Greindist aftur með æxli í bakinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2014 07:00 Kári hefur þurft að bíða í óvissu núna í nokkurn tíma og þarf að bíða í viku í viðbót eftir staðfestingu á því hvers kyns æxlið sé. Fréttablaðið/Vilhelm Kári Kristján Kristjánsson tók ekki þátt í leikjum Íslands gegn Portúgal á dögunum og það var skýring á fjarveru hans. Stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig sem og mína nánustu auðvitað,“ segir Kári Kristján en hann fór í aðgerð í febrúar á síðasta ári þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. „Ég komst að þessu í maí þegar ég var í eftirfylgni. Ég fór svo í stóra sýnatöku fyrir tveimur vikum og á svo fund úti í Danmörku eftir viku og þá kemst ég að því hver staðan er. Hvort æxlið sé góð- eða illkynja. Í kjölfarið verður æxlið fjarlægt og það verður gert í þessum mánuði. Ég mun fara í þá aðgerð í Danmörku.“Æxlið á sama stað Síðast var æxlið í baki Kára góðkynja en það er engin ávísun á að svo verði núna. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og síðast í bakinu á mér. Auðvitað krossa ég fingur að þetta sé góðkynja rétt eins og síðast. Það stuðar þá samt svolítið hvað æxlið er orðið stórt á stuttum tíma,“ segir Kári en það var eðlilega erfitt fyrir hann að fá þessa niðurstöðu. „Þetta er helvítis skellur. Þegar ég labbaði inn í skoðunina þá leið mér ekkert verr eða betur en síðustu mánuði. Ég fann enga breytingu á mér og átti því ekki von á þessari niðurstöðu. Þegar maður fer í svona aðgerð eins og ég fór í síðast þá getur maður fundið ertingu og óþægindi í allt að tvö ár á eftir. Tilfinningin var hvorki verri né betri hjá mér síðustu mánuði. Hún var alltaf eins. Þess vegna fannst mér það vera alveg ótrúlegt að það væri aftur komið stórt æxli í bakið á mér. Þetta gerist óþægilega hratt.“ Kári segir að æxlið liggi ekki ofan á neinum líffærum og það gerir læknum auðveldara fyrir að fjarlægja það. „Það er góðs viti að þetta komi upp á sama stað og það er góðs viti eins langt og það nær. Næsta skref er að tækla þetta af krafti og reyna að komast eins vel í gegnum þetta og mögulegt er. Annað mætir afgangi á meðan.“Óhugnanlegt hve vöxturinn er ör Óvissan er eðlilega mjög erfið fyrir Kára og á svona stundum læðast að honum margar hugsanir. „Það sem gerir þetta óhugnanlegt er hvað þetta kemur hratt aftur og að æxlið skuli vaxa á þessum hraða. Maður fer að pæla í því hvort þetta sé einhver árlegur viðburður. Hvort maður verði bara undir hnífnum á hverju ári þangað til maður er dauður. Eðlilega hugsar maður svona,“ segir línutröllið sem ætlar þó að tækla þessi veikindi af miklum krafti. „Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég laus eftir þessa aðgerð. Það er allt til í þessu þó svo það sé hörmulegt að bíða lengi eftir niðurstöðu. Það hjálpar aðeins að vera með reynslu. Síðast þá svaf ég ekkert. Ég er ögn rólegri núna en það er samt alltaf ótti í manni.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson tók ekki þátt í leikjum Íslands gegn Portúgal á dögunum og það var skýring á fjarveru hans. Stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig sem og mína nánustu auðvitað,“ segir Kári Kristján en hann fór í aðgerð í febrúar á síðasta ári þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. „Ég komst að þessu í maí þegar ég var í eftirfylgni. Ég fór svo í stóra sýnatöku fyrir tveimur vikum og á svo fund úti í Danmörku eftir viku og þá kemst ég að því hver staðan er. Hvort æxlið sé góð- eða illkynja. Í kjölfarið verður æxlið fjarlægt og það verður gert í þessum mánuði. Ég mun fara í þá aðgerð í Danmörku.“Æxlið á sama stað Síðast var æxlið í baki Kára góðkynja en það er engin ávísun á að svo verði núna. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og síðast í bakinu á mér. Auðvitað krossa ég fingur að þetta sé góðkynja rétt eins og síðast. Það stuðar þá samt svolítið hvað æxlið er orðið stórt á stuttum tíma,“ segir Kári en það var eðlilega erfitt fyrir hann að fá þessa niðurstöðu. „Þetta er helvítis skellur. Þegar ég labbaði inn í skoðunina þá leið mér ekkert verr eða betur en síðustu mánuði. Ég fann enga breytingu á mér og átti því ekki von á þessari niðurstöðu. Þegar maður fer í svona aðgerð eins og ég fór í síðast þá getur maður fundið ertingu og óþægindi í allt að tvö ár á eftir. Tilfinningin var hvorki verri né betri hjá mér síðustu mánuði. Hún var alltaf eins. Þess vegna fannst mér það vera alveg ótrúlegt að það væri aftur komið stórt æxli í bakið á mér. Þetta gerist óþægilega hratt.“ Kári segir að æxlið liggi ekki ofan á neinum líffærum og það gerir læknum auðveldara fyrir að fjarlægja það. „Það er góðs viti að þetta komi upp á sama stað og það er góðs viti eins langt og það nær. Næsta skref er að tækla þetta af krafti og reyna að komast eins vel í gegnum þetta og mögulegt er. Annað mætir afgangi á meðan.“Óhugnanlegt hve vöxturinn er ör Óvissan er eðlilega mjög erfið fyrir Kára og á svona stundum læðast að honum margar hugsanir. „Það sem gerir þetta óhugnanlegt er hvað þetta kemur hratt aftur og að æxlið skuli vaxa á þessum hraða. Maður fer að pæla í því hvort þetta sé einhver árlegur viðburður. Hvort maður verði bara undir hnífnum á hverju ári þangað til maður er dauður. Eðlilega hugsar maður svona,“ segir línutröllið sem ætlar þó að tækla þessi veikindi af miklum krafti. „Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég laus eftir þessa aðgerð. Það er allt til í þessu þó svo það sé hörmulegt að bíða lengi eftir niðurstöðu. Það hjálpar aðeins að vera með reynslu. Síðast þá svaf ég ekkert. Ég er ögn rólegri núna en það er samt alltaf ótti í manni.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira