Viðskipti innlent

Flugvél Icelandair skreytt með norðurljósunum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá hina nýmáluðu vél.
Hér má sjá hina nýmáluðu vél. Mynd/Skúli Sig
Flugvél Icelandair skreytt norðurljósunum hefur vakið mikla athygli. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, var lokið við að mála hana í gær. Myndir af henni ganga nú um netheima og þykir mörgum þessi vél vera mjög falleg.

Vélin ber heitið Hekla Aurora. „Já, hún hefur vakið athygli. Við fórum að rekast á myndir af henni nokkrum mínútum eftir að hún kom úr skýlinu,“ segir Guðjón Arngrímsson.

Vélin verður inni í leiðarkerfi Icelandair eins og aðrar vélar. „Hún fór fyrst til Boston, fer síðan til Evrópu og þaðan til Seattle,“ útskýrir Guðjón. Hann segir að þetta nýstárlega útlit sé liður í auglýsingaherferð Icelandair sem kallast Stopover, sem er alþjóðleg markaðsherferð fyrirtækisins.

Uppfært 12:16: Vélin er nú komin til landsins og stendur við gömlu flugstöðina. Það var ljósmyndarinn Skúli Sigurðsson sem náði þessari glæsilegu mynd af vélinni.

„Útlit vélarinnar var hannað af auglýsingastofunni okkar í samstarfi okkar sérfræðinga í málun flugvéla.“

Fyrst var athygli var vakin á þessu nýstárlega útliti á vefsíðu Eiríks Jónssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×