Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2014 20:15 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Sólmyrkvinn á Íslandi árið 1954 þótti svo magnað fyrirbæri að daginn eftir var hann eina málið á forsíðu Alþýðublaðsins en þá varð almyrkvi syðst á landinu. Fuglar flugu til hafs, blóm lokuðu krónum sínum, og himinn og jörð tóku hinum sérkennilegustu litbrigðum, sagði blaðið. Konur fæddu fyrir tímann, stóð á forsíðu Morgunblaðsins, sem lýsti myrkvanum fyrir sextíu árum sem stórkostlegasta náttúrufyrirbrigði síðan Hekla gaus. Fyrir ellefu árum fengum við hringmyrkva, vorið 2003, en skýjaþykkni varð til þess að fáir gátu notið hans og leigðu áhugamenn þá flugvél til að komst upp úr skýjunum til að sjá fyrirbærið sem best og skála. Þá þakti tunglið 94 prósent sólar. Og nú skulum við vonast til þess að föstudagurinn 20. mars renni upp bjartur og fagur því fljótlega eftir að sólin kemur upp á austurhimni mun tunglið ganga inn í hana. Upp úr klukkan hálftíu, þegar sólin, séð úr Reykjavík, verður lágt yfir Bláfjöllum, þá rökkvast í nokkrar mínútur. Svalbarði og Færeyjar verða einu byggðu ból jarðar þar sem sólmyrkvinn sést sem almyrkvi en hérlendis byrjar tunglið að færast inn í skífu sólar klukkan 8.38 frá hægri hlið. Smámsaman hylur tunglið stærri hluta af sólinni og klukkan 9.35 sést hún bara sem örþunn ræma um leið og verulega dimmir.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Að sögn Sævar Helga Bragasonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, mun tunglið hylja 97,5 prósent sólar, séð úr Reykjavík, þegar myrkvinn nær hámarki, klukkan 9.37, en 99,4 prósent sólar, séð frá Austfjörðum, þar sem hann verður dimmastur. Dökkur himinn mun þó aðeins sjást í nokkrar mínútur, strax klukkan 9.40 fer að birta verulega á ný. Þar sem sólin hylst ekki að fullu kallast þetta deildarmyrkvi en frá árinu 1954 hefur enginn slíkur náð að hylja sól meira en 77 prósent hérlendis, að sögn Sævars Helga. Myrkvinn þann 20. mars stendur yfir í tvær klukkustundir og lýkur honum klukkan 10.39, þegar tunglið færist út úr skífu sólar. Sólmyrkvar af þessu tagi eru það sjaldgæfir að þessi verður sá dimmasti á Íslandi í 60 ár, og þau sem missa af honum þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri til að sjá almyrkva, sem verður árið 2026. Meiri fróðleik um sólmyrkvann 20. mars má finna á Stjörnufræðivefnum. Fréttir af flugi Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Sólmyrkvinn á Íslandi árið 1954 þótti svo magnað fyrirbæri að daginn eftir var hann eina málið á forsíðu Alþýðublaðsins en þá varð almyrkvi syðst á landinu. Fuglar flugu til hafs, blóm lokuðu krónum sínum, og himinn og jörð tóku hinum sérkennilegustu litbrigðum, sagði blaðið. Konur fæddu fyrir tímann, stóð á forsíðu Morgunblaðsins, sem lýsti myrkvanum fyrir sextíu árum sem stórkostlegasta náttúrufyrirbrigði síðan Hekla gaus. Fyrir ellefu árum fengum við hringmyrkva, vorið 2003, en skýjaþykkni varð til þess að fáir gátu notið hans og leigðu áhugamenn þá flugvél til að komst upp úr skýjunum til að sjá fyrirbærið sem best og skála. Þá þakti tunglið 94 prósent sólar. Og nú skulum við vonast til þess að föstudagurinn 20. mars renni upp bjartur og fagur því fljótlega eftir að sólin kemur upp á austurhimni mun tunglið ganga inn í hana. Upp úr klukkan hálftíu, þegar sólin, séð úr Reykjavík, verður lágt yfir Bláfjöllum, þá rökkvast í nokkrar mínútur. Svalbarði og Færeyjar verða einu byggðu ból jarðar þar sem sólmyrkvinn sést sem almyrkvi en hérlendis byrjar tunglið að færast inn í skífu sólar klukkan 8.38 frá hægri hlið. Smámsaman hylur tunglið stærri hluta af sólinni og klukkan 9.35 sést hún bara sem örþunn ræma um leið og verulega dimmir.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Að sögn Sævar Helga Bragasonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, mun tunglið hylja 97,5 prósent sólar, séð úr Reykjavík, þegar myrkvinn nær hámarki, klukkan 9.37, en 99,4 prósent sólar, séð frá Austfjörðum, þar sem hann verður dimmastur. Dökkur himinn mun þó aðeins sjást í nokkrar mínútur, strax klukkan 9.40 fer að birta verulega á ný. Þar sem sólin hylst ekki að fullu kallast þetta deildarmyrkvi en frá árinu 1954 hefur enginn slíkur náð að hylja sól meira en 77 prósent hérlendis, að sögn Sævars Helga. Myrkvinn þann 20. mars stendur yfir í tvær klukkustundir og lýkur honum klukkan 10.39, þegar tunglið færist út úr skífu sólar. Sólmyrkvar af þessu tagi eru það sjaldgæfir að þessi verður sá dimmasti á Íslandi í 60 ár, og þau sem missa af honum þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri til að sjá almyrkva, sem verður árið 2026. Meiri fróðleik um sólmyrkvann 20. mars má finna á Stjörnufræðivefnum.
Fréttir af flugi Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira