Lavrov hunsaði kollega frá Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 6. mars 2014 07:00 Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tekur í höndina á François Hollande, forseta Frakklands, í gær. Nordicphotos/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínumenn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samningamanni vildi Lavrov ekki hitta úkraínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samningaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viðurkenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn staðsett á Krímskaga. Rússar telja Úkraínu vera mikilvægan hluta af sínu pólitíska landslagi. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar líti á sem valdarán. Um leið hafi þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir bandamanna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru sameiginlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallin í gær. Þeir ræddu framvindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæmingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krímskaga brot á alþjóðalögum og undirstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti. Úkraína Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínumenn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samningamanni vildi Lavrov ekki hitta úkraínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samningaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viðurkenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn staðsett á Krímskaga. Rússar telja Úkraínu vera mikilvægan hluta af sínu pólitíska landslagi. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar líti á sem valdarán. Um leið hafi þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir bandamanna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru sameiginlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallin í gær. Þeir ræddu framvindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæmingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krímskaga brot á alþjóðalögum og undirstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti.
Úkraína Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira