Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2025 10:32 Víkingur Heiðar hefur tvisvar áður verið tilnefndur til Norðurlandaráðs og hlýtur þau nú í þriðju atrennu. Ari Magg Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Færeyingar fara heim með verðlaun í bæði kvikmynda- og bókmenntaflokki. Norðurlandaráð hefur opinberað hverjir hljóta verðlaun ráðsins í ár á sviði bókmennta, kvikmynda, tónlistar, barna- og unglingabókmennta og umhverfis. Verðlaunaféð fyrir hver verðlaun eru 300 þúsund danskar krónur (tæplega 5,7 milljónir króna) og verða þau veitt í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi hinn 28. október næstkomandi. Tvenna hjá Færeyingum Færeyingar eru sennilega lukkulegastir með verðlaunin í ár en bæði bókmenntaverðlaunin og kvikmyndaverðlaunin fara til Færeyinga. Íslendingar, Svíar og Danir hljóta ein verðlaun hver. Kvikmyndin Seinasta paradís á jørð hlýtur kvikmyndaverðlaunin en hún er fyrsta færeyska myndin sem er tilnefnd til verðlaunanna. Myndin er dönsk-færeysk framleiðsla eftir leikstjórann og handritshöfundinn Sakaris Stórá, handritshöfundana Mads Stegger og Tommy Oksen og framleiðandann Jón Hammer. Bókmenntaverðlaunin fær Vónbjørt Vang fyrir ljóðasafnið Svørt orkidé en 29 ár eru síðan færeyskur rithöfundur hlaut verðlaunin síðast, 1986. Sænsk barnabók, íslenskur píanóleikari og grænir nágrannar Hin sænska Sara Lundberg hlýtur barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir myndabókina Ingen utom jag. Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaunin en hann hefur í tvígang áður verið tilnefndur til þeirra verðlauna. Víkingur Heiðar hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn.Vísir/Getty Í rökstuðningi dómnefndar segir að Víkingur hafi „fangað ímyndunarafl bæði almennings og gagnrýnenda með djúpri tónlistargáfu sinni“. Ferill hans hafi legið stöðugt upp á við að undanförnu og vegsemd hans aukist með hverju árinu sem líður. Hann sé „einn virtasti starfandi píanóleikari okkar tíma og frægur fyrir nýstárlegar túlkanir, heillandi sviðsframkomu og einstaka getu til að breiða sígilda tónlist út til víðari markhóps“. Þema umhverfisverðlaunanna í ár er „þáttur borgarasamfélagsins í umhverfismálum“ og er þau veitt verkefninu Grønne Nabofællesskaber frá Danmörku. Grænu nágrannasamfélögin ganga út á byggja nærsamfélög þar sem fólk ræktar tengsl við nágranna gegnum starfsemi sem styður sjálfbæran lífsstíl. Verðlaunahafarnir munu taka við verðalaunagripnum Nordlys við hátíðlega athöfn í sænska þinginu 28. október klukkan 18 að sænskum tíma, í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð Tónlist Bókmenntir Bíó og sjónvarp Menning Færeyjar Svíþjóð Danmörk Tengdar fréttir Rán hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 31. október 2023 19:43 Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. 1. nóvember 2022 18:30 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira
Norðurlandaráð hefur opinberað hverjir hljóta verðlaun ráðsins í ár á sviði bókmennta, kvikmynda, tónlistar, barna- og unglingabókmennta og umhverfis. Verðlaunaféð fyrir hver verðlaun eru 300 þúsund danskar krónur (tæplega 5,7 milljónir króna) og verða þau veitt í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi hinn 28. október næstkomandi. Tvenna hjá Færeyingum Færeyingar eru sennilega lukkulegastir með verðlaunin í ár en bæði bókmenntaverðlaunin og kvikmyndaverðlaunin fara til Færeyinga. Íslendingar, Svíar og Danir hljóta ein verðlaun hver. Kvikmyndin Seinasta paradís á jørð hlýtur kvikmyndaverðlaunin en hún er fyrsta færeyska myndin sem er tilnefnd til verðlaunanna. Myndin er dönsk-færeysk framleiðsla eftir leikstjórann og handritshöfundinn Sakaris Stórá, handritshöfundana Mads Stegger og Tommy Oksen og framleiðandann Jón Hammer. Bókmenntaverðlaunin fær Vónbjørt Vang fyrir ljóðasafnið Svørt orkidé en 29 ár eru síðan færeyskur rithöfundur hlaut verðlaunin síðast, 1986. Sænsk barnabók, íslenskur píanóleikari og grænir nágrannar Hin sænska Sara Lundberg hlýtur barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir myndabókina Ingen utom jag. Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaunin en hann hefur í tvígang áður verið tilnefndur til þeirra verðlauna. Víkingur Heiðar hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn.Vísir/Getty Í rökstuðningi dómnefndar segir að Víkingur hafi „fangað ímyndunarafl bæði almennings og gagnrýnenda með djúpri tónlistargáfu sinni“. Ferill hans hafi legið stöðugt upp á við að undanförnu og vegsemd hans aukist með hverju árinu sem líður. Hann sé „einn virtasti starfandi píanóleikari okkar tíma og frægur fyrir nýstárlegar túlkanir, heillandi sviðsframkomu og einstaka getu til að breiða sígilda tónlist út til víðari markhóps“. Þema umhverfisverðlaunanna í ár er „þáttur borgarasamfélagsins í umhverfismálum“ og er þau veitt verkefninu Grønne Nabofællesskaber frá Danmörku. Grænu nágrannasamfélögin ganga út á byggja nærsamfélög þar sem fólk ræktar tengsl við nágranna gegnum starfsemi sem styður sjálfbæran lífsstíl. Verðlaunahafarnir munu taka við verðalaunagripnum Nordlys við hátíðlega athöfn í sænska þinginu 28. október klukkan 18 að sænskum tíma, í tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Norðurlandaráð Tónlist Bókmenntir Bíó og sjónvarp Menning Færeyjar Svíþjóð Danmörk Tengdar fréttir Rán hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 31. október 2023 19:43 Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. 1. nóvember 2022 18:30 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira
Rán hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 31. október 2023 19:43
Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. 1. nóvember 2022 18:30
Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12