ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Óli Kristján Ármannsson og Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. mars 2014 07:00 Í Kænugarði þar sem mótmælin beinast að þessu sinni gegn Rússum. Nordicphotos/AFP Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Georg Streiter, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi, upplýsti að tillagan hefði verið lögð fram í símtali Merkel og Pútíns í gær. Í því sakaði Merkel Pútín um að brjóta alþjóðalög með „óásættanlegu inngripi Rússa á Krímskaga“. Angela MerkelEitt helsta verkefni vinnuhópsins, sem Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær og í eiga að sitja fulltrúar átta helstu iðnríkjanna (G8), er að koma af stað viðræðum milli Rússlands og Úkraínu. „Þegar allt kemur til alls, þarf niðurstaðan að verða sú að rússneskir hermenn snúi aftur í skála sína,“ sagði Steinmeier. Hann nefndi ekki mögulegar refsiaðgerðir en áréttaði að deildar meiningar væru um framtíð Rússlands innan G8. Staðan í samskiptum ríkjanna er mjög eldfim. Þannig lýsti í gær nýskipaður aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, Denis Beresovskí, yfir stuðningi við Krímskaga og Sergeí Akíjonov, leiðtoga svæðisins, sem hliðhollur er Rússum. Beresovskí gaf út tilkynningu um að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Hann hefur í kjölfarið verið kærður fyrir landráð. Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu til að bregðast við aðgerðum Rússa á Krímskaga.Vladímír PútínRússneskt herlið hóf um helgina að hreiðra um sig á Krímskaga, en Úkraínustjórn svarar með því að kalla út allt varalið úkraínska hersins og búa sig undir stríð við Rússa. „Þetta er ekki hótun, þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landinu mínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Úkraínu, um aðgerðir Rússa. „Það var engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Úkraínu.“ Hann sagðist treysta því að Vesturlönd og alþjóðasamfélagið allt muni nú standa vörð um Úkraínu. Olexander Túrtsjínov, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, sagði Rússa hins vegar fyrst og fremst vera að reyna að vekja ótta og óðagot: „Markmiðið er að stöðva efnahag Úkraínu og koma á öngþveiti,“ sagði Túrtsjínov. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið heimild frá rússneska þinginu til að senda herlið til Úkraínu. Bækistöðvar rússneska Svartahafsflotans eru á Krímskaga. Meirihluti íbúa Krímskaga er auk þess rússneskumælandi. Pútín heldur því fram að Rússar hafi því fullan rétt til að verja hagsmuni sína á Krímskaga. Þeir hafa þegar náð tveimur flugvöllum á Krímskaga á sitt vald, ásamt þinghúsinu í Simferopol, sem er höfuðborg Krímhéraðs. Vesturlönd hafa brugðist ókvæða við þessum aðgerðum Rússa. „Það sem Rússar eru að gera núna í Úkraínu ógnar bæði friði og öryggi í Evrópu,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, hinn danski framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Efnt var til neyðarfundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um helgina þar sem rætt var um ástandið í Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, varaði Rússa í gær við því að þeir eigi á hættu að verða vísað úr G8-klúbbnum, samráðsvettvangi átta helstu efnahagsstórvelda heims. G8-ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. „Þetta snýst ekki um austur-vestur, Bandaríkin og Evrópu á móti Rússlandi. Þetta snýst um baráttu úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn,“ skrifaði Kerry á Twitter-síðu sína. Kerry segir jafnframt að vel komi til greina að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu. Bráðabirgðastjórnin í Úkraínu tók við völdum í síðustu viku eftir að Viktor Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Hann er nú í útlegð í Rússlandi. Úkraína Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Georg Streiter, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi, upplýsti að tillagan hefði verið lögð fram í símtali Merkel og Pútíns í gær. Í því sakaði Merkel Pútín um að brjóta alþjóðalög með „óásættanlegu inngripi Rússa á Krímskaga“. Angela MerkelEitt helsta verkefni vinnuhópsins, sem Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær og í eiga að sitja fulltrúar átta helstu iðnríkjanna (G8), er að koma af stað viðræðum milli Rússlands og Úkraínu. „Þegar allt kemur til alls, þarf niðurstaðan að verða sú að rússneskir hermenn snúi aftur í skála sína,“ sagði Steinmeier. Hann nefndi ekki mögulegar refsiaðgerðir en áréttaði að deildar meiningar væru um framtíð Rússlands innan G8. Staðan í samskiptum ríkjanna er mjög eldfim. Þannig lýsti í gær nýskipaður aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, Denis Beresovskí, yfir stuðningi við Krímskaga og Sergeí Akíjonov, leiðtoga svæðisins, sem hliðhollur er Rússum. Beresovskí gaf út tilkynningu um að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Hann hefur í kjölfarið verið kærður fyrir landráð. Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu til að bregðast við aðgerðum Rússa á Krímskaga.Vladímír PútínRússneskt herlið hóf um helgina að hreiðra um sig á Krímskaga, en Úkraínustjórn svarar með því að kalla út allt varalið úkraínska hersins og búa sig undir stríð við Rússa. „Þetta er ekki hótun, þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landinu mínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Úkraínu, um aðgerðir Rússa. „Það var engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Úkraínu.“ Hann sagðist treysta því að Vesturlönd og alþjóðasamfélagið allt muni nú standa vörð um Úkraínu. Olexander Túrtsjínov, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, sagði Rússa hins vegar fyrst og fremst vera að reyna að vekja ótta og óðagot: „Markmiðið er að stöðva efnahag Úkraínu og koma á öngþveiti,“ sagði Túrtsjínov. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið heimild frá rússneska þinginu til að senda herlið til Úkraínu. Bækistöðvar rússneska Svartahafsflotans eru á Krímskaga. Meirihluti íbúa Krímskaga er auk þess rússneskumælandi. Pútín heldur því fram að Rússar hafi því fullan rétt til að verja hagsmuni sína á Krímskaga. Þeir hafa þegar náð tveimur flugvöllum á Krímskaga á sitt vald, ásamt þinghúsinu í Simferopol, sem er höfuðborg Krímhéraðs. Vesturlönd hafa brugðist ókvæða við þessum aðgerðum Rússa. „Það sem Rússar eru að gera núna í Úkraínu ógnar bæði friði og öryggi í Evrópu,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, hinn danski framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Efnt var til neyðarfundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um helgina þar sem rætt var um ástandið í Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, varaði Rússa í gær við því að þeir eigi á hættu að verða vísað úr G8-klúbbnum, samráðsvettvangi átta helstu efnahagsstórvelda heims. G8-ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. „Þetta snýst ekki um austur-vestur, Bandaríkin og Evrópu á móti Rússlandi. Þetta snýst um baráttu úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn,“ skrifaði Kerry á Twitter-síðu sína. Kerry segir jafnframt að vel komi til greina að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu. Bráðabirgðastjórnin í Úkraínu tók við völdum í síðustu viku eftir að Viktor Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Hann er nú í útlegð í Rússlandi.
Úkraína Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira