Íslendingar á meðal útnefndu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2014 14:09 Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson. Fimm Íslendingar eru á meðal þeirra þeirra sem bandaríska tímaritið TIME hefur útnefnt sem fólk ársins. Þeir sem útnefndir eru eru allir þeir sem barist hafa gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku, en sá hópur skiptir þúsundum. TIME veitir á ári hverju þeim manni eða hópi sem hefur haft mikil áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu viðurkenningu, hvort sem það hafi verið til góðs eða ills. Frans Páfi var á síðasta ári valinn maður ársins. Íslendingarnir fimm eru Gunnhildur Árnadóttir, Magna Björk Ólafsdóttir, Elín Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Hlín Baldvinsdóttir. Fjórir þessara starfsmanna héldu utan á vegum Rauða krossins. „Mér finnst þetta frábær niðurstaða hjá þeim. Þá er ég ekki bara að hugsa um Íslendingana heldur alla sem hafa lagt sitt af mörgum þarna úti. Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs. „Þetta er mikill heiður fyrir Rauða krossinn og aðra sem hafa unnið að ebólu frá upphafi,“ bætir hann við.Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs.vísir/hariVísir náði tali af Gunnhildi Árnadóttur hjúkrunarfræðingi sem starfað hefur í Vestur-Afríku síðustu mánuði, en hún er nú stödd í Genf. „Ég kenni á námskeiðum fyrir fólk sem er á leiðinni út að vinna í ebólu fyrir alþjóðasamband Rauða krossins í Genf. En það er gott að þeir sem hafa unnið hörðum höndum fái þennan heiður fyrir sín verk,“ segir hún. Stjórn Rauða krossins ákvað á 90 ára afmæli samtakanna í gær að auka framlag sitt til baráttunnar gegn ebólu um áttatíu milljónir. Samtökin hafa þá alls veitt 135 milljónir króna í baráttuna. Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Fimm Íslendingar eru á meðal þeirra þeirra sem bandaríska tímaritið TIME hefur útnefnt sem fólk ársins. Þeir sem útnefndir eru eru allir þeir sem barist hafa gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku, en sá hópur skiptir þúsundum. TIME veitir á ári hverju þeim manni eða hópi sem hefur haft mikil áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu viðurkenningu, hvort sem það hafi verið til góðs eða ills. Frans Páfi var á síðasta ári valinn maður ársins. Íslendingarnir fimm eru Gunnhildur Árnadóttir, Magna Björk Ólafsdóttir, Elín Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Hlín Baldvinsdóttir. Fjórir þessara starfsmanna héldu utan á vegum Rauða krossins. „Mér finnst þetta frábær niðurstaða hjá þeim. Þá er ég ekki bara að hugsa um Íslendingana heldur alla sem hafa lagt sitt af mörgum þarna úti. Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs. „Þetta er mikill heiður fyrir Rauða krossinn og aðra sem hafa unnið að ebólu frá upphafi,“ bætir hann við.Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs.vísir/hariVísir náði tali af Gunnhildi Árnadóttur hjúkrunarfræðingi sem starfað hefur í Vestur-Afríku síðustu mánuði, en hún er nú stödd í Genf. „Ég kenni á námskeiðum fyrir fólk sem er á leiðinni út að vinna í ebólu fyrir alþjóðasamband Rauða krossins í Genf. En það er gott að þeir sem hafa unnið hörðum höndum fái þennan heiður fyrir sín verk,“ segir hún. Stjórn Rauða krossins ákvað á 90 ára afmæli samtakanna í gær að auka framlag sitt til baráttunnar gegn ebólu um áttatíu milljónir. Samtökin hafa þá alls veitt 135 milljónir króna í baráttuna. Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira