Er ekkert smeyk í brekkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Helga María Vilhjálmsdóttir er bjartsýn fyrir keppnina í Sotsjí. Mynd/Skíðasamband Íslands Það er nóg að gera hjá hinni 18 ára gömlu Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á næstunni. Hún er á leiðinni á sína fyrstu Ólympíuleika þar sem hún keppir í flestum greinum af íslensku keppendunum og strax í kjölfarið bíður hennar HM unglinga í Jasná í Slóvakíu þar sem hún keppir í öllum fjórum alpagreinunum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir sem stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Noregi. Helga María stóð sig vel í fyrra og þá sá hún Ólympíudrauminn sinn fæðast. „Ég var alltaf að bæta mig og þá fór ég að sjá að þetta væri möguleiki,“ segir Helga María. Hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á leikunum í Sotsjí. „Ég myndi segja að stórsvigið væri mín grein,“ segir Helga og til marks um það hefur nú náð 2. sæti á tveimur stórsvigsmótum að undanförnu, þar á meðal í Norefjell um síðustu helgi. Helga María segir að þessir leikir gætu orðið mikill skóli fyrir hana. „Vonandi verða þetta ekki einu Ólympíuleikarnir mínir,“ segir Helga. Hún hefur fengið lítils háttar kynni af Ólympíuleikum þegar hún fór á Ólympíuleika ungmenna 2012 „Það er sett upp svipað en þessir leikar eru svona fimmfalt stærri,“ segir Helga hlæjandi. Helga María er ekkert smeyk í brekkunum, „Mér finnst mjög gaman í hraðari greinunum og finnst eiginlega skemmtilegast að keyra risasvigið og brunið,“ segir Helga María og bætir við: „Ef ég væri eitthvað smeyk í brekkunni þá væri ég nú ekki að keyra brun eða risasvig.“ Helga María situr ekki við sama borð og þær bestu. „Allir þeir sem eiga möguleika á því að vinna eru búnir að fara út og skíða í þessum brekkum. Það er pínu ósanngjarnt en ég hefði kannski ekki átt möguleika hvort sem er,“ segir Helga María í léttum tón. Hún fær fyrst að renna sér í brautinni daginn fyrir keppni. Helga María missti af kynningunni á íslenska Ólympíuhópnum og verður heldur ekki viðstödd þegar Ólympíuleikarnir verða settir á morgun. „Auðvitað er leiðinlegt að missa af setningarhátíðinni og þetta var mjög erfið ákvörðun. Það er mót eftir Ólympíuleikana og maður getur ekki eytt öllum þessum tíma í ekki neitt í rauninni. Ég er hérna úti í Noregi að æfa hraðagreinar og ég hefði misst af þeim öllum hefði ég farið strax út. Ég ákvað að velja það að æfa í staðinn,“ segir Helga og framundan eru tvö mót hjá henni á þremur vikum. „Ég er ekki síður að búa mig undir HM unglinga þar sem ég er að fara að keppa í öllum greinum. Ég þurfti hraðaæfingar fyrir það. Ég hef aldrei verið betri en núna og ég er mjög bjartsýn,“ segir Helga að lokum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Sjá meira
Það er nóg að gera hjá hinni 18 ára gömlu Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á næstunni. Hún er á leiðinni á sína fyrstu Ólympíuleika þar sem hún keppir í flestum greinum af íslensku keppendunum og strax í kjölfarið bíður hennar HM unglinga í Jasná í Slóvakíu þar sem hún keppir í öllum fjórum alpagreinunum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir sem stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Noregi. Helga María stóð sig vel í fyrra og þá sá hún Ólympíudrauminn sinn fæðast. „Ég var alltaf að bæta mig og þá fór ég að sjá að þetta væri möguleiki,“ segir Helga María. Hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á leikunum í Sotsjí. „Ég myndi segja að stórsvigið væri mín grein,“ segir Helga og til marks um það hefur nú náð 2. sæti á tveimur stórsvigsmótum að undanförnu, þar á meðal í Norefjell um síðustu helgi. Helga María segir að þessir leikir gætu orðið mikill skóli fyrir hana. „Vonandi verða þetta ekki einu Ólympíuleikarnir mínir,“ segir Helga. Hún hefur fengið lítils háttar kynni af Ólympíuleikum þegar hún fór á Ólympíuleika ungmenna 2012 „Það er sett upp svipað en þessir leikar eru svona fimmfalt stærri,“ segir Helga hlæjandi. Helga María er ekkert smeyk í brekkunum, „Mér finnst mjög gaman í hraðari greinunum og finnst eiginlega skemmtilegast að keyra risasvigið og brunið,“ segir Helga María og bætir við: „Ef ég væri eitthvað smeyk í brekkunni þá væri ég nú ekki að keyra brun eða risasvig.“ Helga María situr ekki við sama borð og þær bestu. „Allir þeir sem eiga möguleika á því að vinna eru búnir að fara út og skíða í þessum brekkum. Það er pínu ósanngjarnt en ég hefði kannski ekki átt möguleika hvort sem er,“ segir Helga María í léttum tón. Hún fær fyrst að renna sér í brautinni daginn fyrir keppni. Helga María missti af kynningunni á íslenska Ólympíuhópnum og verður heldur ekki viðstödd þegar Ólympíuleikarnir verða settir á morgun. „Auðvitað er leiðinlegt að missa af setningarhátíðinni og þetta var mjög erfið ákvörðun. Það er mót eftir Ólympíuleikana og maður getur ekki eytt öllum þessum tíma í ekki neitt í rauninni. Ég er hérna úti í Noregi að æfa hraðagreinar og ég hefði misst af þeim öllum hefði ég farið strax út. Ég ákvað að velja það að æfa í staðinn,“ segir Helga og framundan eru tvö mót hjá henni á þremur vikum. „Ég er ekki síður að búa mig undir HM unglinga þar sem ég er að fara að keppa í öllum greinum. Ég þurfti hraðaæfingar fyrir það. Ég hef aldrei verið betri en núna og ég er mjög bjartsýn,“ segir Helga að lokum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Sjá meira