Ríkisstjórn með tengsl við öfgahópa Freyr Bjarnason skrifar 8. mars 2014 07:00 Stuðningsmenn Svoboda fyrir utan þinghúsið í Kænugarði þar sem bláir fánar flokksins voru áberandi. Nordicphotos/AFP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að nýfasískir hægriöfgahópar séu á bak við „valdaránið“ í Úkraínu eins og hann kallar það. Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu sem var hliðhollur Rússum, hrökklaðist úr embætti í síðasta mánuði eftir blóðug mótmæli í Kænugarði. Pútín hefur sett spurningamerki við það hversu lýðræðissinnaðir mótmælendurnir voru í raun og veru og lýsir þeim sem „körlum með svartar grímur og Kalashnikov-riffla“. Á vefsíðu CNN er velt vöngum yfir því hvort þessi orð forstans eigi við rök að styðjast. Ljóst er að hægriöfgahreyfingar, gyðingahaturshópar, andstæðingar Rússa og opinberir fasískir hópar hafa þrifist í Úkraínu. Árið 2012 fordæmdi Evrópuþingið fjölmennasta, en alls ekki öfgafyllsta, hægriöfgaflokkinn Svoboda og sagði hann uppfullan af „kynþátta-, gyðinga- og útlendingahatri“. Í skýrslu þingsins lýsti það yfir áhyggjum sínum af „aukinni þjóðernishyggju í Úkraínu“. Oleg Tjahníbok, leiðtogi Svoboda, lét eitt sinn hafa eftir sér að Kænugarði væri stjórnað af „rússneskri gyðingamafíu“ og að Úkraínumenn hafi barist af miklu hugrekki gegn Rússum, Þjóðverjum, gyðingum „og öðrum óþverrum“ í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi hópur, ásamt hinni öfgafullu Hægrihreyfingu, tók virkan þátt í mótmælunum í Úkraínu og átti þátt í að ryðja brautina fyrir nýju stjórnina með bráðgabirgðaforsetann Túrtsjínov í fararbroddi. Svoboda-flokkurinn hlaut aðeins tveggja prósenta fylgi í forsetakosningunum árið 2012 en nú er hann orðinn sá fjórði stærsti í landinu. Lykilembætti í úkraínsku bráðabirgðastjórninni tengjast flokknum, þar á meðal embætti aðstoðarforsætisráðherra og yfirmanns þjóðaröryggis- og varnarmálaráðsins. Svoboda hefur jafnframt umsjón með saksóknaraembættinu og ráðuneytum umhverfis- og landbúnaðarmála. Svoboda er engu að síður uppfullur af mismunandi þenkjandi einstaklingum og sumir þeirra gengu í flokkinn til að starfa gegn spillingu. Þjóðernishyggjan hefur heldur verið á undanhaldi í Svoboda, sem einnig styður samvinnu við Evrópusambandið, sem er undantekning á meðal hægriöfgaflokka í Evrópu.Þrír umdeildir í ríkisstjórninniOlexander Sítsj Hinn 49 ára aðstoðarforsætisráðherra er meðlimur hægriöfgaflokksins Svoboda (Frelsisflokksins). Hann er mótfallinn fóstureyðingum og sagði eitt sinn að konur eigi að „haga lífsstíl sínum þannig að dragi úr hættunni á því að þeim verði nauðgað, þar á meðal með því að drekka ekki áfengi eða vera í vafasömum félagsskap“. Sítsj hefur verið gagnrýndur af konum og mannréttindasamtökum.Andrí Parúbí Yfirmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er meðlimur Föðurlandsflokksins og hafði yfirumsjón með mótmælaaðgerðunum í síðasta mánuði. Hann er annars stofnandi Þjóðernissósíalistaflokksins, sem var fasistaflokkur undir áhrifum frá nasistum. Inngöngu í flokkinn fengu aðeins „gegnheilir“ Úkraínumenn. Síðar meir fékk flokkurinn nafnið Svoboda.Dmítro Jarosj Aðstoðarmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er yfirmaður hins herskáa hægriöfgahóps Praví Sektor, sem var áberandi í mótmælunum í síðasta mánuði. Margir hafa bendlað hópinn við ofbeldið sem mótmælendur beittu, þar á meðal er þeir hentu mólótovkokteilum að lögreglunni og grýttu hana. Sumir vestrænir ráðamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af veru Jarosj í ríkisstjórninni. Úkraína Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að nýfasískir hægriöfgahópar séu á bak við „valdaránið“ í Úkraínu eins og hann kallar það. Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu sem var hliðhollur Rússum, hrökklaðist úr embætti í síðasta mánuði eftir blóðug mótmæli í Kænugarði. Pútín hefur sett spurningamerki við það hversu lýðræðissinnaðir mótmælendurnir voru í raun og veru og lýsir þeim sem „körlum með svartar grímur og Kalashnikov-riffla“. Á vefsíðu CNN er velt vöngum yfir því hvort þessi orð forstans eigi við rök að styðjast. Ljóst er að hægriöfgahreyfingar, gyðingahaturshópar, andstæðingar Rússa og opinberir fasískir hópar hafa þrifist í Úkraínu. Árið 2012 fordæmdi Evrópuþingið fjölmennasta, en alls ekki öfgafyllsta, hægriöfgaflokkinn Svoboda og sagði hann uppfullan af „kynþátta-, gyðinga- og útlendingahatri“. Í skýrslu þingsins lýsti það yfir áhyggjum sínum af „aukinni þjóðernishyggju í Úkraínu“. Oleg Tjahníbok, leiðtogi Svoboda, lét eitt sinn hafa eftir sér að Kænugarði væri stjórnað af „rússneskri gyðingamafíu“ og að Úkraínumenn hafi barist af miklu hugrekki gegn Rússum, Þjóðverjum, gyðingum „og öðrum óþverrum“ í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi hópur, ásamt hinni öfgafullu Hægrihreyfingu, tók virkan þátt í mótmælunum í Úkraínu og átti þátt í að ryðja brautina fyrir nýju stjórnina með bráðgabirgðaforsetann Túrtsjínov í fararbroddi. Svoboda-flokkurinn hlaut aðeins tveggja prósenta fylgi í forsetakosningunum árið 2012 en nú er hann orðinn sá fjórði stærsti í landinu. Lykilembætti í úkraínsku bráðabirgðastjórninni tengjast flokknum, þar á meðal embætti aðstoðarforsætisráðherra og yfirmanns þjóðaröryggis- og varnarmálaráðsins. Svoboda hefur jafnframt umsjón með saksóknaraembættinu og ráðuneytum umhverfis- og landbúnaðarmála. Svoboda er engu að síður uppfullur af mismunandi þenkjandi einstaklingum og sumir þeirra gengu í flokkinn til að starfa gegn spillingu. Þjóðernishyggjan hefur heldur verið á undanhaldi í Svoboda, sem einnig styður samvinnu við Evrópusambandið, sem er undantekning á meðal hægriöfgaflokka í Evrópu.Þrír umdeildir í ríkisstjórninniOlexander Sítsj Hinn 49 ára aðstoðarforsætisráðherra er meðlimur hægriöfgaflokksins Svoboda (Frelsisflokksins). Hann er mótfallinn fóstureyðingum og sagði eitt sinn að konur eigi að „haga lífsstíl sínum þannig að dragi úr hættunni á því að þeim verði nauðgað, þar á meðal með því að drekka ekki áfengi eða vera í vafasömum félagsskap“. Sítsj hefur verið gagnrýndur af konum og mannréttindasamtökum.Andrí Parúbí Yfirmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er meðlimur Föðurlandsflokksins og hafði yfirumsjón með mótmælaaðgerðunum í síðasta mánuði. Hann er annars stofnandi Þjóðernissósíalistaflokksins, sem var fasistaflokkur undir áhrifum frá nasistum. Inngöngu í flokkinn fengu aðeins „gegnheilir“ Úkraínumenn. Síðar meir fékk flokkurinn nafnið Svoboda.Dmítro Jarosj Aðstoðarmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er yfirmaður hins herskáa hægriöfgahóps Praví Sektor, sem var áberandi í mótmælunum í síðasta mánuði. Margir hafa bendlað hópinn við ofbeldið sem mótmælendur beittu, þar á meðal er þeir hentu mólótovkokteilum að lögreglunni og grýttu hana. Sumir vestrænir ráðamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af veru Jarosj í ríkisstjórninni.
Úkraína Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira