„Allt getur gerst“ í Hafnarfirði Bjarki Ármannsson skrifar 2. júní 2014 10:30 Myndun meirihluta getur enn farið á hvorn veginn sem er í Hafnarfirði. Vísir/Stefán Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Hafnarfirði í fyrsta sinn frá árinu 1998 í kosningunum á laugardag. Samfylkingin, sem hlaut flest atkvæði í síðustu þrennum bæjarstjórnarkosningum, missir tvo menn úr bæjarstjórn. „Meirihlutinn er fallinn og fólk vill gefa Samfylkingunni frí, það er alveg skýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkur hennar hlaut 35,8 prósent atkvæða og náði fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Rósa segir að tími muni fara í það á næstunni að tala saman milli flokka um mögulega myndun meirihluta. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur í Hafnarfirði þarf hann að mynda meirihluta með einum hinna þriggja flokkanna og hlýtur Björt framtíð að teljast líklegasti kosturinn. „Það er margt sem hljómar vel í mínum eyrum í þeirra stefnuskrá og ýmislegt líka hjá hinum,“ segir Rósa. „Það verða málamiðlanir, auðvitað, og við skulum bara sjá hvað setur.“Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir ekki sjálfgefið að Samfylkingin verði utan meirihluta. „Ég lít svo á að það sé í höndum Bjartrar framtíðar núna að ákveða hvort hún vilji starfa til hægri og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn, eða með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum,“ segir Gunnar. „Ég hefði eðlilega flokkað Samfylkinguna og Bjarta framtíð saman.“ Allt bendir því til að nýliðarnir í Bjartri framtíð séu í kjörstöðu varðandi myndun meirihluta. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, segir þó ekkert víst í þeim efnum. „Það sem við viljum fyrst og fremst vera alveg viss um er að við séum algjörlega sátt við okkar val,“ segir Guðlaug. „Það getur líka einhver annar myndað meirihluta án okkar. Það getur allt gerst.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09 Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00 Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08 Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46 Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26 „Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39 Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Hafnarfirði í fyrsta sinn frá árinu 1998 í kosningunum á laugardag. Samfylkingin, sem hlaut flest atkvæði í síðustu þrennum bæjarstjórnarkosningum, missir tvo menn úr bæjarstjórn. „Meirihlutinn er fallinn og fólk vill gefa Samfylkingunni frí, það er alveg skýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkur hennar hlaut 35,8 prósent atkvæða og náði fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Rósa segir að tími muni fara í það á næstunni að tala saman milli flokka um mögulega myndun meirihluta. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur í Hafnarfirði þarf hann að mynda meirihluta með einum hinna þriggja flokkanna og hlýtur Björt framtíð að teljast líklegasti kosturinn. „Það er margt sem hljómar vel í mínum eyrum í þeirra stefnuskrá og ýmislegt líka hjá hinum,“ segir Rósa. „Það verða málamiðlanir, auðvitað, og við skulum bara sjá hvað setur.“Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir ekki sjálfgefið að Samfylkingin verði utan meirihluta. „Ég lít svo á að það sé í höndum Bjartrar framtíðar núna að ákveða hvort hún vilji starfa til hægri og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn, eða með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum,“ segir Gunnar. „Ég hefði eðlilega flokkað Samfylkinguna og Bjarta framtíð saman.“ Allt bendir því til að nýliðarnir í Bjartri framtíð séu í kjörstöðu varðandi myndun meirihluta. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, segir þó ekkert víst í þeim efnum. „Það sem við viljum fyrst og fremst vera alveg viss um er að við séum algjörlega sátt við okkar val,“ segir Guðlaug. „Það getur líka einhver annar myndað meirihluta án okkar. Það getur allt gerst.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09 Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00 Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08 Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46 Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26 „Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39 Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09
Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00
Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08
Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46
Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26
„Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39
Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29