Skýjasaganum samstöðuna, jafnréttið og annað gott sem aldrei var 4. janúar 2014 16:00 Skýjasögu má kannski kalla þær ræður eða greinar þar sem höfundur byggir á sögu fortíðar til að koma sýn sinni áleiðis en reynist við nánari athugun fara meira eða minna með fleipur. Og þá með vísan til þeirra „skýjaborga“ sem sumir menn hneigjast til að reisa sér um framtíðina, en ekki virðist heldur neinn fótur fyrir þegar að er gáð. Skýjasaga í þessari merkingu getur virst meinlaust gaman og jafnvel réttlætanlegt að sveigja sannleikann örlítið, sé málstaðurinn góður, en þeir sem skrifa skýjasögu verða þó að sæta því að bent sé á hvar þeim skjöplist í söguskoðun sinni – og þeim mun frekar eftir því sem þeir gegna hærri embættum og orð þeirra ættu því að hafa meiri vigt. Íslensk saga hefur reyndar verið látin að mestu í friði af æðstu silkihúfum samfélagsins síðustu áratugi. Stöku sinnum hafa ráðamenn beitt sér fyrir bókaskrifum við hátíðleg tækifæri en annað er það varla. Árið 2002 lét Halldór Blöndal, þá forseti Alþingis, gefa út á kostnað ríkisins veglegt ritsafn Snorra Sturlusonar, að því er virðist til að koma rækilega á framfæri þeirri bjargföstu persónulegu skoðun Blöndals að Snorri hefði skrifað Egilssögu. Og árið 2004 lét Davíð Oddsson forsætisráðherra sjálft Stjórnarráðið kosta bókina Forsætisráðherrar Íslands í tilefni þess að þá voru hundrað ár frá því Íslendingur varð fyrst ráðherra. Með þeirri afar óvenjulegu bókaútgáfu sló Davíð tvær flugur í einu höggi – úthlutaði sjálfum sér því verkefni að skrifa um fyrsta ráðherrann, átrúnaðargoð sitt Hannes Hafstein, og fékk svo að lesa ýmislegt fallegt um eigin feril og ævi í síðasta kaflanum. En fyrir utan þessi tvö gæluverkefni stjórnmálamanna hefur sögunni sem sé að mestu verið hlíft við afskiptum ráðamanna hér upp á síðkastið – þangað til núna. Hún dúkkaði óvænt upp í sjálfri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem kvaðst mundu vinna að „vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu“. Og: „Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“ Þegar þetta birtist hefði mátt vænta þess að áhugamenn um íslenska sögu kættust ógurlega, enda ættu þeir von á miklum stuðningi. En sú kæti var þó blendin, enda kennir sagan sjálf okkur að það getur endað illa ef stjórnvöld vilja fara að ráðskast of mikið með fortíðina. Hættan er sú að menn fari að draga upp mynd sem á fátt skylt við raunveruleikann og vilji síðan halda þeirri mynd upp að okkur sem einhvers konar spegli sem við eigum að máta okkur við. Og þess varð strax vart í fyrstu stóru ræðu hins nýja forsætisráðherra þann 17. júní síðastliðið sumar. Þar sagði Sigmundur Davíð meðal annars: „Samheldni íslensku þjóðarinnar kemur vel í ljós þegar á reynir og margt er til mikillar fyrirmyndar í samfélagi okkar og vekur eftirtekt í öðrum löndum… Vegna sögu þjóðarinnar þolum við illa órétt. Sigurður Nordal skrifar í bók sinni Íslenzk menning: „Í gamalli frakkneskri heimild er sagt, að einu sinni hafi sendimaður verið gerður á fund víkinga, er lágu við land þar syðra með mikinn flota. Hann spurði um höfðingja liðsins. Honum var svarað: „Vér erum allir jafnir.“ Íslendingar, afkomendur þessara víkinga, hafa löngum verið sjálfstæðir í hugsun og þolað illa yfirvald, hvað þá kúgun.“ Halldór Laxness svaraði svona fullyrðingum nú reyndar á sínum tíma, en svo má auðvitað spyrja hvernig þokukennd þjóðsaga um víkingaflokk suðrá Frakklandi fyrir 1.200 árum eða svo á að verða okkur lærdómur um samheldni, jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu á okkar tímum – en slíkur lærdómur virtist vaka fyrir forsætisráðherra með orðum hans í ræðunni. En þar fyrir utan, þá er að minnsta kosti þessi bútur ræðunnar skýjasaga og ekkert annað. Fleipur, öðru nafni. Því Ísland landnámsmannanna einkenndist ekki af jafnrétti og jöfnuði, því fór svo víðs fjarri. Það viðurkenndi meira að segja Jónas frá Hriflu hreinskilnislega, en í Íslandssögu sinni fyrir börn, sem hann skrifaði fyrir rétt tæpum hundrað árum, lagði hann sig þó fram um að draga upp fallega mynd af landnáminu og þjóðveldinu íslenska. Sigmundur Davíð hefur eins og kunnugt er iðulega vísað beint eða óbeint til Hriflu-Jónasar þegar hann fjallar um menningu þjóðarinnar, en virðist þó ekki hafa lesið eftirfarandi kafla úr Íslandssögu handa börnum eftir Jónas sem út kom árið 1915: „Undir eins á landnámsöldinni greindist þjóðin á Íslandi í ýmsar stéttir, eftir efnum og ætterni; en skörpust var merkjalínan milli frjálsra manna og ófrjálsra (þrælanna). Ánauðuga fólkið var eiginlega ekki talið með mönnum. Það var eign frjálsu mannanna, eins og dýr eða hlutir. En jafnvel innbyrðis meðal frjálsa fólksins var stéttamunurinn greinilegur. Það var langur vegur eftir virðingastiganum frá kóngum og drottningum eða stórríkum höldum og víkingum eins og Geirmundi [heljarskinni], Auði [djúpúðgu], Ingimundi [gamla] eða Skallagrími niður að kotbóndanum, vinnumanninum eða beiningamanninum… [S]tórbændurnir fundu til yfirburða og máttar, og létu það tíðum koma fram í viðskiftum við smælingjana, og stranglega var þess gætt að efnafólk og fátæklingar mægðust ekki… Heldur þótti lítið koma til allra þeirra bænda, sem voru leiguliðar eða unnu hjá öðrum, þótt þeir ættu skýli yfir höfuðið… Ekki var æfi þrælanna góð. Þeim voru ætluð verstu og óþrifalegustu verkin, og veittur lakastur aðbúnaður í mat, klæðnaði og allri aðhlynningu. Sjaldan var vikið að þeim með velvild…“Samheldni og samvinna Þetta var sem sé skrifað fyrir nærri hundrað árum og síðan hefur skilningur manna á stéttaskiptingu og harðneskjulegri lífsbaráttu á þjóðveldisöld heldur aukist en hitt, skulum við vona. Því er góð og gild spurning, sem hver áhugamaður um sögu hlýtur að velta fyrir sér, af hverju nú er verið að koma á flot innantómri skýjasögu um jöfnuð og stéttleysi samfélagsins til forna. Sigmundur Davíð forsætisráðherra er ekki einn um að vilja endurskapa söguna. Við þingsetningu síðastliðið haust hafði forsætisráðherra fjallað um nauðsyn samheldni og samvinnu þjóðarinnar, þannig myndi henni best farnast, því samheldnin hefði alltaf reynst henni best í lífsins ólgusjóum. Og nokkuð óvænt tók Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands upp þann þráð í áramótaávarpi sínu um daginn. Hann sagði meðal annars: „Á örlagastundum hefur samstaðan ráðið úrslitum… Stjórnarskráin, heimastjórn, fullveldi og lýðveldisstofnun – allir byggðust þessir hornsteinar á samstöðu þjóðarinnar; sigrarnir unnust þegar hún réði för. Sundruð sveit náði aldrei neinum áföngum að sjálfstæði.“ Engin samstaða Óvænt voru þessi orð forsetans vegna þess að Ólafur Ragnar er menntaður stjórnmálafræðingur og á að hafa víðtæka þekkingu á stjórnmálasögu þjóðarinnar. Og því ætti hann að vita betur en fram kemur í þessum orðum. Um öll þau mál sem hann nefnir geisuðu gríðarlega harðar deilur í íslensku samfélagi, einnig og ekki síst sjálfstæðisbaráttuna sem seinna var sett á stall og látið eins og allir hefðu alltaf verið sammála. Nú síðast mátti lesa um þær hörðu deilur í bókinni Upp með fánann sem kom út 2012, þar fjallar Gunnar Þór Bjarnason skilmerkilega um næstum fáránlega harðar deilur um „Uppkastið“ 1908. Og margoft hefur verið sýnt fram að sú mikla „samstaða“ sem á að hafa ríkt um stjórnarskrána 1944 er ekki annað en þjóðsaga. Strax og Sigmundur Davíð fór með „samstöðu-þulu“ sína við þingsetninguna í haust sem leið, þá risu sagnfræðingar og aðrir fræðimenn upp á afturfæturna og mótmæltu – um þau mál sem hann nefndi hefði aldrei ríkt nein samstaða með Íslendingum. Samt endurtekur svo fróður maður sem Ólafur Ragnar Grímsson þá þulu nærri orðrétt í áramótaávarpi sínu eitthvað um þrem mánuðum seinna – eins og hann sé lærisveinninn sem hafði uppgötvað ný sannindi þegar meistarinn talaði – því ég ítreka að Ólafur Ragnar hlýtur að hafa lesið margoft um allar þessar hörðu deilur og hinn algjöra skort á samstöðu í öllum helstu málum. Ég hlýt eins og allir áhugamenn um sögu að fagna auknum áhuga á að saga okkar sé skráð og varðveitt. En minni þá á orð valdsherranna sjálfra úr stjórnarsáttmálanum að unnið skuli að því að „auka virðingu“ fyrir hinni merku sögu okkar. Það verður ekki gert með því að valdsherrarnir sjálfir afbaki hana í hátíðarræðum sínum og geri að skýjasögu eintómri. Flækjusaga Menning Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Skýjasögu má kannski kalla þær ræður eða greinar þar sem höfundur byggir á sögu fortíðar til að koma sýn sinni áleiðis en reynist við nánari athugun fara meira eða minna með fleipur. Og þá með vísan til þeirra „skýjaborga“ sem sumir menn hneigjast til að reisa sér um framtíðina, en ekki virðist heldur neinn fótur fyrir þegar að er gáð. Skýjasaga í þessari merkingu getur virst meinlaust gaman og jafnvel réttlætanlegt að sveigja sannleikann örlítið, sé málstaðurinn góður, en þeir sem skrifa skýjasögu verða þó að sæta því að bent sé á hvar þeim skjöplist í söguskoðun sinni – og þeim mun frekar eftir því sem þeir gegna hærri embættum og orð þeirra ættu því að hafa meiri vigt. Íslensk saga hefur reyndar verið látin að mestu í friði af æðstu silkihúfum samfélagsins síðustu áratugi. Stöku sinnum hafa ráðamenn beitt sér fyrir bókaskrifum við hátíðleg tækifæri en annað er það varla. Árið 2002 lét Halldór Blöndal, þá forseti Alþingis, gefa út á kostnað ríkisins veglegt ritsafn Snorra Sturlusonar, að því er virðist til að koma rækilega á framfæri þeirri bjargföstu persónulegu skoðun Blöndals að Snorri hefði skrifað Egilssögu. Og árið 2004 lét Davíð Oddsson forsætisráðherra sjálft Stjórnarráðið kosta bókina Forsætisráðherrar Íslands í tilefni þess að þá voru hundrað ár frá því Íslendingur varð fyrst ráðherra. Með þeirri afar óvenjulegu bókaútgáfu sló Davíð tvær flugur í einu höggi – úthlutaði sjálfum sér því verkefni að skrifa um fyrsta ráðherrann, átrúnaðargoð sitt Hannes Hafstein, og fékk svo að lesa ýmislegt fallegt um eigin feril og ævi í síðasta kaflanum. En fyrir utan þessi tvö gæluverkefni stjórnmálamanna hefur sögunni sem sé að mestu verið hlíft við afskiptum ráðamanna hér upp á síðkastið – þangað til núna. Hún dúkkaði óvænt upp í sjálfri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem kvaðst mundu vinna að „vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu“. Og: „Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“ Þegar þetta birtist hefði mátt vænta þess að áhugamenn um íslenska sögu kættust ógurlega, enda ættu þeir von á miklum stuðningi. En sú kæti var þó blendin, enda kennir sagan sjálf okkur að það getur endað illa ef stjórnvöld vilja fara að ráðskast of mikið með fortíðina. Hættan er sú að menn fari að draga upp mynd sem á fátt skylt við raunveruleikann og vilji síðan halda þeirri mynd upp að okkur sem einhvers konar spegli sem við eigum að máta okkur við. Og þess varð strax vart í fyrstu stóru ræðu hins nýja forsætisráðherra þann 17. júní síðastliðið sumar. Þar sagði Sigmundur Davíð meðal annars: „Samheldni íslensku þjóðarinnar kemur vel í ljós þegar á reynir og margt er til mikillar fyrirmyndar í samfélagi okkar og vekur eftirtekt í öðrum löndum… Vegna sögu þjóðarinnar þolum við illa órétt. Sigurður Nordal skrifar í bók sinni Íslenzk menning: „Í gamalli frakkneskri heimild er sagt, að einu sinni hafi sendimaður verið gerður á fund víkinga, er lágu við land þar syðra með mikinn flota. Hann spurði um höfðingja liðsins. Honum var svarað: „Vér erum allir jafnir.“ Íslendingar, afkomendur þessara víkinga, hafa löngum verið sjálfstæðir í hugsun og þolað illa yfirvald, hvað þá kúgun.“ Halldór Laxness svaraði svona fullyrðingum nú reyndar á sínum tíma, en svo má auðvitað spyrja hvernig þokukennd þjóðsaga um víkingaflokk suðrá Frakklandi fyrir 1.200 árum eða svo á að verða okkur lærdómur um samheldni, jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu á okkar tímum – en slíkur lærdómur virtist vaka fyrir forsætisráðherra með orðum hans í ræðunni. En þar fyrir utan, þá er að minnsta kosti þessi bútur ræðunnar skýjasaga og ekkert annað. Fleipur, öðru nafni. Því Ísland landnámsmannanna einkenndist ekki af jafnrétti og jöfnuði, því fór svo víðs fjarri. Það viðurkenndi meira að segja Jónas frá Hriflu hreinskilnislega, en í Íslandssögu sinni fyrir börn, sem hann skrifaði fyrir rétt tæpum hundrað árum, lagði hann sig þó fram um að draga upp fallega mynd af landnáminu og þjóðveldinu íslenska. Sigmundur Davíð hefur eins og kunnugt er iðulega vísað beint eða óbeint til Hriflu-Jónasar þegar hann fjallar um menningu þjóðarinnar, en virðist þó ekki hafa lesið eftirfarandi kafla úr Íslandssögu handa börnum eftir Jónas sem út kom árið 1915: „Undir eins á landnámsöldinni greindist þjóðin á Íslandi í ýmsar stéttir, eftir efnum og ætterni; en skörpust var merkjalínan milli frjálsra manna og ófrjálsra (þrælanna). Ánauðuga fólkið var eiginlega ekki talið með mönnum. Það var eign frjálsu mannanna, eins og dýr eða hlutir. En jafnvel innbyrðis meðal frjálsa fólksins var stéttamunurinn greinilegur. Það var langur vegur eftir virðingastiganum frá kóngum og drottningum eða stórríkum höldum og víkingum eins og Geirmundi [heljarskinni], Auði [djúpúðgu], Ingimundi [gamla] eða Skallagrími niður að kotbóndanum, vinnumanninum eða beiningamanninum… [S]tórbændurnir fundu til yfirburða og máttar, og létu það tíðum koma fram í viðskiftum við smælingjana, og stranglega var þess gætt að efnafólk og fátæklingar mægðust ekki… Heldur þótti lítið koma til allra þeirra bænda, sem voru leiguliðar eða unnu hjá öðrum, þótt þeir ættu skýli yfir höfuðið… Ekki var æfi þrælanna góð. Þeim voru ætluð verstu og óþrifalegustu verkin, og veittur lakastur aðbúnaður í mat, klæðnaði og allri aðhlynningu. Sjaldan var vikið að þeim með velvild…“Samheldni og samvinna Þetta var sem sé skrifað fyrir nærri hundrað árum og síðan hefur skilningur manna á stéttaskiptingu og harðneskjulegri lífsbaráttu á þjóðveldisöld heldur aukist en hitt, skulum við vona. Því er góð og gild spurning, sem hver áhugamaður um sögu hlýtur að velta fyrir sér, af hverju nú er verið að koma á flot innantómri skýjasögu um jöfnuð og stéttleysi samfélagsins til forna. Sigmundur Davíð forsætisráðherra er ekki einn um að vilja endurskapa söguna. Við þingsetningu síðastliðið haust hafði forsætisráðherra fjallað um nauðsyn samheldni og samvinnu þjóðarinnar, þannig myndi henni best farnast, því samheldnin hefði alltaf reynst henni best í lífsins ólgusjóum. Og nokkuð óvænt tók Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands upp þann þráð í áramótaávarpi sínu um daginn. Hann sagði meðal annars: „Á örlagastundum hefur samstaðan ráðið úrslitum… Stjórnarskráin, heimastjórn, fullveldi og lýðveldisstofnun – allir byggðust þessir hornsteinar á samstöðu þjóðarinnar; sigrarnir unnust þegar hún réði för. Sundruð sveit náði aldrei neinum áföngum að sjálfstæði.“ Engin samstaða Óvænt voru þessi orð forsetans vegna þess að Ólafur Ragnar er menntaður stjórnmálafræðingur og á að hafa víðtæka þekkingu á stjórnmálasögu þjóðarinnar. Og því ætti hann að vita betur en fram kemur í þessum orðum. Um öll þau mál sem hann nefnir geisuðu gríðarlega harðar deilur í íslensku samfélagi, einnig og ekki síst sjálfstæðisbaráttuna sem seinna var sett á stall og látið eins og allir hefðu alltaf verið sammála. Nú síðast mátti lesa um þær hörðu deilur í bókinni Upp með fánann sem kom út 2012, þar fjallar Gunnar Þór Bjarnason skilmerkilega um næstum fáránlega harðar deilur um „Uppkastið“ 1908. Og margoft hefur verið sýnt fram að sú mikla „samstaða“ sem á að hafa ríkt um stjórnarskrána 1944 er ekki annað en þjóðsaga. Strax og Sigmundur Davíð fór með „samstöðu-þulu“ sína við þingsetninguna í haust sem leið, þá risu sagnfræðingar og aðrir fræðimenn upp á afturfæturna og mótmæltu – um þau mál sem hann nefndi hefði aldrei ríkt nein samstaða með Íslendingum. Samt endurtekur svo fróður maður sem Ólafur Ragnar Grímsson þá þulu nærri orðrétt í áramótaávarpi sínu eitthvað um þrem mánuðum seinna – eins og hann sé lærisveinninn sem hafði uppgötvað ný sannindi þegar meistarinn talaði – því ég ítreka að Ólafur Ragnar hlýtur að hafa lesið margoft um allar þessar hörðu deilur og hinn algjöra skort á samstöðu í öllum helstu málum. Ég hlýt eins og allir áhugamenn um sögu að fagna auknum áhuga á að saga okkar sé skráð og varðveitt. En minni þá á orð valdsherranna sjálfra úr stjórnarsáttmálanum að unnið skuli að því að „auka virðingu“ fyrir hinni merku sögu okkar. Það verður ekki gert með því að valdsherrarnir sjálfir afbaki hana í hátíðarræðum sínum og geri að skýjasögu eintómri.
Flækjusaga Menning Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira