunni segir að lánið sé veitt án sérstakra trygginga eða ábyrgðar frá eiganda og sé til marks um tiltrú bankans á félaginu og rekstri þess. „Við fögnum samstarfinu við Norræna fjárfestingarbankann og teljum það fyrirtækinu til framdráttar að vera með svo öflugan bakhjarl sem lánveitanda.“ Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg bankastofnun í eigu átta norrænna ríkja: Danmerkur, Finnlands, Íslands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn annast fjármögnum verkefna á vegum opinberra aðila og einkaaðila innan og utan norrænu landanna og nýtur hæsta lánshæfismats hjá helstu matsfyrirtækjum heims, Standard & Poor’s og Moody’s. „Farþegum á Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað jafnt og þétt. Fyrirhugaðar fjárfestingar sem Norræni fjárfestingarbankinn fjármagnar munu að hluta koma til móts við aukna eftirspurn eftir þjónustu og auka möguleika á samkeppni flugfélaga í flugi til og frá Íslandi,“ segir Henrik Normann bankastjóri.
Fréttir af flugi Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira