Afar sérkennilega uppákoma varð á leik Chicago Bears og New Orleans Saints í NFL-deildinni á mánudag. Leikurinn fór fram á heimavelli Bears, Soldier Field.
Þá tóku nokkrir stuðningsmenn Saints upp á því að hertaka sæti eiganda Bears, George McCaskey. Fór það framhjá öryggisvörðum vallarins.
Er McCaskey mætti á svæðið bað hann mennina kurteislegaa um að standa upp og fara í þau sæti sem þeir hefðu keypt á vellinum.
Mennirnir neituðu að verða við þeirri eðlilegu bón. Er McCaskey gekk áleiðis til öryggisvarða að ná í aðstoð hljóp einn af Saints-mönnunum á eftir honum og ýtti svo fast á bak McCaskey að hann féll til jarðar.
Einn stuðningsmaður Bears sá uppákomuna og kom eiganda sínum til bjargar með því að tækla Saints-manninn með látum í jörðina.
Saints-stuðningsmanninum var vísað af vellinum og einnig hefur hann verið kærður fyrir hegðun sína.
Hrinti eiganda Bears

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn