Dusta rykið af hljóðfærunum Baldvin Þormóðsson skrifar 26. maí 2014 10:00 Guðmundur Hreiðarsson er einn meðlima brassbandsins. Mynd/Úr einkasafni Það er ekki á hverjum degi sem verða til lúðrasveitir á Íslandi en gamlir skólafélagar úr Grafarvogi ákváðu að rifja upp gamla takta og stofnuðu Brassband Reykjavíkur á dögunum. „Við tókum saman í fyrra eftir mikla endurfundi,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, einn meðlima brassbandsins. „Stofnmeðlimir skólahljómsveitarinnar komu saman og spiluðu í tilefni tuttugu ára afmælis hennar,“ segir Guðmundur en flestir hljóðfæraleikararnir höfðu ekki spilað í um áratug þegar tónleikarnir fóru fram. „Síðan gátum við einfaldlega ekki hætt að spila eftir tónleikana og úr varð Brassband Reykjavíkur,“ segir Guðmundur. Brassbandið sker sig úr hefðbundnum lúðrasveitum þar sem það eru einungis málmblásturshljóðfæri í bandinu. „Brassið varð til í Englandi þegar námumennirnir voru sendir í brassbönd svo þeir væru ekki að drekka sig fulla á kvöldin,“ segir hljóðfæraleikarinn og hlær. „Síðan voru þeir látnir spila á lúðra því það voru ódýrustu hljóðfærin.“ Hljómsveitin fer ekki hægt af stað en hún kemur fram á tónleikum næsta miðvikudag klukkan átta í Fella- og Hólakirkju. „Þetta er ferlega skemmtilegt fyrir okkur sem erum að spila og ég vona að það sé það líka fyrir þá sem hlusta,“ segir Guðmundur og hlær. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem verða til lúðrasveitir á Íslandi en gamlir skólafélagar úr Grafarvogi ákváðu að rifja upp gamla takta og stofnuðu Brassband Reykjavíkur á dögunum. „Við tókum saman í fyrra eftir mikla endurfundi,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, einn meðlima brassbandsins. „Stofnmeðlimir skólahljómsveitarinnar komu saman og spiluðu í tilefni tuttugu ára afmælis hennar,“ segir Guðmundur en flestir hljóðfæraleikararnir höfðu ekki spilað í um áratug þegar tónleikarnir fóru fram. „Síðan gátum við einfaldlega ekki hætt að spila eftir tónleikana og úr varð Brassband Reykjavíkur,“ segir Guðmundur. Brassbandið sker sig úr hefðbundnum lúðrasveitum þar sem það eru einungis málmblásturshljóðfæri í bandinu. „Brassið varð til í Englandi þegar námumennirnir voru sendir í brassbönd svo þeir væru ekki að drekka sig fulla á kvöldin,“ segir hljóðfæraleikarinn og hlær. „Síðan voru þeir látnir spila á lúðra því það voru ódýrustu hljóðfærin.“ Hljómsveitin fer ekki hægt af stað en hún kemur fram á tónleikum næsta miðvikudag klukkan átta í Fella- og Hólakirkju. „Þetta er ferlega skemmtilegt fyrir okkur sem erum að spila og ég vona að það sé það líka fyrir þá sem hlusta,“ segir Guðmundur og hlær.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira