Framsókn ráðalaus í húsnæðismálum Magnús Már Guðmundsson skrifar 29. janúar 2014 06:00 Hún er rýr, Framsóknarskýrslan sem kynnt var í vikunni um húsnæðismál. Þrátt fyrir fögur kosningafyrirheit um afnám verðtryggingarinnar blasir nú við að ekki verði farið í þá vegferð, nema að takmörkuðu leyti. Stuttum níu mánuðum eftir loforðaflauminn hefur Framsóknarflokkurinn nú rekið sig á það sem margoft hefur verið bent á af talsmönnum Samfylkingarinnar: Verðtryggingin er órjúfanlegur hluti af krónuhagkerfinu og verður ekki að fullu afnumin nema með upptöku annars gjaldmiðils. Í skýrslunni eru engu að síður lagðar fram tillögur „í átt að fullu afnámi verðtryggingar“, sem meðal annars fela í sér að gera verðtryggð lán til lengri tíma en 25 ára óheimil. Það er vandséð hvernig það hjálpar húsnæðiskaupendum að takmarka möguleika þeirra á lánsfjármögnun íbúða, án þess að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn. Þeir sem hafa ráð á að taka óverðtryggð lán í dag gera það – bannið breytir engu þar um.Húsnæðisöryggi Mun meira máli skiptir hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem ekki ráða við þunga greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum eða af verðtryggðum lánum til einungis 25 ára. Í því máli skilar ríkisstjórnin svo til auðu. Vissulega er tæpt á hvaða mótvægisaðgerðum væri hægt að beita vegna styttingar lánstímans, en það er hvorki rætt hvað þurfi að gera að lágmarki svo hægt sé að hefja afnám verðtryggingarinnar, né greint frá því hvað slíkar aðgerðir myndu kosta ríkissjóð. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg taki forystu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Snúa þarf frá ofuráherslunni á séreignarstefnuna og byggja upp traustan leigumarkað, sem verður valkostur fyrir alla – líka þá sem ráða ekki við himinháar greiðslur of óverðtryggðum lánum eða verðtryggðum lánum til 25 ára. Aðeins með beinni þátttöku borgarinnar í uppbyggingu leigufélaga sem starfa á almennum markaði tryggjum við skjóta uppbyggingu á leiguíbúðum. Reykjavíkurborg hefur nú þegar lagt fram metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu 2.500–3.000 íbúða og mikilvægt er að þær nái fram að ganga. Fyrir því vil ég beita mér í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hún er rýr, Framsóknarskýrslan sem kynnt var í vikunni um húsnæðismál. Þrátt fyrir fögur kosningafyrirheit um afnám verðtryggingarinnar blasir nú við að ekki verði farið í þá vegferð, nema að takmörkuðu leyti. Stuttum níu mánuðum eftir loforðaflauminn hefur Framsóknarflokkurinn nú rekið sig á það sem margoft hefur verið bent á af talsmönnum Samfylkingarinnar: Verðtryggingin er órjúfanlegur hluti af krónuhagkerfinu og verður ekki að fullu afnumin nema með upptöku annars gjaldmiðils. Í skýrslunni eru engu að síður lagðar fram tillögur „í átt að fullu afnámi verðtryggingar“, sem meðal annars fela í sér að gera verðtryggð lán til lengri tíma en 25 ára óheimil. Það er vandséð hvernig það hjálpar húsnæðiskaupendum að takmarka möguleika þeirra á lánsfjármögnun íbúða, án þess að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn. Þeir sem hafa ráð á að taka óverðtryggð lán í dag gera það – bannið breytir engu þar um.Húsnæðisöryggi Mun meira máli skiptir hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem ekki ráða við þunga greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum eða af verðtryggðum lánum til einungis 25 ára. Í því máli skilar ríkisstjórnin svo til auðu. Vissulega er tæpt á hvaða mótvægisaðgerðum væri hægt að beita vegna styttingar lánstímans, en það er hvorki rætt hvað þurfi að gera að lágmarki svo hægt sé að hefja afnám verðtryggingarinnar, né greint frá því hvað slíkar aðgerðir myndu kosta ríkissjóð. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg taki forystu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Snúa þarf frá ofuráherslunni á séreignarstefnuna og byggja upp traustan leigumarkað, sem verður valkostur fyrir alla – líka þá sem ráða ekki við himinháar greiðslur of óverðtryggðum lánum eða verðtryggðum lánum til 25 ára. Aðeins með beinni þátttöku borgarinnar í uppbyggingu leigufélaga sem starfa á almennum markaði tryggjum við skjóta uppbyggingu á leiguíbúðum. Reykjavíkurborg hefur nú þegar lagt fram metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu 2.500–3.000 íbúða og mikilvægt er að þær nái fram að ganga. Fyrir því vil ég beita mér í borgarstjórn Reykjavíkur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun