Latibær á svið í Þjóðleikhúsinu Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. apríl 2014 12:00 Rúnar Freyr leikstýrir uppfærslu Þjóðleikhússins á Latabæ sem verður frumsýnt í september. Tuttugu ár eru síðan Magnús Scheving hóf Latabæjarævintýrið með bókinni Áfram, Latibær. Vísir/Daníel „Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í september og sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“,sem markaði upphafið að Latabæjarævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastalanum undir stjórn Baltasars Kormáks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að samþykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetninguna. „Hann neitaði enda fimmtugur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgarleikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorfendahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tæknibrellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Latibær er mjög þekkt úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“Leita að nýrri Sollu stirðu Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14 – 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18. Eurovision Tengdar fréttir Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00 Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í september og sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“,sem markaði upphafið að Latabæjarævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastalanum undir stjórn Baltasars Kormáks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að samþykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetninguna. „Hann neitaði enda fimmtugur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgarleikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorfendahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tæknibrellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Latibær er mjög þekkt úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“Leita að nýrri Sollu stirðu Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14 – 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18.
Eurovision Tengdar fréttir Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00 Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00