Fórnuðu Karþagómenn virkilega börnum? Illugi Jökulsson skrifar 22. febrúar 2014 14:30 Þegar ég var strákur hafði ég engan áhuga á fótbolta og gat þess vegna ekki fengið á því sviði útrás fyrir inngróna hvöt mannsins til að „halda með“ einhverjum. Þegar ég uppgötvaði tíu eða tólf ára gamall að ætlast var til þess að strákar á mínum aldri héldu með einhverju liði í ensku knattspyrnunni, þá fór ég að vísu í Moggann og valdi mér lið til að halda með – ég skoðaði bara töflu yfir liðin í efstu deildinni og af því ég vissi nákvæmlega ekkert um þessi lið, þá varð ég að láta hljóm nafnsins nægja þegar ég valdi mér uppáhaldslið en þar báru Úlfarnir af og síðan hef ég haldið með Wolverhampton Wanderers. Vegna sinnuleysis um fótbolta í þá daga var aðdáun mín á Wolves hins vegar ástríðulaus með öllu og fullnægði engan veginn fyrrnefndri hvöt, mér var í rauninni nákvæmlega sama hvernig Úlfunum gekk í lífinu. (Það var nú líka eins gott, því nú hófst mikið niðurlægingartímabil í lífi fótboltafélagsins sem endaði þegar verst lét niðrí fjórðu deild.) Og ég hafði því engan og ekkert til að binda mitt hljóða trúss við.Hélt með óvinum Rómaveldis En þá kom mannkynssagan mér til bjargar. Þar var nú aldeilis hægt að halda með einhverjum! Að vísu voru úrslit alltaf þegar kunn í þeim rimmum í mannkynssögu sem ég fór nú að hella mér oní, en það skipti ekki öllu máli, það var samt vel hægt að hægt að fá útrás fyrir hvötina að „halda með“ einhverjum í einhverjum miklum átökum eða stríði. Þannig leit ég á mannkynssöguna sem strákur; mikil átök þar sem ég gat lagt mitt þýðingarlausa lóð á vogarskálarnar með því að halda með öðrum aðilanum. Og saga Rómaveldis reyndist vera alveg kjörin sem eins konar sýndarveruleiki þar sem ég gat hafst við lengi – mikil læti, einfaldar átakalínur, miklir sigrar og ógurlegir ósigrar, svipmiklar persónur, undirferli, samsæri og hetjulund, heimurinn leikur sem á reiðiskjálfi, allt í einum pakka. Löngu seinna áttaði ég mig á því að nærri undantekningarlaust þá hélt ég með þeim persónum Rómverjasögunnar sem töpuðu. Ef menn börðust bara fram í rauðan dauðann af skikkanlegu göfuglyndi (samkvæmt hefðbundnum skilningi) þá dugði að tapa glæsilega til að ég yrði veikur fyrir viðkomandi. Hvaða sögu það segir um sjálfan mig hirði ég ekki að fabúlera um, en altént hélt ég með Gracchusarbræðrum gegn öldungaráðsmönnunum, Catilína gegn Cicero, Sertoríusi gegn Pompeiusi, Antoníusi gegn Ágústusi. Og svo framvegis. Allir „mínir menn“ biðu ósigur. Eiginlega eina markverða undantekningin var fyrra þrístjóraveldið – það var einfaldlega ekki hægt að halda með hinum samansaumaða Crassusi eða spraðibassanum Pompeiusi gegn Júlíusi Caesar og því hélt ég með Caesar þar, auk þess sem hann tapaði náttúrlega að lokum og var í þeim skilningi gjaldgengur í hópi „minna manna“. En ekki nóg með að ég héldi oftast nær með þeim Rómverjum sem töpuðu í innbyrðis valdabaráttu í ríkinu mikla, ég hélt líka alltaf statt og stöðugt með óvinum Rómaveldis gegn Rómverjum. Enda mála sannast að þeir töpuðu allir, og flestir með miklum bravúr. Norður-Afríkukóngurinn Júgúrtha, þrakverski þrællinn Spartacus, hinn mikli Míþridates Pontuskóngur (sjá Flækjusögu númer eitt!), Gallahöfðinginn Vercingetorix, þeir voru allir mínir menn. Og ég samdi í huganum allskonar leikrit þar sem þeir voru ekki sigraðir, heldur sneru við örlögum sínum og unnu sigur að lokum, svo Rómaveldi var stór-laskað eftir, ekki þótti mér vænna um þennan sýndarveruleika minn en það að ég hreifst óhikað af hverjum þeim andstæðingi sem fór nærri því að fella Rómverja í duftið. Og þá náttúrulega Karþagó! Þar var nú aldeilis pláss fyrir mikla dramatík og sannkölluð ragnarök! Við þekkjum öll söguna af Karþagó, er það ekki? Fönikíumenn frá Líbanon gerðust miklir sæfarar og siglingamenn laust fyrir árið 1000 fyrir Krist, þeir flökkuðu um allt Miðjarðarhafið og svo á endanum eitthvað út á Atlantshaf, versluðu og stofnuðu nýlendur. Þar á meðal stofnuðu þeir Karþagó skammt frá þar sem nú er Túnis-borg, og Karþagó varð höfuðborg í sjálfstæðu ríki sem varð stórveldi við vestanvert Miðjarðarhaf í krafti flota síns, réð löndum á Sikiley, Spáni og víðar og þróaði stórmerkilega menningu, sem því miður er alltof lítið vitað um. En um miðja þriðju öld fyrir Krist voru Rómverjar komnir á lappirnar á Ítalíuskaga og fóru að seilast til landa og áhrifa Karþagómanna og það er til marks um bölvaðan dugnaðinn í Rómverjum alltaf að þótt þeir hefðu aldrei migið í saltan sjó, þá komu þeir sér á örskömmum tíma upp öflugum flota og sigruðu Karþagómenn á þeirra heimavelli, sem var sjórinn.Hannibal til heljar Karþagómenn börðust á hæl og hnakka, það máttu þeir eiga, hinn mikli herforingi Hannibal Barca réðst inn á Ítalíuskaga sjálfan með sína frægu fíla og virtist um stund þess albúinn að hernema sjálfa Rómaborg, en út í það lagði hann þó aldrei, hann tapaði að lokum fyrir hinni æ betur smurðu hernaðarvél Rómverja, og eftir að hafa síðan verið hundeltur um öll Miðjarðarhafslönd svipti hann sig að lokum lífi frekar en falla í hendur hinna miskunnarlausu andstæðinga sinna; úff, öll þessi saga var svo magnþrungin fyrir stráklinginn mig að æ síðan hafa Karþagómenn verið mínir menn, og Hannibal hetjan mesta. En ekki dugði Rómverjum að sjá á eftir Hannibal til heljar. Þótt Karþagó hefði þá verið sigruð tvisvar var dugnaður borgarbúa slíkur og sjálfsbjargarviðleitnin svo rík að fyrr en varði voru þeir enn komnir til töluverðs auðs og áhrifa við Miðjarðarhafið. Það var þá sem hörkutólið Cató fór að krefjast þess í hverri einustu ræðu í öldungaráðinu í Róm að Karþagó yrði lögð í eyði, og að lokum var það gert – Rómverjar settust með ofurefli liðs um borgina, og þótt Karþagómenn verðu sig af gífurlegri hörku hlaut umsátrið að enda með algjörum sigri Rómar. Allir borgarbúar gengu til varna á múrunum, og þegar Rómverjar komust inn fyrir múrana var barist um hvert einasta hús, konur jafnt sem karlar vörðu frelsi sitt þar til yfir lauk, og þegar öllu var lokið hlupu Karþagómenn í eld frekar en falla í hendur Rómverja sem biðu þess að hlekkja hina frjálsbornu sem þræla. Heimildir segja að meiren 400.000 borgarbúar hafi fallið, og 50.000 verið hnepptir í þrældóm eftir lokaorrustuna árið 146 fyrir Krist. Og svo algjör var eyðilegging þessarar miklu borgar að jafnvel Rómverjar sjálfir grétu örlög hennar.Samviskulausir áróðursmenn En þrátt fyrir tár sín voru Rómverjar þó alltaf fyrst og fremst hagsýnir, og þeir rifu leifar borgarinnar í tætlur og stráðu salti í svörðinn svo þar skyldi aldrei spretta stingandi strá, og skáld þeirra og sagnfræðingar og ræðuskörungar gengu í að semja svívirðilegan áróður gegn Karþagómönnum til að réttlæta aðfarirnar. Rómverjar þekktu nefnilega gildi áróðurs og almannatengsla allra manna best í fornöld, og voru ekki vandir að meðulum – þar á meðal beittu þeir óspart því kunna skítabragði að saka andstæðinga sína um grimmilegar barnafórnir, ég gretti mig af heift þegar ég las það tárvotur um augun af sorg yfir hörmulegum örlögum og hinum algera ósigri Karþagómanna, því ég vissi ósköp vel að ásakanir um barnafórnir eru alltaf síðasta úrræði hinna samviskulausustu áróðursmanna, munið bara hvernig Gyðingahatarar lugu því sýknt og heilagt upp á Gyðinga að þeir fórnuðu börnum. Sem betur fer hættu menn alveg að trúa þessum fjára upp á Karþagómenn á endanum, og orðstír þeirra var endurreistur – of seint, auðvitað, menning þeirra alveg niðurbrotin og meira og minna horfin, en samt – þeir töpuðu með sannri reisn, það er ekki hægt að neita því! En viti menn. Í splunkunýju hefti af tímaritinu Antiquity eru birtar niðurstöður viðamikilla rannsókna á sérstökum barnakirkjugörðum sem fundist hafa í rústum Karþagóar. Þessir kirkjugarðar hafa upp á síðkastið verið taldir merki um hve vænt borgarbúum þótti um börnin sín, þvert oní óhróðurinn um fórnirnar, þau voru lögð til hvílu svo fagurlega í sérstökum grafreitum, en semsé, nú er það sem sagt niðurstaða fræðimannanna að víst hafi þessum börnum verið fórnað, flestöll eru hvítvoðungar. Og hvað á maður þá að gera við minningarnar um hina ódeigu Karþagómenn sem heldur vildu deyja en vera sviptir frelsinu? Er hægt að „halda með“ fólki sem fórnar börnum? Flækjusaga Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þegar ég var strákur hafði ég engan áhuga á fótbolta og gat þess vegna ekki fengið á því sviði útrás fyrir inngróna hvöt mannsins til að „halda með“ einhverjum. Þegar ég uppgötvaði tíu eða tólf ára gamall að ætlast var til þess að strákar á mínum aldri héldu með einhverju liði í ensku knattspyrnunni, þá fór ég að vísu í Moggann og valdi mér lið til að halda með – ég skoðaði bara töflu yfir liðin í efstu deildinni og af því ég vissi nákvæmlega ekkert um þessi lið, þá varð ég að láta hljóm nafnsins nægja þegar ég valdi mér uppáhaldslið en þar báru Úlfarnir af og síðan hef ég haldið með Wolverhampton Wanderers. Vegna sinnuleysis um fótbolta í þá daga var aðdáun mín á Wolves hins vegar ástríðulaus með öllu og fullnægði engan veginn fyrrnefndri hvöt, mér var í rauninni nákvæmlega sama hvernig Úlfunum gekk í lífinu. (Það var nú líka eins gott, því nú hófst mikið niðurlægingartímabil í lífi fótboltafélagsins sem endaði þegar verst lét niðrí fjórðu deild.) Og ég hafði því engan og ekkert til að binda mitt hljóða trúss við.Hélt með óvinum Rómaveldis En þá kom mannkynssagan mér til bjargar. Þar var nú aldeilis hægt að halda með einhverjum! Að vísu voru úrslit alltaf þegar kunn í þeim rimmum í mannkynssögu sem ég fór nú að hella mér oní, en það skipti ekki öllu máli, það var samt vel hægt að hægt að fá útrás fyrir hvötina að „halda með“ einhverjum í einhverjum miklum átökum eða stríði. Þannig leit ég á mannkynssöguna sem strákur; mikil átök þar sem ég gat lagt mitt þýðingarlausa lóð á vogarskálarnar með því að halda með öðrum aðilanum. Og saga Rómaveldis reyndist vera alveg kjörin sem eins konar sýndarveruleiki þar sem ég gat hafst við lengi – mikil læti, einfaldar átakalínur, miklir sigrar og ógurlegir ósigrar, svipmiklar persónur, undirferli, samsæri og hetjulund, heimurinn leikur sem á reiðiskjálfi, allt í einum pakka. Löngu seinna áttaði ég mig á því að nærri undantekningarlaust þá hélt ég með þeim persónum Rómverjasögunnar sem töpuðu. Ef menn börðust bara fram í rauðan dauðann af skikkanlegu göfuglyndi (samkvæmt hefðbundnum skilningi) þá dugði að tapa glæsilega til að ég yrði veikur fyrir viðkomandi. Hvaða sögu það segir um sjálfan mig hirði ég ekki að fabúlera um, en altént hélt ég með Gracchusarbræðrum gegn öldungaráðsmönnunum, Catilína gegn Cicero, Sertoríusi gegn Pompeiusi, Antoníusi gegn Ágústusi. Og svo framvegis. Allir „mínir menn“ biðu ósigur. Eiginlega eina markverða undantekningin var fyrra þrístjóraveldið – það var einfaldlega ekki hægt að halda með hinum samansaumaða Crassusi eða spraðibassanum Pompeiusi gegn Júlíusi Caesar og því hélt ég með Caesar þar, auk þess sem hann tapaði náttúrlega að lokum og var í þeim skilningi gjaldgengur í hópi „minna manna“. En ekki nóg með að ég héldi oftast nær með þeim Rómverjum sem töpuðu í innbyrðis valdabaráttu í ríkinu mikla, ég hélt líka alltaf statt og stöðugt með óvinum Rómaveldis gegn Rómverjum. Enda mála sannast að þeir töpuðu allir, og flestir með miklum bravúr. Norður-Afríkukóngurinn Júgúrtha, þrakverski þrællinn Spartacus, hinn mikli Míþridates Pontuskóngur (sjá Flækjusögu númer eitt!), Gallahöfðinginn Vercingetorix, þeir voru allir mínir menn. Og ég samdi í huganum allskonar leikrit þar sem þeir voru ekki sigraðir, heldur sneru við örlögum sínum og unnu sigur að lokum, svo Rómaveldi var stór-laskað eftir, ekki þótti mér vænna um þennan sýndarveruleika minn en það að ég hreifst óhikað af hverjum þeim andstæðingi sem fór nærri því að fella Rómverja í duftið. Og þá náttúrulega Karþagó! Þar var nú aldeilis pláss fyrir mikla dramatík og sannkölluð ragnarök! Við þekkjum öll söguna af Karþagó, er það ekki? Fönikíumenn frá Líbanon gerðust miklir sæfarar og siglingamenn laust fyrir árið 1000 fyrir Krist, þeir flökkuðu um allt Miðjarðarhafið og svo á endanum eitthvað út á Atlantshaf, versluðu og stofnuðu nýlendur. Þar á meðal stofnuðu þeir Karþagó skammt frá þar sem nú er Túnis-borg, og Karþagó varð höfuðborg í sjálfstæðu ríki sem varð stórveldi við vestanvert Miðjarðarhaf í krafti flota síns, réð löndum á Sikiley, Spáni og víðar og þróaði stórmerkilega menningu, sem því miður er alltof lítið vitað um. En um miðja þriðju öld fyrir Krist voru Rómverjar komnir á lappirnar á Ítalíuskaga og fóru að seilast til landa og áhrifa Karþagómanna og það er til marks um bölvaðan dugnaðinn í Rómverjum alltaf að þótt þeir hefðu aldrei migið í saltan sjó, þá komu þeir sér á örskömmum tíma upp öflugum flota og sigruðu Karþagómenn á þeirra heimavelli, sem var sjórinn.Hannibal til heljar Karþagómenn börðust á hæl og hnakka, það máttu þeir eiga, hinn mikli herforingi Hannibal Barca réðst inn á Ítalíuskaga sjálfan með sína frægu fíla og virtist um stund þess albúinn að hernema sjálfa Rómaborg, en út í það lagði hann þó aldrei, hann tapaði að lokum fyrir hinni æ betur smurðu hernaðarvél Rómverja, og eftir að hafa síðan verið hundeltur um öll Miðjarðarhafslönd svipti hann sig að lokum lífi frekar en falla í hendur hinna miskunnarlausu andstæðinga sinna; úff, öll þessi saga var svo magnþrungin fyrir stráklinginn mig að æ síðan hafa Karþagómenn verið mínir menn, og Hannibal hetjan mesta. En ekki dugði Rómverjum að sjá á eftir Hannibal til heljar. Þótt Karþagó hefði þá verið sigruð tvisvar var dugnaður borgarbúa slíkur og sjálfsbjargarviðleitnin svo rík að fyrr en varði voru þeir enn komnir til töluverðs auðs og áhrifa við Miðjarðarhafið. Það var þá sem hörkutólið Cató fór að krefjast þess í hverri einustu ræðu í öldungaráðinu í Róm að Karþagó yrði lögð í eyði, og að lokum var það gert – Rómverjar settust með ofurefli liðs um borgina, og þótt Karþagómenn verðu sig af gífurlegri hörku hlaut umsátrið að enda með algjörum sigri Rómar. Allir borgarbúar gengu til varna á múrunum, og þegar Rómverjar komust inn fyrir múrana var barist um hvert einasta hús, konur jafnt sem karlar vörðu frelsi sitt þar til yfir lauk, og þegar öllu var lokið hlupu Karþagómenn í eld frekar en falla í hendur Rómverja sem biðu þess að hlekkja hina frjálsbornu sem þræla. Heimildir segja að meiren 400.000 borgarbúar hafi fallið, og 50.000 verið hnepptir í þrældóm eftir lokaorrustuna árið 146 fyrir Krist. Og svo algjör var eyðilegging þessarar miklu borgar að jafnvel Rómverjar sjálfir grétu örlög hennar.Samviskulausir áróðursmenn En þrátt fyrir tár sín voru Rómverjar þó alltaf fyrst og fremst hagsýnir, og þeir rifu leifar borgarinnar í tætlur og stráðu salti í svörðinn svo þar skyldi aldrei spretta stingandi strá, og skáld þeirra og sagnfræðingar og ræðuskörungar gengu í að semja svívirðilegan áróður gegn Karþagómönnum til að réttlæta aðfarirnar. Rómverjar þekktu nefnilega gildi áróðurs og almannatengsla allra manna best í fornöld, og voru ekki vandir að meðulum – þar á meðal beittu þeir óspart því kunna skítabragði að saka andstæðinga sína um grimmilegar barnafórnir, ég gretti mig af heift þegar ég las það tárvotur um augun af sorg yfir hörmulegum örlögum og hinum algera ósigri Karþagómanna, því ég vissi ósköp vel að ásakanir um barnafórnir eru alltaf síðasta úrræði hinna samviskulausustu áróðursmanna, munið bara hvernig Gyðingahatarar lugu því sýknt og heilagt upp á Gyðinga að þeir fórnuðu börnum. Sem betur fer hættu menn alveg að trúa þessum fjára upp á Karþagómenn á endanum, og orðstír þeirra var endurreistur – of seint, auðvitað, menning þeirra alveg niðurbrotin og meira og minna horfin, en samt – þeir töpuðu með sannri reisn, það er ekki hægt að neita því! En viti menn. Í splunkunýju hefti af tímaritinu Antiquity eru birtar niðurstöður viðamikilla rannsókna á sérstökum barnakirkjugörðum sem fundist hafa í rústum Karþagóar. Þessir kirkjugarðar hafa upp á síðkastið verið taldir merki um hve vænt borgarbúum þótti um börnin sín, þvert oní óhróðurinn um fórnirnar, þau voru lögð til hvílu svo fagurlega í sérstökum grafreitum, en semsé, nú er það sem sagt niðurstaða fræðimannanna að víst hafi þessum börnum verið fórnað, flestöll eru hvítvoðungar. Og hvað á maður þá að gera við minningarnar um hina ódeigu Karþagómenn sem heldur vildu deyja en vera sviptir frelsinu? Er hægt að „halda með“ fólki sem fórnar börnum?
Flækjusaga Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira