Peterson íhugar að komast á ÓL í Ríó

Hann er í banni út leiktíðina og á líklega ekki afturkvæmt til Minnesota Vikings.
Peterson er ósáttur við meðferðina sem hann hefur fengið hjá NFL-deildinni og ætlar að kæra. Ef kæran gerir honum erfiðara fyrir í deildinni í kjölfarið íhugar hann að hætta.
„Ekki misskilja mig því ég elska fótbolta. Þetta mál snýst bara um meira en það. Af hverju ætti ég að vilja halda áfram í deild þar sem svona er farið með leikmenn?" spyr Peterson.
Hann er einn besti hlaupari í sögu deildarinnar. Eldfljótur og aðeins 29 ára gamall. Því hefur hann aðra möguleika og meðal þeirra er að reyna að komast á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016.
Peterson segist vera að íhuga að reyna að komast á leikana í 200 og 400 metra hlaupi.
Tengdar fréttir

Peterson spilar ekki með Vikings á næstunni
Mál hlauparans Adrian Peterson tóku óvæntan snúning í gærkvöld þegar félag hans, Minnesota Vikings, ákvað að halda honum áfram fyrir utan liðið.

Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein
Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein.

Peterson segist ekki vera barnaníðingur
Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein.

Enginn fangelsisdómur fyrir að flengja með trjágrein
NFL-hlauparinn Adrian Peterson játaði sig sekan í barnaníðingsmáli en þó með þeim formerkjum að hann þyrfti ekki að fara í fangelsi.

Lofar að flengja ekki aftur með trjágrein
NFL-stjarnan Adrian Peterson hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann var kærður fyrir að flengja fjögurra ára gamlan son sinn með trjágrein.

Nike rifti samningi sínum við Peterson
Íþróttavörurisinn Nike hefur ekki áhuga á að tengja sig við foreldra sem flengja börn sín með trjágreinum.