Besti kvaddur: „Þetta var svona gjörningur“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2014 09:00 Besti flokkurinn líður undir lok 16. júní þegar ný borgarstjórn tekur við Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningarloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgarstjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr síðustu fjögur ár S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr „Þetta var svona gjörningur. Hann var svolítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ Dr. Gunni, 11. Sæti Besta flokksins „Þetta var góð hugmynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta Flokksins „Allt var þetta rísastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Oddný Sturludóttir,fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihlutasamstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangsefninu.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kokhraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komumst þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins „Þetta er búið að vera alveg ofboðslega lærdómsríkt og gaman og góð tilraun. Tilraun sem heppnaðist. Það er eins og maður sé að stíga úr rússibana, ferðalagið er að verða búið og það vekur upp blendnar tilfinningar, ég er feginn að þetta sé búið en ég á eftir að sakna margra.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þau komu inn sem hálfgerður brandari en þeir borgarfulltrúar sem þarna voru kjörnir snéru sér síðan að verkefnunum á vettvangi Reykjavíkurborgar og mér finnnst þau hafa leyst verkefnin vel af hendi. Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórnmálum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“ Borgarstjórn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningarloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgarstjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr síðustu fjögur ár S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr „Þetta var svona gjörningur. Hann var svolítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ Dr. Gunni, 11. Sæti Besta flokksins „Þetta var góð hugmynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta Flokksins „Allt var þetta rísastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Oddný Sturludóttir,fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihlutasamstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangsefninu.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kokhraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komumst þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins „Þetta er búið að vera alveg ofboðslega lærdómsríkt og gaman og góð tilraun. Tilraun sem heppnaðist. Það er eins og maður sé að stíga úr rússibana, ferðalagið er að verða búið og það vekur upp blendnar tilfinningar, ég er feginn að þetta sé búið en ég á eftir að sakna margra.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þau komu inn sem hálfgerður brandari en þeir borgarfulltrúar sem þarna voru kjörnir snéru sér síðan að verkefnunum á vettvangi Reykjavíkurborgar og mér finnnst þau hafa leyst verkefnin vel af hendi. Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórnmálum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“
Borgarstjórn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira