Réttlátari Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Á morgun veljum við Reykvíkingar um hvernig samfélagi við viljum búa í. Stefna Vinstri grænna er að gera gott samfélag enn betra, með réttlæti, jöfnuð og sjálfbærni að leiðarljósi. Það þarf að útrýma fátækt og tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar óháð efnahag foreldra þeirra. Það viljum við gera með því að afnema gjaldheimtu fyrir leikskóla, skólamáltíða og frístundaheimila og tryggja barnafjölskyldum með því auknar ráðstöfunartekjur. Við verðum að standa vörð um almannaþjónustuna og eigur almennings. Þannig er hægt að tryggja að borgin bjóði upp á fjölbreytta og góða þjónustu í samræmi við þarfir og vilja borgarbúa en ekki einkaaðila og gróðasjónarmiða. Það er mikilvægt að standa með starfsfólki í almannaþjónustu, bæta kjör þess og aðstæður til starfsþróunar. Margir borgarbúar eiga í vandræðum með að finna sér öruggt og varanlegt húsnæði á viðráðanlegu verði og það er langt síðan húsnæðismál hafa verið jafn mikilvægt viðfangsefni í stjórnmálum. Borgarstjórn verður að leggja sitt af mörkum til að jafna aðstöðumun leigjenda og eigenda húsnæðis. Það viljum við gera með því að stuðla að uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða á félagslegum grunni með aðkomu borgarinnar. Auk þess þarf að mæta biðlistum eftir félagslegu húsnæði og hækka húsaleigubætur. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta ógnin við það samfélag manna sem við þekkjum og við lítum á það sem skyldu borgarinnar að bregðast við. Í allri stefnumótun okkar og ákvarðanatöku á vettvangi borgarstjórnar munum við hafa ábyrgari lifnaðarhætti, minni neyslu og sóun, breytta samgönguhætti og ábyrgari auðlindanýtingu að leiðarljósi. Það verður að virða mannréttindi og frelsi allra borgarbúa. Það er óásættanlegt að hugmyndafræði sem gengur gegn mannréttindum og elur á fordómum fái að hreiðra um sig í borgarstjórn. Allir borgarbúar eiga að njóta sömu réttinda, frelsis og tækifæra án undantekninga. Atkvæði greitt Vinstri grænum er í þágu réttlætis í Reykjavík. Vinstri græn eru reiðubúin til að stíga róttæk og nauðsynleg skref til til að gera gott samfélag enn betra. Ef viljinn er fyrir hendi er betra samfélag raunhæft markmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á morgun veljum við Reykvíkingar um hvernig samfélagi við viljum búa í. Stefna Vinstri grænna er að gera gott samfélag enn betra, með réttlæti, jöfnuð og sjálfbærni að leiðarljósi. Það þarf að útrýma fátækt og tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar óháð efnahag foreldra þeirra. Það viljum við gera með því að afnema gjaldheimtu fyrir leikskóla, skólamáltíða og frístundaheimila og tryggja barnafjölskyldum með því auknar ráðstöfunartekjur. Við verðum að standa vörð um almannaþjónustuna og eigur almennings. Þannig er hægt að tryggja að borgin bjóði upp á fjölbreytta og góða þjónustu í samræmi við þarfir og vilja borgarbúa en ekki einkaaðila og gróðasjónarmiða. Það er mikilvægt að standa með starfsfólki í almannaþjónustu, bæta kjör þess og aðstæður til starfsþróunar. Margir borgarbúar eiga í vandræðum með að finna sér öruggt og varanlegt húsnæði á viðráðanlegu verði og það er langt síðan húsnæðismál hafa verið jafn mikilvægt viðfangsefni í stjórnmálum. Borgarstjórn verður að leggja sitt af mörkum til að jafna aðstöðumun leigjenda og eigenda húsnæðis. Það viljum við gera með því að stuðla að uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða á félagslegum grunni með aðkomu borgarinnar. Auk þess þarf að mæta biðlistum eftir félagslegu húsnæði og hækka húsaleigubætur. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta ógnin við það samfélag manna sem við þekkjum og við lítum á það sem skyldu borgarinnar að bregðast við. Í allri stefnumótun okkar og ákvarðanatöku á vettvangi borgarstjórnar munum við hafa ábyrgari lifnaðarhætti, minni neyslu og sóun, breytta samgönguhætti og ábyrgari auðlindanýtingu að leiðarljósi. Það verður að virða mannréttindi og frelsi allra borgarbúa. Það er óásættanlegt að hugmyndafræði sem gengur gegn mannréttindum og elur á fordómum fái að hreiðra um sig í borgarstjórn. Allir borgarbúar eiga að njóta sömu réttinda, frelsis og tækifæra án undantekninga. Atkvæði greitt Vinstri grænum er í þágu réttlætis í Reykjavík. Vinstri græn eru reiðubúin til að stíga róttæk og nauðsynleg skref til til að gera gott samfélag enn betra. Ef viljinn er fyrir hendi er betra samfélag raunhæft markmið.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun