Hlýtur að vera eitthvað lið heima sem hefur not fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. maí 2014 08:00 Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson er samningslaus. Vísir/Daníel „Það var algjörlega frábært að enda þetta svona. Ég gat ekki beðið um það mikið betra,“ segir Þórir Ólafsson en hann varð pólskur meistari um síðustu helgi og yfirgefur því félagið á besta mögulega hátt. Þetta var þriðja árið í röð sem félag Þóris, Kielce, verður pólskur meistari. Framtíðin er aftur á móti í óvissu hjá hornamanninum snjalla. Hann er samningslaus og ef ekkert breytist þá er hann á leið heim. „Það eru einhverjar smá þreifingar í gangi en ekkert sem hægt er að treysta á núna. Næstu fjórir dagar munu örugglega skera úr um það hvort ég fer eitthvert annað eða kem heim,“ segir Þórir. Þórir á hús á Selfossi en ef hann ákveður að spila í Reykjavík þá ætlar hann að leigja húsið áfram. „Þetta er leiðinleg óvissa sem ég er í en svona er þetta. Það er ekki alltaf á vísan að róa. Það er ekkert að því að koma heim og spila þar. Ég lít alls ekki neikvætt á það,“ segir hornamaðurinn sem er að klára sitt níunda ár í atvinnumennskunni. „Strákarnir mínir eru spenntir að fara heim. Eldri strákurinn minn er að verða níu ára og vildi gjarna flytja heim. Helst vildi hann þó vera áfram hér enda líður honum vel hér og á góða vini,“ segir Þórir. Fram undan eru landsliðsverkefni hjá Þóri en koma þarf landsliðinu á HM. Eftir það stefnir Þórir á að fara í samningaviðræður við félög hér heima ef ekkert annað kemur upp. „Allt tekur enda og það hlýtur að vera eitthvert lið heima sem hefur not fyrir mig,“ segir Þórir hógvær en þó svo hann sé að verða 35 ára er hann enn að spila frábærlega og á nóg inni. Þórir verður með íslenska landsliðinu sem mætir Bosníu í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM í Katar sem fram fer í janúar á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í Sarajevó laugardaginn 7. júní og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
„Það var algjörlega frábært að enda þetta svona. Ég gat ekki beðið um það mikið betra,“ segir Þórir Ólafsson en hann varð pólskur meistari um síðustu helgi og yfirgefur því félagið á besta mögulega hátt. Þetta var þriðja árið í röð sem félag Þóris, Kielce, verður pólskur meistari. Framtíðin er aftur á móti í óvissu hjá hornamanninum snjalla. Hann er samningslaus og ef ekkert breytist þá er hann á leið heim. „Það eru einhverjar smá þreifingar í gangi en ekkert sem hægt er að treysta á núna. Næstu fjórir dagar munu örugglega skera úr um það hvort ég fer eitthvert annað eða kem heim,“ segir Þórir. Þórir á hús á Selfossi en ef hann ákveður að spila í Reykjavík þá ætlar hann að leigja húsið áfram. „Þetta er leiðinleg óvissa sem ég er í en svona er þetta. Það er ekki alltaf á vísan að róa. Það er ekkert að því að koma heim og spila þar. Ég lít alls ekki neikvætt á það,“ segir hornamaðurinn sem er að klára sitt níunda ár í atvinnumennskunni. „Strákarnir mínir eru spenntir að fara heim. Eldri strákurinn minn er að verða níu ára og vildi gjarna flytja heim. Helst vildi hann þó vera áfram hér enda líður honum vel hér og á góða vini,“ segir Þórir. Fram undan eru landsliðsverkefni hjá Þóri en koma þarf landsliðinu á HM. Eftir það stefnir Þórir á að fara í samningaviðræður við félög hér heima ef ekkert annað kemur upp. „Allt tekur enda og það hlýtur að vera eitthvert lið heima sem hefur not fyrir mig,“ segir Þórir hógvær en þó svo hann sé að verða 35 ára er hann enn að spila frábærlega og á nóg inni. Þórir verður með íslenska landsliðinu sem mætir Bosníu í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM í Katar sem fram fer í janúar á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í Sarajevó laugardaginn 7. júní og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira