Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 21-22 | Ótrúlegur sigur meistaranna Anton Ingi Leifsson skrifar 14. desember 2014 00:01 Vísir/Andri Marinó Íslandsmeistarar ÍBV unnu ótrúlegan sigur á nýliðum Stjörnunnar í eina leik dagsins í Olís-deild karla. Meistararnir voru sex mörkum undir í hálfleik, en tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleik. Það var ekki sjón að sjá meistarana í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu hörmulegan sóknarleik og hlupu illa til baka í vörnina. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá þá, en það var einmitt öfugt hjá Stjörnunni. Þeir spiluðu vel í þeim fyrri og illa í þeim síðari. Stjörnumenn byrjuðu af krafti. Þeir voru komnir í 5-0 þegar fjórar mínútur voru búnar og þar af fjögur hraðaupphlaupsmörk, en sóknarleikur Eyjamanna var afleitur í fyrri hálfleik. Þeir köstuðu boltanum í gríð og erg útaf og Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjapilta, tók leikhlé eftir fjórar mínútur sem er ekki algeng sjón. Þeir rönkuðu ekki við sér strax því heimamenn í Stjörnunni komust í 8-2. Þeir héldu áfram að keyra hratt í bakið á Eyjamönnum sem virkuðu þungir, voru lengi til baka og var refsað fyrir það. Kolbeinn Aron, markvörður, hélt Eyjamönnum inn í leiknum á köflum og bjargaði því sem bjarga þurfti. Stjörnumenn leiddu með sex mörkum í hálfleik, 13-7. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá gestina sem mættu mun ákveðnari til leiks en í þeim fyrri. Þeir söxuðu hægt og rólega á heimamenn og Theodór Sigurbjörnsson jafnaði metin í 20-20 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem staðan var jöfn síðan í stöðunni 0-0. Þeir sigldu svo sigrinum heim, en Agnar Smári Jónsson kom þeim tveimur mörkum yfir þegar innan við mínúta var til leiksloka og eftir það var sigurinn ekki spurning. Agnar Smári spilaði vel á lokakaflanum, en lokatölur urðu eins marks sigur gestanna, 21-22. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur með sjö mörk í liði ÍBV, en Agnar Smári kom næstur með fimm. Kolbeinn Aron varði oft á tíðum vel og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Starri Friðriksson skoraði sex fyrir gestina og Andri Hjartar Grétarsson skoraði fjögur. Sigurður Ingiberg átti fínan leik í markinu, en Stjörnumenn söknuðu þess að Egill Magnússon var skugginn af sjálfum sér í þessum leik.Theodór: Komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun „Við byrjuðum hræðilega. Við vorum óagaðir sóknarlega og þeir voru með eitthver sjö mörk úr hröðum sóknum í fyrri hálfleik," sagði markahæsti leikmaður ÍBV í dag, Theodór Sigurbjörnsson. „Þegar við erum svona óagaðir sóknarlega þá geta liðin keyrt svona yfir okkur, en þegar við komumst í vörnina eiga fá lið séns í okkur." „Við vorum að spila okkur í betra færi í síðari hálfleik, vörnin var þéttari og spilamennskan var betri. Við spiluðum okkur í dauðafærin og það gerir það að verkum að við getum alltaf komist í vörnina," sem var sammála undirrituðum að Kolbeinn Aron hafi hjálpað til við sigurinn. „Kolbeinn er búinn að vera flottur. Hann er stemningskall og þegar hann kemst í gang er erfitt að eiga við hann." „Við erum komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun, en nú fer þetta að koma," sagði Theodór í leikslok.Skúli: Fengu hjálp frá dómurunum undir lokin „Ef við förum í tölfræðina bara eins og hlutirnir líta út á borðinu þá fáum við 28 sóknir í leiknum og í 14 af þeim erum við með sendingar- og tæknifeila. Það er svona fyrsta svar," sagði Skúli Gunnsteinsson við Vísi í leikslok. „Þetta gerði það að verkum að við hleypum þeim inn í leikinn. Við gefum þeim fullt af ódýrum hraðaupphlaupum. Vörnin var frábær í fyrri hálfleik, en kannski ekki alveg eins góð í seinni. Þegar þeir eru komnir 1-2 mörkum frá okkur þá vorum við bara alltof pirraðir," en á hverju voru menn að pirrra sig? „Menn voru að pirra sig á dómgæslunni sem mér fannst mjög slök í leiknum, kannski á báða bóga. Allt 50-50 datt þeim megin í síðari hálfleik, en við áttum ekkert að láta það trufla okkur. Við áttum bara halda áfram okkar leik og við vorum of mikið pirraðir og misstum fókus." „Í restina þá hjálpuðu dómararnir þeim bara að klára þetta. Það var bara þannig. Það eru 3-4 dómar sem ég ætla horfa á á myndbandi sem ég veit að eru bara rangir og það slátraði okkur, en ég vil taka það fram að við klúðruðum leiknum sjálfum. Við áttum ekki að gefa færi á því að þetta réðist á eitthverjum dómurum í lokin." „Frábær fyrri hálfleikur, allt frábært við hann. Við þurfum að taka þann kafla og smæla framan í heiminn eins og Megas sagði. Við erum að fara í rosa leik á fimmtudaginn, þetta er hrikalega svekkjandi, en ÍBV eru með frábært lið. Við áttum að klára þetta, en við verðum bara fara í næsta leik og klára hann," sagði Skúli ´ Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Íslandsmeistarar ÍBV unnu ótrúlegan sigur á nýliðum Stjörnunnar í eina leik dagsins í Olís-deild karla. Meistararnir voru sex mörkum undir í hálfleik, en tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleik. Það var ekki sjón að sjá meistarana í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu hörmulegan sóknarleik og hlupu illa til baka í vörnina. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá þá, en það var einmitt öfugt hjá Stjörnunni. Þeir spiluðu vel í þeim fyrri og illa í þeim síðari. Stjörnumenn byrjuðu af krafti. Þeir voru komnir í 5-0 þegar fjórar mínútur voru búnar og þar af fjögur hraðaupphlaupsmörk, en sóknarleikur Eyjamanna var afleitur í fyrri hálfleik. Þeir köstuðu boltanum í gríð og erg útaf og Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjapilta, tók leikhlé eftir fjórar mínútur sem er ekki algeng sjón. Þeir rönkuðu ekki við sér strax því heimamenn í Stjörnunni komust í 8-2. Þeir héldu áfram að keyra hratt í bakið á Eyjamönnum sem virkuðu þungir, voru lengi til baka og var refsað fyrir það. Kolbeinn Aron, markvörður, hélt Eyjamönnum inn í leiknum á köflum og bjargaði því sem bjarga þurfti. Stjörnumenn leiddu með sex mörkum í hálfleik, 13-7. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá gestina sem mættu mun ákveðnari til leiks en í þeim fyrri. Þeir söxuðu hægt og rólega á heimamenn og Theodór Sigurbjörnsson jafnaði metin í 20-20 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem staðan var jöfn síðan í stöðunni 0-0. Þeir sigldu svo sigrinum heim, en Agnar Smári Jónsson kom þeim tveimur mörkum yfir þegar innan við mínúta var til leiksloka og eftir það var sigurinn ekki spurning. Agnar Smári spilaði vel á lokakaflanum, en lokatölur urðu eins marks sigur gestanna, 21-22. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur með sjö mörk í liði ÍBV, en Agnar Smári kom næstur með fimm. Kolbeinn Aron varði oft á tíðum vel og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Starri Friðriksson skoraði sex fyrir gestina og Andri Hjartar Grétarsson skoraði fjögur. Sigurður Ingiberg átti fínan leik í markinu, en Stjörnumenn söknuðu þess að Egill Magnússon var skugginn af sjálfum sér í þessum leik.Theodór: Komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun „Við byrjuðum hræðilega. Við vorum óagaðir sóknarlega og þeir voru með eitthver sjö mörk úr hröðum sóknum í fyrri hálfleik," sagði markahæsti leikmaður ÍBV í dag, Theodór Sigurbjörnsson. „Þegar við erum svona óagaðir sóknarlega þá geta liðin keyrt svona yfir okkur, en þegar við komumst í vörnina eiga fá lið séns í okkur." „Við vorum að spila okkur í betra færi í síðari hálfleik, vörnin var þéttari og spilamennskan var betri. Við spiluðum okkur í dauðafærin og það gerir það að verkum að við getum alltaf komist í vörnina," sem var sammála undirrituðum að Kolbeinn Aron hafi hjálpað til við sigurinn. „Kolbeinn er búinn að vera flottur. Hann er stemningskall og þegar hann kemst í gang er erfitt að eiga við hann." „Við erum komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun, en nú fer þetta að koma," sagði Theodór í leikslok.Skúli: Fengu hjálp frá dómurunum undir lokin „Ef við förum í tölfræðina bara eins og hlutirnir líta út á borðinu þá fáum við 28 sóknir í leiknum og í 14 af þeim erum við með sendingar- og tæknifeila. Það er svona fyrsta svar," sagði Skúli Gunnsteinsson við Vísi í leikslok. „Þetta gerði það að verkum að við hleypum þeim inn í leikinn. Við gefum þeim fullt af ódýrum hraðaupphlaupum. Vörnin var frábær í fyrri hálfleik, en kannski ekki alveg eins góð í seinni. Þegar þeir eru komnir 1-2 mörkum frá okkur þá vorum við bara alltof pirraðir," en á hverju voru menn að pirrra sig? „Menn voru að pirra sig á dómgæslunni sem mér fannst mjög slök í leiknum, kannski á báða bóga. Allt 50-50 datt þeim megin í síðari hálfleik, en við áttum ekkert að láta það trufla okkur. Við áttum bara halda áfram okkar leik og við vorum of mikið pirraðir og misstum fókus." „Í restina þá hjálpuðu dómararnir þeim bara að klára þetta. Það var bara þannig. Það eru 3-4 dómar sem ég ætla horfa á á myndbandi sem ég veit að eru bara rangir og það slátraði okkur, en ég vil taka það fram að við klúðruðum leiknum sjálfum. Við áttum ekki að gefa færi á því að þetta réðist á eitthverjum dómurum í lokin." „Frábær fyrri hálfleikur, allt frábært við hann. Við þurfum að taka þann kafla og smæla framan í heiminn eins og Megas sagði. Við erum að fara í rosa leik á fimmtudaginn, þetta er hrikalega svekkjandi, en ÍBV eru með frábært lið. Við áttum að klára þetta, en við verðum bara fara í næsta leik og klára hann," sagði Skúli ´
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira