Sævar lét forsetann bíða eftir sér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2014 08:00 Sævar segir æfingar sínar í Sotsjí hafa gengið vel en hann keppir í 15 km sprettgöngu í dag. Mynd/Úr einkasafni „Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíðagöngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svokölluðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjallaþorpinu“. Sævar er þó síður en svo einsamall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heimshornum,“ bætir hann við.Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morgun. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmislegt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjávarmáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávarmáli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mikilli hæð.“Með norskan smurningsmann Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðsins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðlafólks í Sotsjí og fjölmargar myndir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér.Mynd/Úr einkasafni„Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstaklega að hafa fengið að vera fánaberi. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Sjá meira
„Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíðagöngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svokölluðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjallaþorpinu“. Sævar er þó síður en svo einsamall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heimshornum,“ bætir hann við.Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morgun. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmislegt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjávarmáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávarmáli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mikilli hæð.“Með norskan smurningsmann Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðsins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðlafólks í Sotsjí og fjölmargar myndir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér.Mynd/Úr einkasafni„Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstaklega að hafa fengið að vera fánaberi. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Sjá meira