Innlent

Ein flugferð í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Flugsamgöngur til og frá Íslandi hafa um langt árabil stöðvast á jóladag. Á því verður breyting í ár þegar vél á vegum easyJet lendir á Keflavíkurflugvelli seinni part dags og flýgur til baka til Genfar í Sviss um fimm leytið. Fleiri flugferðir eru þó ekki á dagskrá. Frá þessu er greint á vef Túrista.

Nokkrir starfsmenn munu standa vaktina í flugstöð Leifs Eiríkssonar en að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Isavia, er það meðal annars til að viðhalda flugvernd. Þá verði starfmenn að vera til taks ef opna þarf þjónustu í flugstöðinni með skömmum fyrirvara ef flugvél í yfirflugi þarf að lenda. „Auk þess eru starfsmenn í flugturni og úti á flugvellinum ávallt á vakt," segir Friðþór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×