Þarf ekkert að fara í kringum hlutina með strákunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2014 07:30 Elsa Sæný Valgeirsdóttir er blakdrottningin í Fagralundi. Vísir/Daníel „Þetta var magnað og alveg ólýsanlegt,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, sem fagnaði þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik, 3-0, á heimavelli sínum í Fagralundi í Kópavogi. HK-liðið upplifði hálfpartinn að vinna leikinn tvisvar því þegar það hélt sig hafa skorað sigurstigið dæmdi dómarinn Stjörnunni í hag og þurftu HK-menn að ná áttum aftur og koma sér niður á jörðina hið snarasta. „Þetta var alveg ótrúlegt. Það var eins og kippt væri undan manni fótunum en strákarnir sýndu ótrúlega sterkan karakter. Ég tók leikhlé eftir úrskurð dómarans og sá það í augum strákanna að þetta myndi ekki slá okkur út af laginu. Þetta var alveg hryllilegt samt. Spennan var rosaleg,“ segir Elsa Sæný. Eftir fjóra rafmagnaða leiki var HK-liðið einfaldlega sterkara í oddaleiknum. „Við mættum mjög ákveðin til leiks og settum tóninn í fyrstu hrinu. Allar hrinurnar voru rosalega spennandi eins og einvígið er búið að vera en móttökur og uppgjafir voru góðar hjá okkur.“Tvær þrennur Elsa Sæný, sem sjálf er margreyndur leikmaður og meistari, tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að þjálfa karlalið HK sem þá var ríkjandi Íslandsmeistari. Gengið gæti ekki mögulega verið betra því hún er búin að vinna þrennuna (deildarbikarinn, bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn) bæði árin með liðið. „Þetta er búið að ganga eins og í ævintýri og nú fengum við bikarinn til eignar. Hann er bara okkar,“ segir Elsa Sæný sem hugsaði sig tvisvar um áður en hún tók að þjálfa karlalið en slíkt er ekki algengt hér á landi frekar en annars staðar. „Að taka starfið var ekkert það fyrsta sem mér datt í hug þegar mér bauðst það. Ég bjóst við að þetta yrði erfitt og ég myndi upplifa eitthvað mótlæti en mér var strax tekið rosalega vel. Þetta getur auðvitað verið svolítið skrítið en núna held ég að ég gæti ekki þjálfað stelpur. Með strákana get ég bara sagt hlutina hreint út og þarf ekkert að fara í kringum hlutina. Það hentar mér mjög vel. Svo fæ ég rosalega mikinn stuðning frá HK sem er frábært,“ segir hún.Ekki í frí strax Árangur karlaliðs HK í ár er merkilegur í ljósi þeirrar uppbyggingar sem Elsa Sæný þurfti að gera á liðinu eftir síðasta tímabili. „Ég missti nánast allt byrjunarliðið frá því í fyrra. En sem betur fer eigum við mikið af ungum og efnilegum strákum og vonandi halda þeir áfram að koma upp,“ segir hún. Elsa fær ekki sumarfrí frá blakinu alveg strax því hún var fyrr á árinu ráðin aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. „Ég er bara að fara að byrja á því verkefni núna. HK-samningurinn minn rennur út í apríl og ég veit ekki hvað verður. Það er bara samið til eins árs í einu. En það taka við landsliðsverkefni áður en maður fær smá blak-sumarfrí,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, blakdrottningin í Fagralundi. Íþróttir Tengdar fréttir Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. 21. mars 2014 08:45 Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. 25. mars 2013 07:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
„Þetta var magnað og alveg ólýsanlegt,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, sem fagnaði þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik, 3-0, á heimavelli sínum í Fagralundi í Kópavogi. HK-liðið upplifði hálfpartinn að vinna leikinn tvisvar því þegar það hélt sig hafa skorað sigurstigið dæmdi dómarinn Stjörnunni í hag og þurftu HK-menn að ná áttum aftur og koma sér niður á jörðina hið snarasta. „Þetta var alveg ótrúlegt. Það var eins og kippt væri undan manni fótunum en strákarnir sýndu ótrúlega sterkan karakter. Ég tók leikhlé eftir úrskurð dómarans og sá það í augum strákanna að þetta myndi ekki slá okkur út af laginu. Þetta var alveg hryllilegt samt. Spennan var rosaleg,“ segir Elsa Sæný. Eftir fjóra rafmagnaða leiki var HK-liðið einfaldlega sterkara í oddaleiknum. „Við mættum mjög ákveðin til leiks og settum tóninn í fyrstu hrinu. Allar hrinurnar voru rosalega spennandi eins og einvígið er búið að vera en móttökur og uppgjafir voru góðar hjá okkur.“Tvær þrennur Elsa Sæný, sem sjálf er margreyndur leikmaður og meistari, tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að þjálfa karlalið HK sem þá var ríkjandi Íslandsmeistari. Gengið gæti ekki mögulega verið betra því hún er búin að vinna þrennuna (deildarbikarinn, bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn) bæði árin með liðið. „Þetta er búið að ganga eins og í ævintýri og nú fengum við bikarinn til eignar. Hann er bara okkar,“ segir Elsa Sæný sem hugsaði sig tvisvar um áður en hún tók að þjálfa karlalið en slíkt er ekki algengt hér á landi frekar en annars staðar. „Að taka starfið var ekkert það fyrsta sem mér datt í hug þegar mér bauðst það. Ég bjóst við að þetta yrði erfitt og ég myndi upplifa eitthvað mótlæti en mér var strax tekið rosalega vel. Þetta getur auðvitað verið svolítið skrítið en núna held ég að ég gæti ekki þjálfað stelpur. Með strákana get ég bara sagt hlutina hreint út og þarf ekkert að fara í kringum hlutina. Það hentar mér mjög vel. Svo fæ ég rosalega mikinn stuðning frá HK sem er frábært,“ segir hún.Ekki í frí strax Árangur karlaliðs HK í ár er merkilegur í ljósi þeirrar uppbyggingar sem Elsa Sæný þurfti að gera á liðinu eftir síðasta tímabili. „Ég missti nánast allt byrjunarliðið frá því í fyrra. En sem betur fer eigum við mikið af ungum og efnilegum strákum og vonandi halda þeir áfram að koma upp,“ segir hún. Elsa fær ekki sumarfrí frá blakinu alveg strax því hún var fyrr á árinu ráðin aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. „Ég er bara að fara að byrja á því verkefni núna. HK-samningurinn minn rennur út í apríl og ég veit ekki hvað verður. Það er bara samið til eins árs í einu. En það taka við landsliðsverkefni áður en maður fær smá blak-sumarfrí,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, blakdrottningin í Fagralundi.
Íþróttir Tengdar fréttir Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. 21. mars 2014 08:45 Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. 25. mars 2013 07:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. 21. mars 2014 08:45
Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00
"Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48
Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. 25. mars 2013 07:00