Merkilegt rit sem gefur innsýn í heim skrifarans 1. febrúar 2014 10:00 Rósa Þorsteinsdóttr Hún segir handrit Staðarhólsbókar rímna ekki einungis merkilegt rímnanna vegna heldur líka fyrir klausurnar sem skrifari þess skildi eftir á spássíunum. Fréttablaðið/Hrönn Þverhandarþykk skinnbók – Staðarhólsbók rímna nefnist erindi sem Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknarlektor hjá Árnastofnun, heldur á Bókasafni Akraness í dag klukkan 14. Kvæðamaðurinn Steindór Andersen kveður þar líka rímur af sinni alkunnu snilld. Viðburðurinn er fyrsti dagskrárliðurinn í fjölbreyttri afmælisdagskrá bókasafnsins sem fagnar 150 ára afmæli í ár. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Á bókasafninu er sýning er tengist verkefninu og hefur yfirskriftina Handritin alla leið heim. Þar má sjá nákvæma eftirgerð af Staðarhólsbók rímna. „Það má eiginlega segja að þetta sé eitt merkasta rímnahandrit þjóðarinnar. Í því eru 33 rímnaflokkar og það er meira en helmingurinn af þeim rímum sem varðveist hafa frá því fyrir 1600. Af þeim eru fjórtán rímnaflokkar sem eru hvergi til annars staðar,“ segir Rósa Þorsteinsdóttir um þetta merka rit. Hún segir nafn þess dregið af því að Árni Magnússon handritasafnari hafi fengið það að gjöf frá Pétri Bjarnasyni bónda á Staðarhóli í Saurbæ í Dölum. „Pétur sendi einhvern með handritið til Árna á Alþing árið 1707,“ lýsir hún. Rósa segir handritið ekki einungis merkilegt rímnanna vegna heldur líka fyrir klausurnar sem skrifari þess skildi eftir á spásíunum. Þar séu til að mynda margir málshættir sem sumir hverjir lifi enn í dag, svo sem „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ og „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Þeir eru greinilega ævagamlir. En er handritið allt skrifað af sama manninum og er vitað hver hann var? „Já, það er talið vitað. Þrír feðgar, allir miklir skrifarar, voru uppi í lok 16. aldar og byrjun þeirrar 17., Ari prestur á Stað í Súgandafirði og synir hans, Tómas og Jón. Það er til bók með sögum sem þeir skrifuðu allir þrír og með samanburði hefur Karl Óskar Ólafsson komist að þeirri niðurstöðu að Tómas hafi skrifað alla Staðarhólsbók rímna. Tómas ávarpar líka sjálfan sig stundum í þessum spássíuklausum. Kvartar yfir blekinu, skriftinni og sjóninni. „Lítt temprast nú blekið fyrir þér gamli minn Tómas,“ stendur á einum stað og á öðrum stað er vísa þar sem nafnið hans er falið,“ segir Rósa. „Svo kemur fyrir setningin „Illt er að skrifa í útnyrðingi“ og „Úti það er að hún unni mér“. Handritið gefur þannig innsýn í heim og aðstæður skrifarans og þann tíma sem hann er uppi á.“ gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þverhandarþykk skinnbók – Staðarhólsbók rímna nefnist erindi sem Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknarlektor hjá Árnastofnun, heldur á Bókasafni Akraness í dag klukkan 14. Kvæðamaðurinn Steindór Andersen kveður þar líka rímur af sinni alkunnu snilld. Viðburðurinn er fyrsti dagskrárliðurinn í fjölbreyttri afmælisdagskrá bókasafnsins sem fagnar 150 ára afmæli í ár. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Á bókasafninu er sýning er tengist verkefninu og hefur yfirskriftina Handritin alla leið heim. Þar má sjá nákvæma eftirgerð af Staðarhólsbók rímna. „Það má eiginlega segja að þetta sé eitt merkasta rímnahandrit þjóðarinnar. Í því eru 33 rímnaflokkar og það er meira en helmingurinn af þeim rímum sem varðveist hafa frá því fyrir 1600. Af þeim eru fjórtán rímnaflokkar sem eru hvergi til annars staðar,“ segir Rósa Þorsteinsdóttir um þetta merka rit. Hún segir nafn þess dregið af því að Árni Magnússon handritasafnari hafi fengið það að gjöf frá Pétri Bjarnasyni bónda á Staðarhóli í Saurbæ í Dölum. „Pétur sendi einhvern með handritið til Árna á Alþing árið 1707,“ lýsir hún. Rósa segir handritið ekki einungis merkilegt rímnanna vegna heldur líka fyrir klausurnar sem skrifari þess skildi eftir á spásíunum. Þar séu til að mynda margir málshættir sem sumir hverjir lifi enn í dag, svo sem „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ og „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Þeir eru greinilega ævagamlir. En er handritið allt skrifað af sama manninum og er vitað hver hann var? „Já, það er talið vitað. Þrír feðgar, allir miklir skrifarar, voru uppi í lok 16. aldar og byrjun þeirrar 17., Ari prestur á Stað í Súgandafirði og synir hans, Tómas og Jón. Það er til bók með sögum sem þeir skrifuðu allir þrír og með samanburði hefur Karl Óskar Ólafsson komist að þeirri niðurstöðu að Tómas hafi skrifað alla Staðarhólsbók rímna. Tómas ávarpar líka sjálfan sig stundum í þessum spássíuklausum. Kvartar yfir blekinu, skriftinni og sjóninni. „Lítt temprast nú blekið fyrir þér gamli minn Tómas,“ stendur á einum stað og á öðrum stað er vísa þar sem nafnið hans er falið,“ segir Rósa. „Svo kemur fyrir setningin „Illt er að skrifa í útnyrðingi“ og „Úti það er að hún unni mér“. Handritið gefur þannig innsýn í heim og aðstæður skrifarans og þann tíma sem hann er uppi á.“ gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp