Pabbinn mætir sonum sínum 28. febrúar 2014 07:00 Bjarki með tveimur eldri sonum sínum, Erni Inga og Kristni, sem spila báðir með Aftureldingu. Bjarki mætir þeim í bikarnum sem þjálfari ÍR í dag. fréttablaðið/stefán Margir bíða spenntir eftir undanúrslitaleikjunum tveimur í Coca-Cola bikar karla sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Klukkan 17.15 mætast ÍR og Afturelding en að leik loknum hefst stórslagur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH. Sá leikur byrjar klukkan 20.00. Rimmur Hauka og FH hafa vakið mikla athygli síðustu ár og eiga orðið fastan sess í handboltalífi landsins. En í kvöld verður einnig forvitnilegt að fylgjast með slag feðganna í viðureign ÍR og Aftureldingar. Bjarki Sigurðsson er sem kunnugt er þjálfari ÍR en synir hans, Örn Ingi og Kristinn, eru báðir í lykilhlutverkum hjá Aftureldingu. „Það er mikil spenna í hópnum,“ sagði Örn Ingi þegar Fréttablaðið hitti þá feðga að máli í gær. Afturelding er eina liðið í undanúrslitum bikarsins sem leikur ekki í efstu deild. Mosfellingar eru hins vegar efstir og ósigraðir í 1. deildinni og slógu út tvö úrvalsdeildarfélög, ÍBV og Fram, á leið sinni í undanúrslitin. „Við höfum sýnt að við höfum roð við hvaða liði sem er á Íslandi,“ bætir Örn Ingi við.Fékk heilahimnubólgu Kristinn er fimm árum yngri en Örn Ingi, sem sneri aftur í Mosfellsbæinn árið 2012 eftir fjögurra ára dvöl í FH. Örn Ingi hefur glímt við erfið hnémeiðsli á ferlinum en fór í aðgerð fyrir rúmu ári sem virðist hafa borið góðan árangur. „Það veit vonandi á gott fyrir framhaldið og að hann fái ef til vill tækifæri í atvinnumennsku,“ segir Bjarki um elsta son sinn. Kristinn verður átján ára á þessu ári en hann hefur einnig þurft að glíma við mikið mótlæti síðustu ár. „Árið 2010, þegar hann var fimmtán ára, fékk Kristinn heilahimnubólgu og missti við það hluta af heyrninni. Hann hefur í raun átt við veikindi að stríða frá þeim degi,“ segir Bjarki. „En hann hefur unnið mjög vel í þeim málum og náð að spila reglulega vel í vetur. Hann ætlar sér líka langt og hefur metnað til þess. Hann getur verið fljótur að brjóta sig niður en það sést á frammistöðu hans í vetur hvað hann ætlar sér mikið.“Mosfellingar til alls líklegir Bjarki minnir þó á að leikurinn snúist um fleira en bara þá þrjá. „Leikurinn sjálfur má ekki falla í skuggann,“ segir hann í léttum dúr. „Þetta snýst fyrst og fremst um handbolta – að koma liðinu sínu í úrslit og það ætla ég mér að gera. Ég þoli ekki að tapa og veit alveg hvað gerist þá – strákarnir verða á bakinu á mér það sem eftir lifir vetrarins,“ segir hann og brosir út í annað. Hann veit vel hvað Mosfellingar geta og ætlar ekki að vanmeta þá. „Afturelding var óheppin með meiðsli lykilmanna í fyrra og líklega hefði liðið ekki fallið nema vegna þess. Nánast allir leikmenn í liðinu eru uppaldir þar og ég þekki sjálfur nokkra þeirra eftir að hafa þjálfað þá fyrir nokkrum árum. Það er mikil samheldni í liðinu og þeir hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir.“ÍR með frábært sóknarlið ÍR-ingar hafa komið vel undan vetrarfríinu og unnið alla fjóra leiki sína í febrúar til þessa. Bræðurnir vita hvað þeir eiga að varast í kvöld. „ÍR er með frábært sóknarlið og góða hraðaupphlaupsmenn. Við þurfum að skipuleggja sóknarleik okkar vel og sýna skynsemi. Ef okkur tekst að takmarka möguleika þeirra í hraðaupphlaupum þá er heilmikið unnið,“ segir Örn Ingi. Kristinn bætir við að það þurfi einnig að standa vaktina í vörninni. „Við þurfum að passa Bjögga [Björgvin Hólmgeirsson] sérstaklega og vera duglegir að ganga út í hann. Hann er frábær skytta en einnig góður í gegnumbrotunum. Það fer mikið í gegnum hann,“ segir Kristinn. Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Margir bíða spenntir eftir undanúrslitaleikjunum tveimur í Coca-Cola bikar karla sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Klukkan 17.15 mætast ÍR og Afturelding en að leik loknum hefst stórslagur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH. Sá leikur byrjar klukkan 20.00. Rimmur Hauka og FH hafa vakið mikla athygli síðustu ár og eiga orðið fastan sess í handboltalífi landsins. En í kvöld verður einnig forvitnilegt að fylgjast með slag feðganna í viðureign ÍR og Aftureldingar. Bjarki Sigurðsson er sem kunnugt er þjálfari ÍR en synir hans, Örn Ingi og Kristinn, eru báðir í lykilhlutverkum hjá Aftureldingu. „Það er mikil spenna í hópnum,“ sagði Örn Ingi þegar Fréttablaðið hitti þá feðga að máli í gær. Afturelding er eina liðið í undanúrslitum bikarsins sem leikur ekki í efstu deild. Mosfellingar eru hins vegar efstir og ósigraðir í 1. deildinni og slógu út tvö úrvalsdeildarfélög, ÍBV og Fram, á leið sinni í undanúrslitin. „Við höfum sýnt að við höfum roð við hvaða liði sem er á Íslandi,“ bætir Örn Ingi við.Fékk heilahimnubólgu Kristinn er fimm árum yngri en Örn Ingi, sem sneri aftur í Mosfellsbæinn árið 2012 eftir fjögurra ára dvöl í FH. Örn Ingi hefur glímt við erfið hnémeiðsli á ferlinum en fór í aðgerð fyrir rúmu ári sem virðist hafa borið góðan árangur. „Það veit vonandi á gott fyrir framhaldið og að hann fái ef til vill tækifæri í atvinnumennsku,“ segir Bjarki um elsta son sinn. Kristinn verður átján ára á þessu ári en hann hefur einnig þurft að glíma við mikið mótlæti síðustu ár. „Árið 2010, þegar hann var fimmtán ára, fékk Kristinn heilahimnubólgu og missti við það hluta af heyrninni. Hann hefur í raun átt við veikindi að stríða frá þeim degi,“ segir Bjarki. „En hann hefur unnið mjög vel í þeim málum og náð að spila reglulega vel í vetur. Hann ætlar sér líka langt og hefur metnað til þess. Hann getur verið fljótur að brjóta sig niður en það sést á frammistöðu hans í vetur hvað hann ætlar sér mikið.“Mosfellingar til alls líklegir Bjarki minnir þó á að leikurinn snúist um fleira en bara þá þrjá. „Leikurinn sjálfur má ekki falla í skuggann,“ segir hann í léttum dúr. „Þetta snýst fyrst og fremst um handbolta – að koma liðinu sínu í úrslit og það ætla ég mér að gera. Ég þoli ekki að tapa og veit alveg hvað gerist þá – strákarnir verða á bakinu á mér það sem eftir lifir vetrarins,“ segir hann og brosir út í annað. Hann veit vel hvað Mosfellingar geta og ætlar ekki að vanmeta þá. „Afturelding var óheppin með meiðsli lykilmanna í fyrra og líklega hefði liðið ekki fallið nema vegna þess. Nánast allir leikmenn í liðinu eru uppaldir þar og ég þekki sjálfur nokkra þeirra eftir að hafa þjálfað þá fyrir nokkrum árum. Það er mikil samheldni í liðinu og þeir hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir.“ÍR með frábært sóknarlið ÍR-ingar hafa komið vel undan vetrarfríinu og unnið alla fjóra leiki sína í febrúar til þessa. Bræðurnir vita hvað þeir eiga að varast í kvöld. „ÍR er með frábært sóknarlið og góða hraðaupphlaupsmenn. Við þurfum að skipuleggja sóknarleik okkar vel og sýna skynsemi. Ef okkur tekst að takmarka möguleika þeirra í hraðaupphlaupum þá er heilmikið unnið,“ segir Örn Ingi. Kristinn bætir við að það þurfi einnig að standa vaktina í vörninni. „Við þurfum að passa Bjögga [Björgvin Hólmgeirsson] sérstaklega og vera duglegir að ganga út í hann. Hann er frábær skytta en einnig góður í gegnumbrotunum. Það fer mikið í gegnum hann,“ segir Kristinn.
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira