Ekki rétt að engin endurmenntun sé í gangi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 06:00 Tinna Helgadóttir gagnrýndi uppeldisstarfið. Vísir/Daníel „Tinna er frábær þjálfari og ég hef oft fengið hana til mín að þjálfa en hún býr í Danmörku og veit ekki alveg hvað er að gerast hérna heima,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar Badmintonsambands Íslands og yfirþjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Anna Lilja hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar viðtals sem birtist við Tinnu Helgadóttur, þrefaldan Íslandsmeistara í badminton, sem starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Gagnrýndi Tinna barna- og unglingastarfið hér heima og fannst skrítið að yngra fólk, á borð við hana sjálfa, fengi ekki starf, t.a.m. í stærsta félaginu, TBR, þar sem sömu þjálfararnir hafa verið í mörg ár. Sagði hún lítið um endurmenntun þjálfara hér á landi. „Það er ekki rétt. Nú síðast í janúar var Daninn Peder Gade, einn besti spilari sögunnar, hér á landi og hélt fyrirlestur fyrir badmintonþjálfara og var svo með æfingar. Árið á undan kom líka annar Dani hingað sem bjó til Miniton-kerfið. Sambandið sendir svo að lágmarki þrjá þjálfara út á námskeið á ári hverju,“ segir Anna Lilja. Tinna benti einnig á að badminton væri því miður farið of mikið að einskorðast við Reykjavík og félög að leggjast af úti á landi. Önnu fannst leiðinlegt að hún hafði Siglufjörð með í þeirri upptalningu en þar er unnið gott og mikið starf. „Siglufjörður var með næstfjölmennasta hópinn á síðasta Íslandsmóti unglinga. Þar er hrikalega öflug kona með starfið og aldrei verið fleiri krakkar að æfa. Stærstur hluti krakkanna þar í bæ iðkar badminton,“ segir hún. Anna segir að auðvitað megi alltaf bæta og efla starfið en bendir á að þegar kemur að því að fá unga krakka til að iðka badminton sé í gangi verkefni sem kallast „shuttle-time“. Það er skólaátak og hafa yfir 100 íþróttakennarar sótt kennslu á vegum sambandsins til að geta miðlað þeirri þekkingu í skólunum. „Kosturinn við badminton er að krakkar koma ekkert bara til að keppa. Hjá okkur má æfa án þess. Við erum með fullt af krökkum sem koma bara til að hreyfa sig sem er hið besta mál,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir. Innlendar Tengdar fréttir Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
„Tinna er frábær þjálfari og ég hef oft fengið hana til mín að þjálfa en hún býr í Danmörku og veit ekki alveg hvað er að gerast hérna heima,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar Badmintonsambands Íslands og yfirþjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Anna Lilja hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar viðtals sem birtist við Tinnu Helgadóttur, þrefaldan Íslandsmeistara í badminton, sem starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Gagnrýndi Tinna barna- og unglingastarfið hér heima og fannst skrítið að yngra fólk, á borð við hana sjálfa, fengi ekki starf, t.a.m. í stærsta félaginu, TBR, þar sem sömu þjálfararnir hafa verið í mörg ár. Sagði hún lítið um endurmenntun þjálfara hér á landi. „Það er ekki rétt. Nú síðast í janúar var Daninn Peder Gade, einn besti spilari sögunnar, hér á landi og hélt fyrirlestur fyrir badmintonþjálfara og var svo með æfingar. Árið á undan kom líka annar Dani hingað sem bjó til Miniton-kerfið. Sambandið sendir svo að lágmarki þrjá þjálfara út á námskeið á ári hverju,“ segir Anna Lilja. Tinna benti einnig á að badminton væri því miður farið of mikið að einskorðast við Reykjavík og félög að leggjast af úti á landi. Önnu fannst leiðinlegt að hún hafði Siglufjörð með í þeirri upptalningu en þar er unnið gott og mikið starf. „Siglufjörður var með næstfjölmennasta hópinn á síðasta Íslandsmóti unglinga. Þar er hrikalega öflug kona með starfið og aldrei verið fleiri krakkar að æfa. Stærstur hluti krakkanna þar í bæ iðkar badminton,“ segir hún. Anna segir að auðvitað megi alltaf bæta og efla starfið en bendir á að þegar kemur að því að fá unga krakka til að iðka badminton sé í gangi verkefni sem kallast „shuttle-time“. Það er skólaátak og hafa yfir 100 íþróttakennarar sótt kennslu á vegum sambandsins til að geta miðlað þeirri þekkingu í skólunum. „Kosturinn við badminton er að krakkar koma ekkert bara til að keppa. Hjá okkur má æfa án þess. Við erum með fullt af krökkum sem koma bara til að hreyfa sig sem er hið besta mál,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir.
Innlendar Tengdar fréttir Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30