Dagur umhverfisins Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 25. apríl 2014 07:00 Dagurinn í dag er helgaður umhverfinu. Umhverfismál þurfa að vera samtvinnuð öllum athöfnum hversdagslífsins, bæði í leik og starfi. Í því felst heilmikil áskorun því það getur verið meira en að segja það að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til yfir langan tíma. Einnig er afar líklegt að fjárhagslegur, heilsufarslegur og samfélagslegur ávinningur sé af umhverfisvænni lífsháttum. Gott dæmi um þetta er matarsóun sem er siðferðislegt vandamál, ekki síst í hinum vestræna heimi. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að árlega fari 1,3 milljarðar tonna matvæla til spillis í heiminum. Sú vitundarvakning sem er að verða um sóun matar er því bæði jákvæð og nauðsynleg. Þannig virðast flestir sammála um að matarsóun sé vandamál sem bregðast þurfi við. Við skiljum öll mikilvægi þess að maturinn sé nýttur í stað þess að honum sé hent. Að gæta betur að hvað við kaupum og hverju við hendum leiðir ekki aðeins af sér betri nýtingu matvæla heldur er það mjög mikilvægt fyrir umhverfið. Mörg okkar telja að við sóum ekki mat. Staðreyndin er hins vegar önnur. Matarsóun felst í því að kaupa meira inn en maður hefur í raun þörf fyrir. Matarsóun felst í því að henda slöppum eða blettóttum ávexti í stað þess að skera skemmdina af og borða ávöxtinn beint eða mauka til dæmis í drykk. Matarsóun felst í því að henda mat bara af því að það var búið að setja hann á borðið og hann kláraðist ekki. Matarsóun felst í því að ýta matvörum aftar í skápinn þegar komið er með nýrri vörur úr búðinni og nota þannig yngri vörurnar fyrst og henda hinum. Matarsóun er að henda restinni úr túpunni, dósinni eða flöskunni í stað þess að skera á túpuna eða þynna það sem er í flöskunni og nota. Matarsóun felst í því að taka ekki heim með sér afganginn frá veitingastaðnum. Já, matarsóun er víðtæk. Dagur umhverfisins minnir okkur á um hvaða verðmæti er að tefla og að það er í okkar höndum að varðveita þau. Til þess þarf bæði þor og vilja en með hvorutveggja í farteskinu er okkur ekkert að vanbúnaði. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag er helgaður umhverfinu. Umhverfismál þurfa að vera samtvinnuð öllum athöfnum hversdagslífsins, bæði í leik og starfi. Í því felst heilmikil áskorun því það getur verið meira en að segja það að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til yfir langan tíma. Einnig er afar líklegt að fjárhagslegur, heilsufarslegur og samfélagslegur ávinningur sé af umhverfisvænni lífsháttum. Gott dæmi um þetta er matarsóun sem er siðferðislegt vandamál, ekki síst í hinum vestræna heimi. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að árlega fari 1,3 milljarðar tonna matvæla til spillis í heiminum. Sú vitundarvakning sem er að verða um sóun matar er því bæði jákvæð og nauðsynleg. Þannig virðast flestir sammála um að matarsóun sé vandamál sem bregðast þurfi við. Við skiljum öll mikilvægi þess að maturinn sé nýttur í stað þess að honum sé hent. Að gæta betur að hvað við kaupum og hverju við hendum leiðir ekki aðeins af sér betri nýtingu matvæla heldur er það mjög mikilvægt fyrir umhverfið. Mörg okkar telja að við sóum ekki mat. Staðreyndin er hins vegar önnur. Matarsóun felst í því að kaupa meira inn en maður hefur í raun þörf fyrir. Matarsóun felst í því að henda slöppum eða blettóttum ávexti í stað þess að skera skemmdina af og borða ávöxtinn beint eða mauka til dæmis í drykk. Matarsóun felst í því að henda mat bara af því að það var búið að setja hann á borðið og hann kláraðist ekki. Matarsóun felst í því að ýta matvörum aftar í skápinn þegar komið er með nýrri vörur úr búðinni og nota þannig yngri vörurnar fyrst og henda hinum. Matarsóun er að henda restinni úr túpunni, dósinni eða flöskunni í stað þess að skera á túpuna eða þynna það sem er í flöskunni og nota. Matarsóun felst í því að taka ekki heim með sér afganginn frá veitingastaðnum. Já, matarsóun er víðtæk. Dagur umhverfisins minnir okkur á um hvaða verðmæti er að tefla og að það er í okkar höndum að varðveita þau. Til þess þarf bæði þor og vilja en með hvorutveggja í farteskinu er okkur ekkert að vanbúnaði. Til hamingju með daginn.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun