Formaður KKÍ: Þetta er ekki eðlileg staða Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2014 07:00 Hannes S. Jónsson sinnir tveimur aðalstörfunum hjá KKÍ. Vísir/Stefán „Í rauninni er þetta ekki eðlileg staða. Auðvitað er stjórnin samt alltaf yfirmaðurinn. Það var samt ákveðið að þetta yrði svona fram á haustið,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og nú framkvæmdastjóri KKÍ, aðspurður hvort það sé eðlilegt að hann sé bæði formaður og framkvæmdastjóri körfuknattleikssambandsins. Hann sé því í raun yfirmaður sjálfs sín. KKÍ þurfti að segja Friðriki Inga Rúnarssyni upp sem framkvæmdastjóra á dögunum í hagræðingarskyni. Hannes hefur nú tekið við skyldum Friðriks en þrír menn eru í fullu starfi hjá sambandinu. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ Formaður KKÍ er kosinn til tveggja ára og næst verður kosið um formann á næsta ári. Hannes hefur verið á fullum launum hjá sambandinu í þrjú ár. Þegar hann bauð sig fram til áframhaldandi setu í fyrra var ekki tekið sérstaklega fram að um launað starf væri að ræða. Hannes segir þó að flestum hefði átt að vera kunnugt um að svo væri. „Þetta var rætt á fjárhagsnefndarfundi á þinginu sjálfu þar sem voru margir þingfulltrúar. Það var enginn feluleikur í kringum það þá og hefur aldrei verið,“ segir Hannes en hann segir það heldur ekki vera neitt leyndarmál innan hreyfingarinnar hvað hann sé með í laun. Hann fær 405 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. „Menn verða aldrei ríkir af körfubolta. Ég er ekki í þessu starfi út af laununum. Mér hefur boðist vinna þar sem mér hafa verið boðin umtalsvert hærri laun. Ég hef hafnað þeim tilboðum því mér finnst ég vera að gera hreyfingunni gagn og hef enn talsvert fram að færa fyrir íþróttina,“ segir formaðurinn. „Ég er ekki í þessu fyrir peningana. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og ég er líka í þessu af hugsjón.“ Eins og áður segir verður staðan hjá sambandinu aftur skoðuð í haust og þá líklega í október. „Þá kemur í ljós hvort við getum aftur ráðið framkvæmdastjóra eða gert eitthvað annað. Árið lítur vel út og við munum á næstunni kynna nýja styrktaraðila. Sambandið skilaði tveggja milljóna króna hagnaði í fyrra en við skuldum enn 20 milljónir. Það er alvarlegi hlutinn og ástæðan fyrir því að við neyddumst til þess að fara í aðgerðir á dögunum.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
„Í rauninni er þetta ekki eðlileg staða. Auðvitað er stjórnin samt alltaf yfirmaðurinn. Það var samt ákveðið að þetta yrði svona fram á haustið,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og nú framkvæmdastjóri KKÍ, aðspurður hvort það sé eðlilegt að hann sé bæði formaður og framkvæmdastjóri körfuknattleikssambandsins. Hann sé því í raun yfirmaður sjálfs sín. KKÍ þurfti að segja Friðriki Inga Rúnarssyni upp sem framkvæmdastjóra á dögunum í hagræðingarskyni. Hannes hefur nú tekið við skyldum Friðriks en þrír menn eru í fullu starfi hjá sambandinu. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ Formaður KKÍ er kosinn til tveggja ára og næst verður kosið um formann á næsta ári. Hannes hefur verið á fullum launum hjá sambandinu í þrjú ár. Þegar hann bauð sig fram til áframhaldandi setu í fyrra var ekki tekið sérstaklega fram að um launað starf væri að ræða. Hannes segir þó að flestum hefði átt að vera kunnugt um að svo væri. „Þetta var rætt á fjárhagsnefndarfundi á þinginu sjálfu þar sem voru margir þingfulltrúar. Það var enginn feluleikur í kringum það þá og hefur aldrei verið,“ segir Hannes en hann segir það heldur ekki vera neitt leyndarmál innan hreyfingarinnar hvað hann sé með í laun. Hann fær 405 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. „Menn verða aldrei ríkir af körfubolta. Ég er ekki í þessu starfi út af laununum. Mér hefur boðist vinna þar sem mér hafa verið boðin umtalsvert hærri laun. Ég hef hafnað þeim tilboðum því mér finnst ég vera að gera hreyfingunni gagn og hef enn talsvert fram að færa fyrir íþróttina,“ segir formaðurinn. „Ég er ekki í þessu fyrir peningana. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og ég er líka í þessu af hugsjón.“ Eins og áður segir verður staðan hjá sambandinu aftur skoðuð í haust og þá líklega í október. „Þá kemur í ljós hvort við getum aftur ráðið framkvæmdastjóra eða gert eitthvað annað. Árið lítur vel út og við munum á næstunni kynna nýja styrktaraðila. Sambandið skilaði tveggja milljóna króna hagnaði í fyrra en við skuldum enn 20 milljónir. Það er alvarlegi hlutinn og ástæðan fyrir því að við neyddumst til þess að fara í aðgerðir á dögunum.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira