Fínn tímapunktur til að hætta með ÍR 13. maí 2014 07:00 Nýtt starf Bjarki Sigurðsson er nú þjálfari HK. „Þetta er krefjandi verkefni, ég held að liðið komist ekkert neðar en þar sem það var á þessu tímabili,“ segir Bjarki Sigurðsson, nýráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, í samtali við Fréttablaðið en Bjarki gekk frá tveggja ára samningi við Kópavogsliðið á sunnudagskvöldið. „Við hittumst á föstudaginn og ræddum málin. Svo komumst við að samkomulagi á sunnudagskvöldið. Svona staða er ekkert ný fyrir mér. Ég tók við ÍR í 1. deild þannig að maður þekkir það að vera niðri með lið og komast svo upp þannig að ég horfi bara bjartur á framtíðina hjá HK,“ segir Bjarki. HK gekk mjög illa á tímabilinu en liðið endaði langneðst í Olís-deildinni eftir mikinn leikmannamissi síðasta sumar. Það náði aðeins í þrjú stig og vann ekki nema einn leik af 21. „Það er efniviður til staðar í félaginu en það er kannski svolítið langt í einhverja. Við ætlum að keyra á ungum mönnum og styrkja það með öðrum ungum og upprennandi. Sú vinna á að vera hafin,“ segir Bjarki en skömmu eftir að tilkynnt var um samning hans tilkynntu HK-ingar að búið væri að framlengja samninga við hornamanninn Leó Snæ Pétursson og línumanninn Tryggva Tryggvason. „Það er mjög gott að halda þeim og þessum kjarna sem var þarna síðastliðinn vetur. Síðan þurfum við bara að bæta við og gera þetta að alvöru hóp.“ Bjarki hefur þjálfað ÍR undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu upp úr 1. deildinni og festi það í sessi í úrvalsdeildinni. Liðið varð bikarmeistari í fyrra og komst aftur í bikarúrslitin í ár. Illa gekk hjá liðinu undir lok þessarar leiktíðar og fór það í tilgangslaust umspil um áframhaldandi veru í deildinni. „Þetta tímabil einkenndist af miklum meiðslum. Við vorum með einn mann meiddan í bikarúrslitunum en eftir það meiðast allt að tíu menn og þá verður þetta erfitt. Margir þeirra voru lykilmenn,“ segir Bjarki sem gengur ekki svekktur frá borði þrátt fyrir árangurinn með liðið. „Ég held að þetta hafi bara verið ágætis tímapunktur til að hætta með ÍR. Þeir sáu hagsýni í að fá Bjarna (Fritzson) fyrst að hann var á leiðinni heim og mér finnst bara sniðugt að gera hann að þjálfara. Við tókum bara sameiginlega ákvörðun um að ég myndi láta af störfum. Trúðu mér, ef ég hefði verið brjálaður yfir þessu hefði ég látið í mér heyra,“ segir Bjarki sem kveður ÍR með söknuði. „Þetta voru frábær ár hjá ÍR. Þessi klúbbur er stórkostlegur. Þarna vinnur frábært fólk á bak við tjöldin en án þess hefðum við ekkert náð svona langt. Ég kveð ÍR mjög sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þjálfa þetta lið,“ segir Bjarki Sigurðsson. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er krefjandi verkefni, ég held að liðið komist ekkert neðar en þar sem það var á þessu tímabili,“ segir Bjarki Sigurðsson, nýráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, í samtali við Fréttablaðið en Bjarki gekk frá tveggja ára samningi við Kópavogsliðið á sunnudagskvöldið. „Við hittumst á föstudaginn og ræddum málin. Svo komumst við að samkomulagi á sunnudagskvöldið. Svona staða er ekkert ný fyrir mér. Ég tók við ÍR í 1. deild þannig að maður þekkir það að vera niðri með lið og komast svo upp þannig að ég horfi bara bjartur á framtíðina hjá HK,“ segir Bjarki. HK gekk mjög illa á tímabilinu en liðið endaði langneðst í Olís-deildinni eftir mikinn leikmannamissi síðasta sumar. Það náði aðeins í þrjú stig og vann ekki nema einn leik af 21. „Það er efniviður til staðar í félaginu en það er kannski svolítið langt í einhverja. Við ætlum að keyra á ungum mönnum og styrkja það með öðrum ungum og upprennandi. Sú vinna á að vera hafin,“ segir Bjarki en skömmu eftir að tilkynnt var um samning hans tilkynntu HK-ingar að búið væri að framlengja samninga við hornamanninn Leó Snæ Pétursson og línumanninn Tryggva Tryggvason. „Það er mjög gott að halda þeim og þessum kjarna sem var þarna síðastliðinn vetur. Síðan þurfum við bara að bæta við og gera þetta að alvöru hóp.“ Bjarki hefur þjálfað ÍR undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu upp úr 1. deildinni og festi það í sessi í úrvalsdeildinni. Liðið varð bikarmeistari í fyrra og komst aftur í bikarúrslitin í ár. Illa gekk hjá liðinu undir lok þessarar leiktíðar og fór það í tilgangslaust umspil um áframhaldandi veru í deildinni. „Þetta tímabil einkenndist af miklum meiðslum. Við vorum með einn mann meiddan í bikarúrslitunum en eftir það meiðast allt að tíu menn og þá verður þetta erfitt. Margir þeirra voru lykilmenn,“ segir Bjarki sem gengur ekki svekktur frá borði þrátt fyrir árangurinn með liðið. „Ég held að þetta hafi bara verið ágætis tímapunktur til að hætta með ÍR. Þeir sáu hagsýni í að fá Bjarna (Fritzson) fyrst að hann var á leiðinni heim og mér finnst bara sniðugt að gera hann að þjálfara. Við tókum bara sameiginlega ákvörðun um að ég myndi láta af störfum. Trúðu mér, ef ég hefði verið brjálaður yfir þessu hefði ég látið í mér heyra,“ segir Bjarki sem kveður ÍR með söknuði. „Þetta voru frábær ár hjá ÍR. Þessi klúbbur er stórkostlegur. Þarna vinnur frábært fólk á bak við tjöldin en án þess hefðum við ekkert náð svona langt. Ég kveð ÍR mjög sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þjálfa þetta lið,“ segir Bjarki Sigurðsson.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira