Að kunna að velja sér eftirmenn 29. mars 2014 10:30 Trajanus Í heitum pottum nú um stundir, að minnsta kosti þar sem karlmenn koma saman, eru fá umræðuefni vinsælli þessa dagana en vandræði enska fótboltafélagsins Mancheser United. Og virðist hver hafa sína kenningu á því af hverju þau stafa. Sjálfum þykir mér í ljósi sögunnar að sökudólgurinn sé raunar alveg augljós, nefnilega fyrrverandi þjálfari liðsins, Alexander Chapman Ferguson og enginn annar. Hann var eins og menn vita hinn ógnarsterki leiðtogi liðsins í 27 ár og hafði einstaka hæfileika, metnað og viljastyrk í sínu starfi. Því vann hann líka óteljandi sigra. En að lokum áttaði hann sig á því að þetta væri orðið ágætt og ákvað að hætta, og þá féll Ferguson kylliflatur í einmtt þá gryfju sem virðist næstum óhjákvæmilegt að sterkir og sigursælir leiðtogar detti oní þegar ferli þeirra er að ljúka – það er að segja, hann valdi minnipokamann sér að eftirmanni. Til þess einfaldlega að eftirmaðurinn myndi áreiðanlega ekki skyggja á hann þegar fram liðu stundir.HadraníusÖflugir leiðtogar „Sá útvaldi“ í tilfelli Fergusons reyndist vera David Moyes, þjálfari sem á rúmum áratug gerbreytt yfirbragði Everton-liðsins frá því að vera dálítið mistækt stórlið sem alltaf öðruhvoru vann ágæta sigra yfir í að verða þrautseigt miðlungslið þar sem árangur yfir miðju í ensku deildinni var talið mjög ásættanlegur, því við meiru mætti alls ekki búast. Moyes er sem sagt ekki sigurvegari í eðli sínu, heldur er hann svona maður sem er góður í að bíta á jaxlinn og fær sitt kikk í lífinu út úr því að vera hrósað fyrir að gefast ekki upp þótt alltaf blási á móti. Meðvitað eða ómeðvitað valdi Ferguson þennan mann sem arftaka sinn því hann vissi að það væri engin leið að Moyes gæti fylgt eftir sigurgöngu hans sjálfs. Og það er mannlegt að vilja tryggja sér háan stall í sögunni, þótt stundum hafi það í för með sér að hinn öflugi leiðtogi skilji eftir sig sviðna jörð þar sem enginn er lengi vel í stakk búinn til að að reisa hið fallna merki. Það má sjá þessa tilhneigingu hinna öflugu leiðtoga út um allt í sögunni, bæði í stóru og smáu, og íslensk dæmi um einmitt þetta blasa líka við ef einhver nennir að skyggnast eftir þeim. Í einhverjum heita pottinum um daginn fórum við hins vegar að velta fyrir okkur hvort ekki mætti finna dæmi um hið gagnstæða, leiðtoga sem þvert á móti velja sér sjálfir öfluga eftirmenn og eru ekkert smeykir við samkeppni frá þeim í hinni sögulegu vitund. En þrátt fyrir að brjóta um þetta heilann heillengi, þá tókst í rauninni aðeins að finna eitt dæmi um slíkt – en þar er reyndar um að ræða röð fimm öflugra foringja sem allir völdu sér sjálfir ágæta eftirmenn. Nema sá síðasti.Markús ÁrelíusValdamenn Árið 96 eftir Krist var Rómarkeisarinn Dómitíanus myrtur af nánum aðstoðarmönnum sínum og lífvörðum sem fengið höfðu nóg af geðþóttastjórn hans og grimmilegum ofsóknum gegn raunverulegum og ímynduðum óvinum. Enginn samsærismannanna var sjálfur í stakk búinn til að hrifsa til sín keisaratignina og þá kom öldungaráðið til skjalanna og valdi einn úr sínum röðum til keisara, hálfsjötugan og heilsuveilan og barnlausan öldungaráðsmann sem Nerva hét. Hann féllst á að verða keisari og næstu tvö árin vann hann af stakri samviskusemi að því að koma á röð og reglu eftir róstusama stjórnartíð Dómitíanusar. Hann hafði ekki aðeins verið harðstjóri hinn versti, heldur látið stjórnsýslu reka á reiðanum og eytt mjög um efni fram, svo við mörg vandamál var að glíma. Til að tryggja sér stuðning hersins ættleiddi Nerva vinsælan hershöfðingja sem stýrt hafði um skeið liði Rómar í Germaníu eða Þýskalandi, Markús Úlpíus Trajanus hét sá, fæddur á Spáni en raunar af gamalgrónum ítölskum ættum. Og þegar Nerva dó eftir aðeins tæp tvö ár á sínum óvænta valdastóli, þá varð Trajanus átakalaust keisari í ríkinu.Antonínus PíusTrajanus þykir vera einn af hinum glæstari keisurum Rómaveldis. Stjórnsýsla á hans dögum þótti með sérstökum fyrirmyndarblæ, hann stóð fyrir mörgum þjóðþrifaverkum og lét til dæmis setja lög um umönnun þeirra sem minnst máttu sín, svo sumir vilja ganga svo langt að telja hann einn af upphafsmönnum velferðarríkja nútímans. Persónulega þótti hann prúður og vandaður maður. Reyndar hafði Trajanus svo gott orð á sér að eftir kristni varð ríkistrú í Rómaveldi varð til sú saga að Gregoríus páfi mikli reist hann upp frá dauðum stundarkorn svo skíra mætti hann til kristindóms, því það gengi ekki að svo ágætur keisari lægi ókristnaður í gröf sinni. Á sínum eigin dögum var Trajanus þó þekktastur fyrir hernaðarbrölt sitt. Í nærri hundrað ár hafði orðið lát á útþenslustefnu Rómverja sem bættu engu við ríki sitt nema Englandi. En Trajanus kvaddi út legíónir sínar og lagði fyrst um Róm hina svonefndu Dakíu, sem nú heitir Rúmenía, og fór svo í austurveg og knésetti Parþa sem ríktu yfir hinu forna Persaveldi, frá þeim tók Trajanus Mesópótamíu eða Írak og væri fróðlegt að vita hver hefði orðið þróun þar ef landsvæðið hefði kannski næstu aldirnar orðið rómverskt. En af því varð ekki. Á heimleið úr herferð sinni til Mesópótamíu andaðist Trajanus 63ja ára gamall og eftirmaður hans ákvað að ekki væri ómaksins vert að halda svæðinu, svo Rómarher hélt þaðan allur brott. Þessi eftirmaður var Publíus Aelíus Hadríanus, liðlega fertugur frændi Trajanusar sem hafði verið ættleiddur af keisaranum og konu hans, hinni djúpvitru Pompeiu Plótínu, þegar hann missti föður sinn tíu ára gamall. Þeim hjónum hafði ekki orðið barna auðið, og kann að hafa spilað þar inní að Trajanus var sterklega grunaður um að hrífast meir af sætum strákum en konu sinni. En vel var valið: Hadríanus var mesti efnispiltur og reyndist prýðilega á keisarastóli, þar sem hann sat rúm tuttugu ár. „Sat“ er reyndar ekki vel að orði komist, því Hadríanus var á stöðugum ferðalögum um ríki sitt og fór allt norður til Skotlands, þar sem hann lét reisa hinn fræga Hadríanusarmúr svo vernda mætti rómverska þegna á Englandi fyrir árásum skoskra villimanna. Að treysta friðinn í ríkinu voru reyndar hans ær og kýr. Hadríanus var samkynhneigður og átti ekki börn með konu sinni, frekar en Trajanus, en þegar hann var kominn á sjötugsaldur og orðinn heilsuveill ættleiddi hann Antonínus nokkurn sem síðar hlaut viðurnefnið Píus, hinn trúi. Og Antonínus varð keisari við lát Hadríanusar. Ekki nóg með það, Antonínus hafði nefnilega átt tvo syni sem báðir voru þá dánir ungir að árum og Antonínus ættleiddi því um leið sjálfur efnispilt sem Hadríanus hafði valið honum. NervaFöðurástin blindaðiAntonínus Píus er einn þeirra Rómarkeisara sem erfiðast er að muna eftir, því á löngum valdatíma hans bar harla fátt til tíðinda. Það ríkti eiginlega friður og ró um ríkið allt, stjórn Antonínusar þótti mild og vitur og hann hafði mestu óbeit á hernaði. Kannski erfði hann friðin að mestu leyti frá Hadríanusi og kannski hefði hann mátt sýna betur tennurnar á landamærunum, altént var friðurinn úti þegar eftirmaður hans tók við, hans ættleiddi sonur Markús Árelíus, og hann mátti standa í eilífum styrjöldum og skærum við ættbálka í Mið-Evrópu sem vildu sækja inn á rómverskar lendur. Markús Árelíus tókst á við allt mótlæti af því þolgæði sem kemur best fram í skrifum hans sjálfs af heimspekilegu tagi, og lét hvergi hlut ríkisins, en hann gerði ein skelfileg mistök: Hann kunni ekki að velja sér eftirmann eins og þeir fjórir keisaranir á undan honum. Markús Árelíus átti nefnilega sjálfur son og föðurástin blindaði honum sýn, hann ímyndaði sér að strákurinn Commódus væri fær um að gegna keisaratign, en það fór á annan veg: Þegar Commódus tók við reyndist hann óhæft fífl og harðstjóri, og gósentíð hinna fimm „kjörkeisara“ var liðin. Eða „góðu keisaranna“ eins og þeir eru líka kallaðir – þótt ekki séu kannski allir sammála um það, Dakíumenn sem Trajanus þrælaði og drap í tugþúsundatali myndu seint fallast á að telja hann sérlega „góðan“. En þau rúmu 80 ár sem þessir keisarar ríktu er þó sem sé eitt af sárafáum dæmum um að öflugir leiðtogar óttist ekki að velja sér öfluga eftirmenn. Ólíkt Alex Ferguson! Flækjusaga Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í heitum pottum nú um stundir, að minnsta kosti þar sem karlmenn koma saman, eru fá umræðuefni vinsælli þessa dagana en vandræði enska fótboltafélagsins Mancheser United. Og virðist hver hafa sína kenningu á því af hverju þau stafa. Sjálfum þykir mér í ljósi sögunnar að sökudólgurinn sé raunar alveg augljós, nefnilega fyrrverandi þjálfari liðsins, Alexander Chapman Ferguson og enginn annar. Hann var eins og menn vita hinn ógnarsterki leiðtogi liðsins í 27 ár og hafði einstaka hæfileika, metnað og viljastyrk í sínu starfi. Því vann hann líka óteljandi sigra. En að lokum áttaði hann sig á því að þetta væri orðið ágætt og ákvað að hætta, og þá féll Ferguson kylliflatur í einmtt þá gryfju sem virðist næstum óhjákvæmilegt að sterkir og sigursælir leiðtogar detti oní þegar ferli þeirra er að ljúka – það er að segja, hann valdi minnipokamann sér að eftirmanni. Til þess einfaldlega að eftirmaðurinn myndi áreiðanlega ekki skyggja á hann þegar fram liðu stundir.HadraníusÖflugir leiðtogar „Sá útvaldi“ í tilfelli Fergusons reyndist vera David Moyes, þjálfari sem á rúmum áratug gerbreytt yfirbragði Everton-liðsins frá því að vera dálítið mistækt stórlið sem alltaf öðruhvoru vann ágæta sigra yfir í að verða þrautseigt miðlungslið þar sem árangur yfir miðju í ensku deildinni var talið mjög ásættanlegur, því við meiru mætti alls ekki búast. Moyes er sem sagt ekki sigurvegari í eðli sínu, heldur er hann svona maður sem er góður í að bíta á jaxlinn og fær sitt kikk í lífinu út úr því að vera hrósað fyrir að gefast ekki upp þótt alltaf blási á móti. Meðvitað eða ómeðvitað valdi Ferguson þennan mann sem arftaka sinn því hann vissi að það væri engin leið að Moyes gæti fylgt eftir sigurgöngu hans sjálfs. Og það er mannlegt að vilja tryggja sér háan stall í sögunni, þótt stundum hafi það í för með sér að hinn öflugi leiðtogi skilji eftir sig sviðna jörð þar sem enginn er lengi vel í stakk búinn til að að reisa hið fallna merki. Það má sjá þessa tilhneigingu hinna öflugu leiðtoga út um allt í sögunni, bæði í stóru og smáu, og íslensk dæmi um einmitt þetta blasa líka við ef einhver nennir að skyggnast eftir þeim. Í einhverjum heita pottinum um daginn fórum við hins vegar að velta fyrir okkur hvort ekki mætti finna dæmi um hið gagnstæða, leiðtoga sem þvert á móti velja sér sjálfir öfluga eftirmenn og eru ekkert smeykir við samkeppni frá þeim í hinni sögulegu vitund. En þrátt fyrir að brjóta um þetta heilann heillengi, þá tókst í rauninni aðeins að finna eitt dæmi um slíkt – en þar er reyndar um að ræða röð fimm öflugra foringja sem allir völdu sér sjálfir ágæta eftirmenn. Nema sá síðasti.Markús ÁrelíusValdamenn Árið 96 eftir Krist var Rómarkeisarinn Dómitíanus myrtur af nánum aðstoðarmönnum sínum og lífvörðum sem fengið höfðu nóg af geðþóttastjórn hans og grimmilegum ofsóknum gegn raunverulegum og ímynduðum óvinum. Enginn samsærismannanna var sjálfur í stakk búinn til að hrifsa til sín keisaratignina og þá kom öldungaráðið til skjalanna og valdi einn úr sínum röðum til keisara, hálfsjötugan og heilsuveilan og barnlausan öldungaráðsmann sem Nerva hét. Hann féllst á að verða keisari og næstu tvö árin vann hann af stakri samviskusemi að því að koma á röð og reglu eftir róstusama stjórnartíð Dómitíanusar. Hann hafði ekki aðeins verið harðstjóri hinn versti, heldur látið stjórnsýslu reka á reiðanum og eytt mjög um efni fram, svo við mörg vandamál var að glíma. Til að tryggja sér stuðning hersins ættleiddi Nerva vinsælan hershöfðingja sem stýrt hafði um skeið liði Rómar í Germaníu eða Þýskalandi, Markús Úlpíus Trajanus hét sá, fæddur á Spáni en raunar af gamalgrónum ítölskum ættum. Og þegar Nerva dó eftir aðeins tæp tvö ár á sínum óvænta valdastóli, þá varð Trajanus átakalaust keisari í ríkinu.Antonínus PíusTrajanus þykir vera einn af hinum glæstari keisurum Rómaveldis. Stjórnsýsla á hans dögum þótti með sérstökum fyrirmyndarblæ, hann stóð fyrir mörgum þjóðþrifaverkum og lét til dæmis setja lög um umönnun þeirra sem minnst máttu sín, svo sumir vilja ganga svo langt að telja hann einn af upphafsmönnum velferðarríkja nútímans. Persónulega þótti hann prúður og vandaður maður. Reyndar hafði Trajanus svo gott orð á sér að eftir kristni varð ríkistrú í Rómaveldi varð til sú saga að Gregoríus páfi mikli reist hann upp frá dauðum stundarkorn svo skíra mætti hann til kristindóms, því það gengi ekki að svo ágætur keisari lægi ókristnaður í gröf sinni. Á sínum eigin dögum var Trajanus þó þekktastur fyrir hernaðarbrölt sitt. Í nærri hundrað ár hafði orðið lát á útþenslustefnu Rómverja sem bættu engu við ríki sitt nema Englandi. En Trajanus kvaddi út legíónir sínar og lagði fyrst um Róm hina svonefndu Dakíu, sem nú heitir Rúmenía, og fór svo í austurveg og knésetti Parþa sem ríktu yfir hinu forna Persaveldi, frá þeim tók Trajanus Mesópótamíu eða Írak og væri fróðlegt að vita hver hefði orðið þróun þar ef landsvæðið hefði kannski næstu aldirnar orðið rómverskt. En af því varð ekki. Á heimleið úr herferð sinni til Mesópótamíu andaðist Trajanus 63ja ára gamall og eftirmaður hans ákvað að ekki væri ómaksins vert að halda svæðinu, svo Rómarher hélt þaðan allur brott. Þessi eftirmaður var Publíus Aelíus Hadríanus, liðlega fertugur frændi Trajanusar sem hafði verið ættleiddur af keisaranum og konu hans, hinni djúpvitru Pompeiu Plótínu, þegar hann missti föður sinn tíu ára gamall. Þeim hjónum hafði ekki orðið barna auðið, og kann að hafa spilað þar inní að Trajanus var sterklega grunaður um að hrífast meir af sætum strákum en konu sinni. En vel var valið: Hadríanus var mesti efnispiltur og reyndist prýðilega á keisarastóli, þar sem hann sat rúm tuttugu ár. „Sat“ er reyndar ekki vel að orði komist, því Hadríanus var á stöðugum ferðalögum um ríki sitt og fór allt norður til Skotlands, þar sem hann lét reisa hinn fræga Hadríanusarmúr svo vernda mætti rómverska þegna á Englandi fyrir árásum skoskra villimanna. Að treysta friðinn í ríkinu voru reyndar hans ær og kýr. Hadríanus var samkynhneigður og átti ekki börn með konu sinni, frekar en Trajanus, en þegar hann var kominn á sjötugsaldur og orðinn heilsuveill ættleiddi hann Antonínus nokkurn sem síðar hlaut viðurnefnið Píus, hinn trúi. Og Antonínus varð keisari við lát Hadríanusar. Ekki nóg með það, Antonínus hafði nefnilega átt tvo syni sem báðir voru þá dánir ungir að árum og Antonínus ættleiddi því um leið sjálfur efnispilt sem Hadríanus hafði valið honum. NervaFöðurástin blindaðiAntonínus Píus er einn þeirra Rómarkeisara sem erfiðast er að muna eftir, því á löngum valdatíma hans bar harla fátt til tíðinda. Það ríkti eiginlega friður og ró um ríkið allt, stjórn Antonínusar þótti mild og vitur og hann hafði mestu óbeit á hernaði. Kannski erfði hann friðin að mestu leyti frá Hadríanusi og kannski hefði hann mátt sýna betur tennurnar á landamærunum, altént var friðurinn úti þegar eftirmaður hans tók við, hans ættleiddi sonur Markús Árelíus, og hann mátti standa í eilífum styrjöldum og skærum við ættbálka í Mið-Evrópu sem vildu sækja inn á rómverskar lendur. Markús Árelíus tókst á við allt mótlæti af því þolgæði sem kemur best fram í skrifum hans sjálfs af heimspekilegu tagi, og lét hvergi hlut ríkisins, en hann gerði ein skelfileg mistök: Hann kunni ekki að velja sér eftirmann eins og þeir fjórir keisaranir á undan honum. Markús Árelíus átti nefnilega sjálfur son og föðurástin blindaði honum sýn, hann ímyndaði sér að strákurinn Commódus væri fær um að gegna keisaratign, en það fór á annan veg: Þegar Commódus tók við reyndist hann óhæft fífl og harðstjóri, og gósentíð hinna fimm „kjörkeisara“ var liðin. Eða „góðu keisaranna“ eins og þeir eru líka kallaðir – þótt ekki séu kannski allir sammála um það, Dakíumenn sem Trajanus þrælaði og drap í tugþúsundatali myndu seint fallast á að telja hann sérlega „góðan“. En þau rúmu 80 ár sem þessir keisarar ríktu er þó sem sé eitt af sárafáum dæmum um að öflugir leiðtogar óttist ekki að velja sér öfluga eftirmenn. Ólíkt Alex Ferguson!
Flækjusaga Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira