Nú er komið nóg! Ungt fólk skrifar 1. mars 2014 06:00 Við erum kynslóðin sem ólst upp í hinu svokallaða góðæri. Kynslóðin sem þekkti ekki annað en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, meirihlutaræði og staðnað valdakerfi Davíðs Oddssonar, kvótakerfi og bankakerfi einkavætt fyrir einkavini, Kárahnjúkavirkjun, þjóðrembu útrásarinnar, spaðagosa á sviði með 50 Cent og trúna á Ísland – Best í heimi/Stórasta landið í heimi! Samfélagið sem flaug stjórnlaust áfram og þoldi ekki gagnrýni. Samfélagið sem hrundi yfir okkur í framhaldsskóla. Þá urðu sko allir brjálaðir; búsáhaldabyltu Austurvelli dögum og vikum saman, tugþúsundir Íslendinga. Við vildum stjórnarslit og kosningar; nýjan og faglegan Seðlabanka, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla og háskóla. Alþingi. Nýja stjórnarskrá og betri stjórnsýslu, sjálfbæra stjórnarhætti í sátt við umhverfið. Upplýstari og faglegri umræðu með lýðræðislegri og málefnalegri vinnubrögðum. Samráð, virðingu og auðmýkt. Svo gerðist eitthvað Icesave og verðtrygging og skjaldborg og allir gleymdu. Framsókn lofaði fólki lægri skuldum, Sjálfstæðisflokkurinn lægri sköttum og flokkarnir sem leiddu þjóðfélag æsku okkar til hruns komust aftur til valda eins og hendi væri veifað. Endurreisn eftirhrunsáranna var hratt og örugglega leyst upp svo að gamla Ísland stæði bert eftir. Nýrri stjórnarskrá, með lýðræðisumbótum, gegnsæi og ábyrgð, var hent í ruslið. Þjórsá varð dollaramerki. 120 milljarðar í íslenskan ríkisáburð.Hvergi auðmýkt og virðing Útgerð, auðmenn og ferðaþjónusta fengu grið vegna þess að þau áttu svo bágt, á meðan háskólarnir, ríkisútvarpið, heilbrigðiskerfið og fátækt fólk í fátækum löndum fékk að finna fyrir niðurskurðarhnífnum. Áhættufjárfestir varð formaður FME á meðan fyrrverandi formaður, sem rannsóknarskýrslan taldi verulega ábyrgan að vanrækslu í því starfi, varð formaður flokkspólitískrar stjórnar LÍN – sem drullaði yfir námsmenn í kjölfarið. Stjórn RÚV varð líka flokkspólitísk, 60 starfsmönnum var sagt upp og útvarpsstjórinn hrökklaðist úr starfi eftir að ríkisfjölmiðillinn leyfði sér gagnrýna umfjöllun. Gagnrýnin umfjöllun í fræðasamfélaginu, sem svo sárlega vantaði á uppeldisárum okkar, hlaut hótanir um brottrekstur og opinber uppnefni ráðamanna að launum. Sjálfstæður seðlankastjóri var með „undarlega forgangsröðun“ þegar hann lagði mat á stefnu stjórnarinnar, svo nauðsynlegt þurfti að auglýsa stöðu hans lausa og skapa „svigrúm“ til að breyta þeirri nýtilkomnu meginreglu að skipa seðlabankastjóra faglega. Auðmýkt og virðingu er hvergi að finna.Aldrei aftur Formaður fjárlaganefndar ögrar og hótar gagnrýnendum sínum, tvíeflist þegar hún finnur að hún gerir eitthvað sem öðrum misbýður og heldur ótrauð áfram að „rúst'essu“. Forsætisráðherra rústar þessu líka. Drullar yfir alla sem voga sér gagnrýni, ræðst að persónum, svarar spurningum með útúrsnúningi og skætingi, hæðist að fjölmiðlamönnum og fræðimönnum, gerir lítið úr rökfærni viðmælenda sinna á sama tíma og hann gerist sjálfur sekur um hroka, yfirgang og rökleysur sem eiga sér vart hliðstæðu, nema ef vera skyldi í kónginum gamla – sem nú ritstýrir einum stærsta fjölmiðli landsins, með reglubundnum árásum á endurreisnina. Útlendingar eru aftur orðnir skammstafanir sem þarfnast endurmenntunar og Ísland bezt í heimi. Og nú ætla báðir stjórnarflokkarnir að svíkja skýr kosningaloforð blákalt með því að slíta viðræðum við ESB. Með því að koma í veg fyrir að umræða um eitt stærsta deilumál þjóðarinnar geti orðið upplýst, í veg fyrir að þjóðin fái sitt að segja um eigin framtíð. Með því að gefa skít í þá lýðræðishugsun sem glitti í upp úr hruni. Með því ætla þeir að reka síðasta naglann í líkkistu umbóta eftir hrun. Sturta nýja Íslandi niður klósettið. Endurvekja samfélag góðærisins, svo næstu kynslóðir verði undir hruni hins nýja loftkastala gömlu valdaklíkunnar. Það er á okkar allra ábyrgð að koma í veg fyrir það. Mætum á Austurvöll í dag með búsáhöld og von í brjósti. Og aftur og aftur, þangað til þeir fara. Svo samfélag æsku okkar snúi aldrei aftur.Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingurStefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmannaInga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmannaGísli Garðarsson, talsmaður Ungra vinstri grænna í utanríkismálumUna Hildardóttir, alþjóðaritari Ungra vinstri grænnaArnaldur Sigurðarson, formaður Ungra pírataÁsta Helgadóttir, varaþingmaður PírataUnnsteinn Jóhannsson, fulltrúi Bjartrar framtíðarFreyja Steingrímsdóttir, alþjóðafulltrúi Ungra EvrópusinnaSema Erla Serdar, fyrrv. formaður Ungra EvrópusinnaÓlafur Heiðar Helgason hagfræðinemiOddur Ævar Gunnarsson stjórnmálafræðinemiGarðar Þór Þorkelsson kvikmyndafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Við erum kynslóðin sem ólst upp í hinu svokallaða góðæri. Kynslóðin sem þekkti ekki annað en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, meirihlutaræði og staðnað valdakerfi Davíðs Oddssonar, kvótakerfi og bankakerfi einkavætt fyrir einkavini, Kárahnjúkavirkjun, þjóðrembu útrásarinnar, spaðagosa á sviði með 50 Cent og trúna á Ísland – Best í heimi/Stórasta landið í heimi! Samfélagið sem flaug stjórnlaust áfram og þoldi ekki gagnrýni. Samfélagið sem hrundi yfir okkur í framhaldsskóla. Þá urðu sko allir brjálaðir; búsáhaldabyltu Austurvelli dögum og vikum saman, tugþúsundir Íslendinga. Við vildum stjórnarslit og kosningar; nýjan og faglegan Seðlabanka, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla og háskóla. Alþingi. Nýja stjórnarskrá og betri stjórnsýslu, sjálfbæra stjórnarhætti í sátt við umhverfið. Upplýstari og faglegri umræðu með lýðræðislegri og málefnalegri vinnubrögðum. Samráð, virðingu og auðmýkt. Svo gerðist eitthvað Icesave og verðtrygging og skjaldborg og allir gleymdu. Framsókn lofaði fólki lægri skuldum, Sjálfstæðisflokkurinn lægri sköttum og flokkarnir sem leiddu þjóðfélag æsku okkar til hruns komust aftur til valda eins og hendi væri veifað. Endurreisn eftirhrunsáranna var hratt og örugglega leyst upp svo að gamla Ísland stæði bert eftir. Nýrri stjórnarskrá, með lýðræðisumbótum, gegnsæi og ábyrgð, var hent í ruslið. Þjórsá varð dollaramerki. 120 milljarðar í íslenskan ríkisáburð.Hvergi auðmýkt og virðing Útgerð, auðmenn og ferðaþjónusta fengu grið vegna þess að þau áttu svo bágt, á meðan háskólarnir, ríkisútvarpið, heilbrigðiskerfið og fátækt fólk í fátækum löndum fékk að finna fyrir niðurskurðarhnífnum. Áhættufjárfestir varð formaður FME á meðan fyrrverandi formaður, sem rannsóknarskýrslan taldi verulega ábyrgan að vanrækslu í því starfi, varð formaður flokkspólitískrar stjórnar LÍN – sem drullaði yfir námsmenn í kjölfarið. Stjórn RÚV varð líka flokkspólitísk, 60 starfsmönnum var sagt upp og útvarpsstjórinn hrökklaðist úr starfi eftir að ríkisfjölmiðillinn leyfði sér gagnrýna umfjöllun. Gagnrýnin umfjöllun í fræðasamfélaginu, sem svo sárlega vantaði á uppeldisárum okkar, hlaut hótanir um brottrekstur og opinber uppnefni ráðamanna að launum. Sjálfstæður seðlankastjóri var með „undarlega forgangsröðun“ þegar hann lagði mat á stefnu stjórnarinnar, svo nauðsynlegt þurfti að auglýsa stöðu hans lausa og skapa „svigrúm“ til að breyta þeirri nýtilkomnu meginreglu að skipa seðlabankastjóra faglega. Auðmýkt og virðingu er hvergi að finna.Aldrei aftur Formaður fjárlaganefndar ögrar og hótar gagnrýnendum sínum, tvíeflist þegar hún finnur að hún gerir eitthvað sem öðrum misbýður og heldur ótrauð áfram að „rúst'essu“. Forsætisráðherra rústar þessu líka. Drullar yfir alla sem voga sér gagnrýni, ræðst að persónum, svarar spurningum með útúrsnúningi og skætingi, hæðist að fjölmiðlamönnum og fræðimönnum, gerir lítið úr rökfærni viðmælenda sinna á sama tíma og hann gerist sjálfur sekur um hroka, yfirgang og rökleysur sem eiga sér vart hliðstæðu, nema ef vera skyldi í kónginum gamla – sem nú ritstýrir einum stærsta fjölmiðli landsins, með reglubundnum árásum á endurreisnina. Útlendingar eru aftur orðnir skammstafanir sem þarfnast endurmenntunar og Ísland bezt í heimi. Og nú ætla báðir stjórnarflokkarnir að svíkja skýr kosningaloforð blákalt með því að slíta viðræðum við ESB. Með því að koma í veg fyrir að umræða um eitt stærsta deilumál þjóðarinnar geti orðið upplýst, í veg fyrir að þjóðin fái sitt að segja um eigin framtíð. Með því að gefa skít í þá lýðræðishugsun sem glitti í upp úr hruni. Með því ætla þeir að reka síðasta naglann í líkkistu umbóta eftir hrun. Sturta nýja Íslandi niður klósettið. Endurvekja samfélag góðærisins, svo næstu kynslóðir verði undir hruni hins nýja loftkastala gömlu valdaklíkunnar. Það er á okkar allra ábyrgð að koma í veg fyrir það. Mætum á Austurvöll í dag með búsáhöld og von í brjósti. Og aftur og aftur, þangað til þeir fara. Svo samfélag æsku okkar snúi aldrei aftur.Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingurStefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmannaInga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmannaGísli Garðarsson, talsmaður Ungra vinstri grænna í utanríkismálumUna Hildardóttir, alþjóðaritari Ungra vinstri grænnaArnaldur Sigurðarson, formaður Ungra pírataÁsta Helgadóttir, varaþingmaður PírataUnnsteinn Jóhannsson, fulltrúi Bjartrar framtíðarFreyja Steingrímsdóttir, alþjóðafulltrúi Ungra EvrópusinnaSema Erla Serdar, fyrrv. formaður Ungra EvrópusinnaÓlafur Heiðar Helgason hagfræðinemiOddur Ævar Gunnarsson stjórnmálafræðinemiGarðar Þór Þorkelsson kvikmyndafræðingur
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar