Vildu ekki að teflt væri á tvær hættur fyrir sjúklinga í sjúkraflugi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2014 07:30 Björn Gunnarsson læknir lýsti áhyggjum sem uppi voru af glannaskap Mýflugsmanna á sjúkraflugvél í Fréttablaðinu á þriðjudag. Björn starfar nú í Noregi. Heilbrigðisráðuneytið gerði að sinni þá túlkun Flugmálastjórnar að flugstjórar sjúkraflugvéla mættu fara út fyrir mörk öryggisreglna í neyð.Björn Gunnarsson, sem var læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, sendi heilbrigðisráðuneytinu í október 2006 bréf með alvarlegum athugasemdum við framkvæmd Mýflugs á sjúkrafluginu. Mýflug tók við sjúkrafluginu frá 1. janúar það ár. Læknar og sjúkraflutningamenn höfðu áhyggjur af eigin öryggi um borð. „Á þeim fáu mánuðum sem félagið hefir sinnt þessu hafa komið upp fjölmörg atvik þar sem svo virðist sem viðhaldi og öryggismálum sé ábótavant,“ skrifar Björn heilbrigðisráðuneytinu. Vitnaði Björn til fundar á Sjúkrahúsi Akureyrar með Þorkeli Jónssyni, þjálfunarstjóra Mýflugs, 21. september 2006. „Í máli hans kom fram að flugmenn Mýflugs hafa endurtekið vísvitandi brotið ákvæði í reglugerðum um flugöryggi. Þetta hefði tíðkast hér áður fyrr, sérstaklega ef ástand sjúklings væri alvarlegt!“ útskýrði Björn.Hljóta að taka mið af ástandi sjúklinga Þá vísar Björn til að forveri hans í starfi hafi ítrekað undirstrikað við Leif Hallgrímsson, framkvæmdastjóra Mýflugs, að í sjúkraflugi giltu alltaf sömu öryggisreglur og í öðru flugi og að ástand sjúklings væri flugmönnum óviðkomandi þegar ákvörðun væri tekin um það hvort flogið væri eða ekki. Heilbrigðisráðneytið framsendi bréf Björns til Flugmálastjórnar sem sagði að í sjúkraflugi kynni „að vera um einstaka neyðarflug“ að ræða ef flugstjóri teldi ríka hagsmuni í að fara út fyrir gildandi mörk um flugrekstur, til dæmis varðandi ákvæði um hliðarvind og hvíldartíma. „Slíkar ákvarðanir eru þá á ábyrgð viðkomandi flugstjóra og hljóta að taka mið af upplýsingum um ástand sjúklinga og hvort um hugsanlega lífshættu sé að ræða,“ sagði í svari frá flugöryggissviði FMS.Ekki ásættanleg sagði læknirinn „Það er óásættanlegt fyrir mig að flugöryggissvið Flugmálastjórnar geti upp á sitt eindæmi með þessum hætti gefið flugrekanda heimild til að fara út fyrir leyfileg mörk,“ svaraði þá Björn í nýju bréfi til ráðuneytisins. Flugmálastjórn svaraði þá að flugstjóri ætti að hafa svigrúm til að meta aðstæður til flugs ef hann stæði frammi fyrir hjálparþurfi manni í lífsháska eða í hættu á að verða fyrir stórfelldu líkamstjóni. „Í þessu felst þó engin heimild frá Flugmálastjórn,“ ítrekaði stofnunin sem lýsti sig ósammála þeirri fullyrðingu Björns að ákvarðanir flugstjóra um flug ættu ekki að mótast af ástandi sjúklings. Vísaði Flugmálastjórn meðal annars í 221. grein hegningarlaga: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði annarra í háska þá varðar fangelsi allt að tveimur árum eða sektum.“ Heilbrigðisráðuneytið gerði svar Flugmálastjórnar að sínu og sendi sem svar til Björns í lok febrúar 2007. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gerði að sinni þá túlkun Flugmálastjórnar að flugstjórar sjúkraflugvéla mættu fara út fyrir mörk öryggisreglna í neyð.Björn Gunnarsson, sem var læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, sendi heilbrigðisráðuneytinu í október 2006 bréf með alvarlegum athugasemdum við framkvæmd Mýflugs á sjúkrafluginu. Mýflug tók við sjúkrafluginu frá 1. janúar það ár. Læknar og sjúkraflutningamenn höfðu áhyggjur af eigin öryggi um borð. „Á þeim fáu mánuðum sem félagið hefir sinnt þessu hafa komið upp fjölmörg atvik þar sem svo virðist sem viðhaldi og öryggismálum sé ábótavant,“ skrifar Björn heilbrigðisráðuneytinu. Vitnaði Björn til fundar á Sjúkrahúsi Akureyrar með Þorkeli Jónssyni, þjálfunarstjóra Mýflugs, 21. september 2006. „Í máli hans kom fram að flugmenn Mýflugs hafa endurtekið vísvitandi brotið ákvæði í reglugerðum um flugöryggi. Þetta hefði tíðkast hér áður fyrr, sérstaklega ef ástand sjúklings væri alvarlegt!“ útskýrði Björn.Hljóta að taka mið af ástandi sjúklinga Þá vísar Björn til að forveri hans í starfi hafi ítrekað undirstrikað við Leif Hallgrímsson, framkvæmdastjóra Mýflugs, að í sjúkraflugi giltu alltaf sömu öryggisreglur og í öðru flugi og að ástand sjúklings væri flugmönnum óviðkomandi þegar ákvörðun væri tekin um það hvort flogið væri eða ekki. Heilbrigðisráðneytið framsendi bréf Björns til Flugmálastjórnar sem sagði að í sjúkraflugi kynni „að vera um einstaka neyðarflug“ að ræða ef flugstjóri teldi ríka hagsmuni í að fara út fyrir gildandi mörk um flugrekstur, til dæmis varðandi ákvæði um hliðarvind og hvíldartíma. „Slíkar ákvarðanir eru þá á ábyrgð viðkomandi flugstjóra og hljóta að taka mið af upplýsingum um ástand sjúklinga og hvort um hugsanlega lífshættu sé að ræða,“ sagði í svari frá flugöryggissviði FMS.Ekki ásættanleg sagði læknirinn „Það er óásættanlegt fyrir mig að flugöryggissvið Flugmálastjórnar geti upp á sitt eindæmi með þessum hætti gefið flugrekanda heimild til að fara út fyrir leyfileg mörk,“ svaraði þá Björn í nýju bréfi til ráðuneytisins. Flugmálastjórn svaraði þá að flugstjóri ætti að hafa svigrúm til að meta aðstæður til flugs ef hann stæði frammi fyrir hjálparþurfi manni í lífsháska eða í hættu á að verða fyrir stórfelldu líkamstjóni. „Í þessu felst þó engin heimild frá Flugmálastjórn,“ ítrekaði stofnunin sem lýsti sig ósammála þeirri fullyrðingu Björns að ákvarðanir flugstjóra um flug ættu ekki að mótast af ástandi sjúklings. Vísaði Flugmálastjórn meðal annars í 221. grein hegningarlaga: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði annarra í háska þá varðar fangelsi allt að tveimur árum eða sektum.“ Heilbrigðisráðuneytið gerði svar Flugmálastjórnar að sínu og sendi sem svar til Björns í lok febrúar 2007.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira