Besti kvaddur: „Þetta var svona gjörningur“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2014 09:00 Besti flokkurinn líður undir lok 16. júní þegar ný borgarstjórn tekur við Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningarloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgarstjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr síðustu fjögur ár S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr „Þetta var svona gjörningur. Hann var svolítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ Dr. Gunni, 11. Sæti Besta flokksins „Þetta var góð hugmynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta Flokksins „Allt var þetta rísastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Oddný Sturludóttir,fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihlutasamstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangsefninu.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kokhraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komumst þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins „Þetta er búið að vera alveg ofboðslega lærdómsríkt og gaman og góð tilraun. Tilraun sem heppnaðist. Það er eins og maður sé að stíga úr rússibana, ferðalagið er að verða búið og það vekur upp blendnar tilfinningar, ég er feginn að þetta sé búið en ég á eftir að sakna margra.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þau komu inn sem hálfgerður brandari en þeir borgarfulltrúar sem þarna voru kjörnir snéru sér síðan að verkefnunum á vettvangi Reykjavíkurborgar og mér finnnst þau hafa leyst verkefnin vel af hendi. Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórnmálum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“ Borgarstjórn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningarloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgarstjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr síðustu fjögur ár S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr „Þetta var svona gjörningur. Hann var svolítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ Dr. Gunni, 11. Sæti Besta flokksins „Þetta var góð hugmynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta Flokksins „Allt var þetta rísastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Oddný Sturludóttir,fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihlutasamstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangsefninu.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kokhraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komumst þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins „Þetta er búið að vera alveg ofboðslega lærdómsríkt og gaman og góð tilraun. Tilraun sem heppnaðist. Það er eins og maður sé að stíga úr rússibana, ferðalagið er að verða búið og það vekur upp blendnar tilfinningar, ég er feginn að þetta sé búið en ég á eftir að sakna margra.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þau komu inn sem hálfgerður brandari en þeir borgarfulltrúar sem þarna voru kjörnir snéru sér síðan að verkefnunum á vettvangi Reykjavíkurborgar og mér finnnst þau hafa leyst verkefnin vel af hendi. Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórnmálum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“
Borgarstjórn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira