Alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 08:45 Craig Pedersen þjálfar Svendborg Rabbits í Danmörku. Mynd/Linda Sörensen „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Craig Pedersen, nýráðinn landsliðsþjálfari í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið en tilkynnt var um ráðningu hans á miðvikudaginn. Pedersen er 49 ára gamall Kanadamaður, upprunalega frá Vancouver, sem búið hefur í Danmörku undanfarin 25 ár. Þar lék hann sem atvinnumaður til ársins 2003 og hóf að þjálfa um leið og leikmannsferlinum var lokið. Hann tók við Svendborg Rabbits og hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Undir hans stjórn hefur liðið farið sjö sinnum í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar og unnið einu sinni.Fylgst vel með Íslandi Pedersen, sem þrisvar sinnum hefur verið kjörinn þjálfari ársins í Danmörku, hefur ágæta tengingu við Ísland því aðstoðarþjálfari hans hjá Svendborg, Arnar Guðjónsson, var aðstoðarmaður Peters Öqvist með landsliðið. Arnar verður einnig við hlið Pedersens með íslenska liðið. „Við fylgjumst vel með íslenska körfuboltanum hér í Danmörku rétt eins og ég held að Íslendingar fylgist með þeim danska því hingað kemur mikið af námsmönnum,“ segir Pedersen, sem hefur langað til að þjálfa landslið í nokkurn tíma og sótti m.a. um danska starfið í fyrra. „Ég held það hafi verið fyrir svona fimm vikum að ég var spurður hvort ég hefði áhuga, sem ég hafði svo sannarlega. Ég var einn af þeim sem sóttu um hjá danska landsliðinu þegar sú staða losnaði í fyrra en ástæðan fyrir því að ég fékk ekki starfið er sú að danska sambandið vill ekki að þjálfari úr deildinni stýri landsliðinu.“Byggjum ekki frá grunni Pedersen leynir ekki spenningi sínum fyrir að þjálfa íslenska liðið enda hefur það tekið stórstígum framförum undir stjórn Svíans Peters Öqvist. „Ég hef alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir í sókninni og miklir íþróttamenn,“ segir Pedersen sem hefur fylgst með hröðum uppgangi landsliðsins undanfarin misseri. „Við munum halda áfram að byggja á sömu hlutum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti þrjá leiki frá síðasta sumri, þar af einn bara um daginn. Ég hef verið að reyna finna út hvað menn geta gert og hvaða leikstíl við eigum að nota. Við erum ekki að fara að byrja frá grunni því liðið er búið að gera vel undanfarin ár.“Vill enga eigingirni Fyrsta stóra verkefni Pedersens með íslenska liðið verður undankeppni EM 2015 í ágúst. Þar er liðið í riðli með Bosníu og Bretlandi og Kanadamaðurinn er bjartsýnn. „Möguleikarnir eru góðir finnst mér. Ég hef ekki séð Bosníu spila mikið en ég held að liðið sé svipað að styrkleika og Búlgaría. Það er reyndar spurning með hvaða lið Bretar mæta til leiks því þeir eiga nokkra leikmenn í NBA-deildinni. Ef þeir verða með þá verður verkefnið augljóslega mun erfiðara en ég er bjartsýnn,“ segir Pedersen en Luol Deng, leikmaður Cleveland Cavaliers, er breskur landsliðsmaður. Pedersen segir möguleika á að hann komi til landsins í apríl en vonast þó eðlilega til að vera upptekinn með Svendborg á þeim tíma í úrslitakeppninni í Danmörku. „Annars verðum við að finna einhvern tíma fyrir langa helgi,“ segir hann. Spurður að lokum hvernig hann vilji að liðin sín spili körfubolta er hann fljótur til svars: „Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að liðið spili saman. Ég vil enga eigingirni,“ segir Craig Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Craig Pedersen, nýráðinn landsliðsþjálfari í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið en tilkynnt var um ráðningu hans á miðvikudaginn. Pedersen er 49 ára gamall Kanadamaður, upprunalega frá Vancouver, sem búið hefur í Danmörku undanfarin 25 ár. Þar lék hann sem atvinnumaður til ársins 2003 og hóf að þjálfa um leið og leikmannsferlinum var lokið. Hann tók við Svendborg Rabbits og hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Undir hans stjórn hefur liðið farið sjö sinnum í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar og unnið einu sinni.Fylgst vel með Íslandi Pedersen, sem þrisvar sinnum hefur verið kjörinn þjálfari ársins í Danmörku, hefur ágæta tengingu við Ísland því aðstoðarþjálfari hans hjá Svendborg, Arnar Guðjónsson, var aðstoðarmaður Peters Öqvist með landsliðið. Arnar verður einnig við hlið Pedersens með íslenska liðið. „Við fylgjumst vel með íslenska körfuboltanum hér í Danmörku rétt eins og ég held að Íslendingar fylgist með þeim danska því hingað kemur mikið af námsmönnum,“ segir Pedersen, sem hefur langað til að þjálfa landslið í nokkurn tíma og sótti m.a. um danska starfið í fyrra. „Ég held það hafi verið fyrir svona fimm vikum að ég var spurður hvort ég hefði áhuga, sem ég hafði svo sannarlega. Ég var einn af þeim sem sóttu um hjá danska landsliðinu þegar sú staða losnaði í fyrra en ástæðan fyrir því að ég fékk ekki starfið er sú að danska sambandið vill ekki að þjálfari úr deildinni stýri landsliðinu.“Byggjum ekki frá grunni Pedersen leynir ekki spenningi sínum fyrir að þjálfa íslenska liðið enda hefur það tekið stórstígum framförum undir stjórn Svíans Peters Öqvist. „Ég hef alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir í sókninni og miklir íþróttamenn,“ segir Pedersen sem hefur fylgst með hröðum uppgangi landsliðsins undanfarin misseri. „Við munum halda áfram að byggja á sömu hlutum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti þrjá leiki frá síðasta sumri, þar af einn bara um daginn. Ég hef verið að reyna finna út hvað menn geta gert og hvaða leikstíl við eigum að nota. Við erum ekki að fara að byrja frá grunni því liðið er búið að gera vel undanfarin ár.“Vill enga eigingirni Fyrsta stóra verkefni Pedersens með íslenska liðið verður undankeppni EM 2015 í ágúst. Þar er liðið í riðli með Bosníu og Bretlandi og Kanadamaðurinn er bjartsýnn. „Möguleikarnir eru góðir finnst mér. Ég hef ekki séð Bosníu spila mikið en ég held að liðið sé svipað að styrkleika og Búlgaría. Það er reyndar spurning með hvaða lið Bretar mæta til leiks því þeir eiga nokkra leikmenn í NBA-deildinni. Ef þeir verða með þá verður verkefnið augljóslega mun erfiðara en ég er bjartsýnn,“ segir Pedersen en Luol Deng, leikmaður Cleveland Cavaliers, er breskur landsliðsmaður. Pedersen segir möguleika á að hann komi til landsins í apríl en vonast þó eðlilega til að vera upptekinn með Svendborg á þeim tíma í úrslitakeppninni í Danmörku. „Annars verðum við að finna einhvern tíma fyrir langa helgi,“ segir hann. Spurður að lokum hvernig hann vilji að liðin sín spili körfubolta er hann fljótur til svars: „Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að liðið spili saman. Ég vil enga eigingirni,“ segir Craig Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira