Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2014 07:00 Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, við meðferð Aurum-málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í svokölluðu Aurum-máli í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir ekki rétt sem haldið hafi verið fram að dómurinn hafi valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki um ættartengsl sérfróðs meðdómara í málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur sagst mundu hafa mótmælt skipan Sverris Ólafssonar sem sérfróðs meðdómara í Aurum-málinu ef hann hefði vitað að Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns, sem ákærður var af sérstökum saksóknara og dæmdur í Al-Thani málinu.Ekki við dóminn að sakast Guðjón segir að vegna margs konar misvísandi fréttaflutnings af málinu þyki honum rétt að það komi fram að hann sem dómsformaður gæti að hæfi sérfróðs meðdómsmanns. „Það var gert eins og lög áskilja. Meðdómsmaður hefur enga tilkynningaskyldu út á við. Ef málflytjendur eru ósammála dómsformanni um hæfi meðdómsmanns geta þeir gert athugasemdir. Sé það ekki gert er ekki við dóminn að sakast,“ segir Guðjón. Eftir að flestir sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir af ákærum sérstaks saksóknara ræddi hann skipan Sverris Ólafssonar sem meðdómara.Ákæruvaldið á sjálft að kanna meðdómendur „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ svaraði Ólafur Þór Hauksson í fréttum Bylgjunnar laugardaginn 8. júní, spurður hvort vakin yrði athygli á þessu atriði fyrir Hæstarétti ef málinu verður áfrýjað þangað eða að jafnvel krafist yrði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. Sem fyrr segir telur Guðjón S. Marteinsson ekki við héraðsdóm að sakast geri málflytjendur ekki athugasemdir. „Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að dómurinn, hér dómsformaður eða meðdómsmaður, hafi með athöfnum eða athafnaleysi valdið einhvers konar réttarspjöllum þannig að ákæruvaldið hafi ekki komið að andmælum. Ákæruvaldið á við sjálft sig hvernig það kannar bakgrunn sérfróðra meðdómsmanna. Hvað ákæruvaldið vissi eða vissi ekki er fyrir utan þessa umræðu,“ segir Guðjón. Aurum Holding málið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Um þriðjungur íbúa í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í svokölluðu Aurum-máli í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir ekki rétt sem haldið hafi verið fram að dómurinn hafi valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki um ættartengsl sérfróðs meðdómara í málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur sagst mundu hafa mótmælt skipan Sverris Ólafssonar sem sérfróðs meðdómara í Aurum-málinu ef hann hefði vitað að Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns, sem ákærður var af sérstökum saksóknara og dæmdur í Al-Thani málinu.Ekki við dóminn að sakast Guðjón segir að vegna margs konar misvísandi fréttaflutnings af málinu þyki honum rétt að það komi fram að hann sem dómsformaður gæti að hæfi sérfróðs meðdómsmanns. „Það var gert eins og lög áskilja. Meðdómsmaður hefur enga tilkynningaskyldu út á við. Ef málflytjendur eru ósammála dómsformanni um hæfi meðdómsmanns geta þeir gert athugasemdir. Sé það ekki gert er ekki við dóminn að sakast,“ segir Guðjón. Eftir að flestir sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir af ákærum sérstaks saksóknara ræddi hann skipan Sverris Ólafssonar sem meðdómara.Ákæruvaldið á sjálft að kanna meðdómendur „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ svaraði Ólafur Þór Hauksson í fréttum Bylgjunnar laugardaginn 8. júní, spurður hvort vakin yrði athygli á þessu atriði fyrir Hæstarétti ef málinu verður áfrýjað þangað eða að jafnvel krafist yrði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. Sem fyrr segir telur Guðjón S. Marteinsson ekki við héraðsdóm að sakast geri málflytjendur ekki athugasemdir. „Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að dómurinn, hér dómsformaður eða meðdómsmaður, hafi með athöfnum eða athafnaleysi valdið einhvers konar réttarspjöllum þannig að ákæruvaldið hafi ekki komið að andmælum. Ákæruvaldið á við sjálft sig hvernig það kannar bakgrunn sérfróðra meðdómsmanna. Hvað ákæruvaldið vissi eða vissi ekki er fyrir utan þessa umræðu,“ segir Guðjón.
Aurum Holding málið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Um þriðjungur íbúa í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira