„Ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2014 06:30 Baráttukona. Mist Edvardsdóttir í leik með Val í Pepsi-deild kvenna. fréttablaðið/daníel Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Valskona úr Mosfellsbæ fékk tíðindin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún fer í svokallaðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æfingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augnablik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíðindin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flestar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæfingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekkert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Valskona úr Mosfellsbæ fékk tíðindin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún fer í svokallaðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æfingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augnablik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíðindin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flestar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæfingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekkert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira