Óvíst að ríkið krefji Mýflug um bætur vegna 40 milljóna tjóns á sjúkrabúnaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2014 07:15 Tugmilljóna sjúkrabúnaður í eigu ríkisins eyðilagðist í flugslysinu á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar 5. ágúst síðastliðinn. Mynd/Baldvin Þeyr Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljónum króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýsingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flugvélina tóku ekki sérstaklega til búnaðarins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjáraaukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bótakröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráðherratíð sinni.Kristján Þór Júlíusson.Enn aðeins pláss fyrir einn sjúkling „Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er megináhersla af hálfu ráðuneytisins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flugvélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnaður til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustusamningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásakanir um meint óvönduð vinnubrögð Mýflugsmanna í sjúkrafluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor.Mýflug tók ábyrgð á tjóni ríkisins í sjúkrafluginu„Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljónum króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýsingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flugvélina tóku ekki sérstaklega til búnaðarins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjáraaukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bótakröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráðherratíð sinni.Kristján Þór Júlíusson.Enn aðeins pláss fyrir einn sjúkling „Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er megináhersla af hálfu ráðuneytisins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flugvélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnaður til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustusamningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásakanir um meint óvönduð vinnubrögð Mýflugsmanna í sjúkrafluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor.Mýflug tók ábyrgð á tjóni ríkisins í sjúkrafluginu„Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira