Frammistaðan á EM sigur fyrir Aron Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 21. janúar 2014 06:00 Sverre Jakobsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson taka hér á skyttunni Filip Mirkulovski sem skoraði þrjú mörk fyrir Makedóníu í gær. fréttablaðið/daníel Það tók sinn tíma en hundleiðinlegt handboltalið Makedóna var lagt á elleftu stundu með marki nýliðans Gunnars Steins Jónssonar. Leikurinn tók á en sigur Íslands var sanngjarn. Stefnan var að koma til leiks með látum. Keyra yfir þunga Makedóna og skilja þá eftir í rykinu. Er óhætt að segja að það hafi ekki gengið eftir. Strákarnir okkar voru þeir sem mættu þungir og voru hreinlega sofandi. Er þeir vöknuðu var staðan orðin 4-0 fyrir Makedóna. Smám saman tóku þeir þó við sér og Björgvin Páll og Ásgeir Örn ákváðu í sameiningu að taka leikinn yfir. Þeir léku á als oddi. Ásgeir skoraði frábær mörk og bjó nánast öll hin mörkin til á meðan Björgvin skellti í lás í markinu. Hann varði eina fjórtán bolta í hálfleiknum og Ásgeir kom að um tíu mörkum. Ísland jafnaði, 7-7, eftir nítján mínútna leik og var komið yfir skömmu síðar. Strákarnir höfðu svo þriggja marka forystu í leikhléi, 14-11. Frábær viðsnúningur eftir afar þunga og erfiða byrjun. Síðari hálfleikur byrjaði því miður nákvæmlega eins og sá fyrri. Makedónar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og jöfnuðu leikinn. Það var smá basl á sóknarleiknum og Björgvin ekki í sama stuði og í fyrri hálfleik. Strákarnir hleyptu þó Makedónum aldrei fram úr sér en þeir voru samt aldrei langt undan. Strákunum gekk ekkert að hrista þá almennilega af sér. Mikil spenna var undir lokin en Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Vel útfærð sókn og nýliðinn brást ekki á ögurstundu. Enn einn sigurinn staðreynd og meiðslum hrjáð lið Íslands heldur áfram að gera flotta hluti í Danmörku. Ásgeir Örn vex með hverri raun á þessu móti og hefur spilað frábærlega. Sérstaklega aðdáunarverð frammistaða í ljósi þess að hann hefur nánast ekki spilað neinn handbolta í vetur. Hann og Rúnar mynda fínt par og allar áhyggjur af hægri vængnum fyrir mót voru óþarfar. Björgvin Páll átti enn einn stórleikinn en hann hefur verið frábær í öllum leikjum nema einum á mótinu. Fyrirliðinn Guðjón Valur var ekki fjarri því að spila þriðja leikinn í röð með hundrað prósent skotnýtingu. Enn og aftur stórkostlegt mót hjá járnmanninum okkar sem bregst aldrei. Róberti hefur vaxið ásmegin með hverjum leik og hann er að finna taktinn. Svo er gaman að sjá óreyndu strákana koma inn fulla af sjálfstrausti og leysa sín hlutverk vel í hverjum leiknum af öðrum. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur stýrt liðinu stórkostlega á þessu móti. Nær að rúlla liðinu vel og fær allt sem hann vill út úr mönnum. Núna sigur gegn fínu liði Makedóníu og það án Arons Pálmarssonar sem gat rétt leikið fyrstu mínútur leiksins. Frammistaðan á mótinu hingað til er mikill sigur fyrir hann. EM 2014 karla Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Það tók sinn tíma en hundleiðinlegt handboltalið Makedóna var lagt á elleftu stundu með marki nýliðans Gunnars Steins Jónssonar. Leikurinn tók á en sigur Íslands var sanngjarn. Stefnan var að koma til leiks með látum. Keyra yfir þunga Makedóna og skilja þá eftir í rykinu. Er óhætt að segja að það hafi ekki gengið eftir. Strákarnir okkar voru þeir sem mættu þungir og voru hreinlega sofandi. Er þeir vöknuðu var staðan orðin 4-0 fyrir Makedóna. Smám saman tóku þeir þó við sér og Björgvin Páll og Ásgeir Örn ákváðu í sameiningu að taka leikinn yfir. Þeir léku á als oddi. Ásgeir skoraði frábær mörk og bjó nánast öll hin mörkin til á meðan Björgvin skellti í lás í markinu. Hann varði eina fjórtán bolta í hálfleiknum og Ásgeir kom að um tíu mörkum. Ísland jafnaði, 7-7, eftir nítján mínútna leik og var komið yfir skömmu síðar. Strákarnir höfðu svo þriggja marka forystu í leikhléi, 14-11. Frábær viðsnúningur eftir afar þunga og erfiða byrjun. Síðari hálfleikur byrjaði því miður nákvæmlega eins og sá fyrri. Makedónar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og jöfnuðu leikinn. Það var smá basl á sóknarleiknum og Björgvin ekki í sama stuði og í fyrri hálfleik. Strákarnir hleyptu þó Makedónum aldrei fram úr sér en þeir voru samt aldrei langt undan. Strákunum gekk ekkert að hrista þá almennilega af sér. Mikil spenna var undir lokin en Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Vel útfærð sókn og nýliðinn brást ekki á ögurstundu. Enn einn sigurinn staðreynd og meiðslum hrjáð lið Íslands heldur áfram að gera flotta hluti í Danmörku. Ásgeir Örn vex með hverri raun á þessu móti og hefur spilað frábærlega. Sérstaklega aðdáunarverð frammistaða í ljósi þess að hann hefur nánast ekki spilað neinn handbolta í vetur. Hann og Rúnar mynda fínt par og allar áhyggjur af hægri vængnum fyrir mót voru óþarfar. Björgvin Páll átti enn einn stórleikinn en hann hefur verið frábær í öllum leikjum nema einum á mótinu. Fyrirliðinn Guðjón Valur var ekki fjarri því að spila þriðja leikinn í röð með hundrað prósent skotnýtingu. Enn og aftur stórkostlegt mót hjá járnmanninum okkar sem bregst aldrei. Róberti hefur vaxið ásmegin með hverjum leik og hann er að finna taktinn. Svo er gaman að sjá óreyndu strákana koma inn fulla af sjálfstrausti og leysa sín hlutverk vel í hverjum leiknum af öðrum. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur stýrt liðinu stórkostlega á þessu móti. Nær að rúlla liðinu vel og fær allt sem hann vill út úr mönnum. Núna sigur gegn fínu liði Makedóníu og það án Arons Pálmarssonar sem gat rétt leikið fyrstu mínútur leiksins. Frammistaðan á mótinu hingað til er mikill sigur fyrir hann.
EM 2014 karla Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn