Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Brjánn Jónasson skrifar 24. júní 2014 06:45 Ferðamenn jafnt sem heimamenn geta búist við að þurfa að greiða 600 krónur fyrir að heimsækja fjöruna á Stokksnesi. Mynd/Runólfur Hauksson Falli landeigandinn á Stokksnesi ekki frá nýtilkominni gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um landareign hans mun Landhelgisgæsla Íslands (LHG) krefjast lögbanns á gjaldheimtuna, segir Georg Lárusson, forstjóri stofnunarinnar. Landeigandinn lokaði um helgina veginum fyrir óviðkomandi umferð, og rukkar þá sem aka um hann um 600 krónur. Landareign hans liggur sunnan við Þjóðveg 1. Á henni er Stokksnes, þar sem Atlantshafsbandalagið reisti og rak ratsjárstöð. Nú hefur LHG tekið við rekstri stöðvarinnar, og leigir því hluta landsins undir starfsemina.Georg LárussonGeorg segir landeigandann ekkert samráð hafa haft við Gæsluna um að loka veginum, sem liggur meðal annars að ratsjárstöðinni. Vegurinn liggur líka nálægt fjöru sem hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir bæði ferðamenn og fjölskyldufólk frá Höfn í Hornafirði, sem liggur um fimm kílómetrum vestar. „Við erum algerlega á móti þessu, þetta kemur ekki til greina,“ segir Georg. „Hann er búinn að leigja okkur landið og ef hann lætur ekki af þessu strax verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Hann segir ekki koma til greina að heimila landeigandanum að rukka fyrir aðgang að landi sem ríkið leigi fyrir verulega upphæð. Hann segir að svæðið sem LHG leigi sé miklu stærra en sá hluti sem liggur innan girðingar í kringum ratsjárstöðina sjálfa.Eigandinn ósáttur við ríkið „Það er tvennt í þessu, gera þetta eða loka veginum,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar. Hann segir að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í viðhaldi vegarins og því sé ekkert annað að gera fyrir sig en að taka upp gjald fyrir ferðamenn. „Ég er ekki að taka gjald fyrir það sem ég ætla að gera í framtíðinni, ég er búinn að byggja upp þjónustuna,“ segir Ómar. Hann rekur kaffihúsið Viking Café, sem er um kílómetra frá fjörunni. Hann segist hafa boðið upp á salernisþjónustu síðustu fjögur ár án þess að rukka krónu fyrir. Ómar segir talningu sýna að 10 þúsund bílar fari um veginn á hverju ári. Talsverður hluti af því séu rútur. Út frá því megi áætla að um 40 þúsund manns fari um svæðið á hverju ári.Ekki í slag við fólk „Ef menn eru í voðalegri fýlu þá verða menn bara að vera það,“ segir Ómar. Hann segir þó engan í slag við fólk, það komi einfaldlega inn, greiði sitt gjald og geti svo gengið um svæðið að vild. Hann segir að hingað til hafi enginn amast við gjaldinu, ferðamenn hafi greitt með glöðu geði. Ómar segist hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til að taka þátt í kostnaði við viðhald vegarins, en þar á bæ hafi menn bent á Vegagerðina. Vegagerðin hafi hins vegar ekki viljað greiða neitt. Georg segir að Landhelgisgæslan geti ekki amast við því að landeigandinn setji upp hlið fyrir neðan afleggjarann að ratsjárstöðinni, og selji aðgang á þann hluta landsins sem gæslan leigi ekki. „Málið er einfalt, hann hefur ekki heimild til að selja inn á það svæði sem við leigjum,“ segir Georg. Hann segir þá staði sem ferðamenn sæki mest í innan svæðisins sem ríkið sé með á leigu, og því hafi landeigandinn ekki mikið eftir til að selja. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Falli landeigandinn á Stokksnesi ekki frá nýtilkominni gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um landareign hans mun Landhelgisgæsla Íslands (LHG) krefjast lögbanns á gjaldheimtuna, segir Georg Lárusson, forstjóri stofnunarinnar. Landeigandinn lokaði um helgina veginum fyrir óviðkomandi umferð, og rukkar þá sem aka um hann um 600 krónur. Landareign hans liggur sunnan við Þjóðveg 1. Á henni er Stokksnes, þar sem Atlantshafsbandalagið reisti og rak ratsjárstöð. Nú hefur LHG tekið við rekstri stöðvarinnar, og leigir því hluta landsins undir starfsemina.Georg LárussonGeorg segir landeigandann ekkert samráð hafa haft við Gæsluna um að loka veginum, sem liggur meðal annars að ratsjárstöðinni. Vegurinn liggur líka nálægt fjöru sem hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir bæði ferðamenn og fjölskyldufólk frá Höfn í Hornafirði, sem liggur um fimm kílómetrum vestar. „Við erum algerlega á móti þessu, þetta kemur ekki til greina,“ segir Georg. „Hann er búinn að leigja okkur landið og ef hann lætur ekki af þessu strax verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Hann segir ekki koma til greina að heimila landeigandanum að rukka fyrir aðgang að landi sem ríkið leigi fyrir verulega upphæð. Hann segir að svæðið sem LHG leigi sé miklu stærra en sá hluti sem liggur innan girðingar í kringum ratsjárstöðina sjálfa.Eigandinn ósáttur við ríkið „Það er tvennt í þessu, gera þetta eða loka veginum,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar. Hann segir að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í viðhaldi vegarins og því sé ekkert annað að gera fyrir sig en að taka upp gjald fyrir ferðamenn. „Ég er ekki að taka gjald fyrir það sem ég ætla að gera í framtíðinni, ég er búinn að byggja upp þjónustuna,“ segir Ómar. Hann rekur kaffihúsið Viking Café, sem er um kílómetra frá fjörunni. Hann segist hafa boðið upp á salernisþjónustu síðustu fjögur ár án þess að rukka krónu fyrir. Ómar segir talningu sýna að 10 þúsund bílar fari um veginn á hverju ári. Talsverður hluti af því séu rútur. Út frá því megi áætla að um 40 þúsund manns fari um svæðið á hverju ári.Ekki í slag við fólk „Ef menn eru í voðalegri fýlu þá verða menn bara að vera það,“ segir Ómar. Hann segir þó engan í slag við fólk, það komi einfaldlega inn, greiði sitt gjald og geti svo gengið um svæðið að vild. Hann segir að hingað til hafi enginn amast við gjaldinu, ferðamenn hafi greitt með glöðu geði. Ómar segist hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til að taka þátt í kostnaði við viðhald vegarins, en þar á bæ hafi menn bent á Vegagerðina. Vegagerðin hafi hins vegar ekki viljað greiða neitt. Georg segir að Landhelgisgæslan geti ekki amast við því að landeigandinn setji upp hlið fyrir neðan afleggjarann að ratsjárstöðinni, og selji aðgang á þann hluta landsins sem gæslan leigi ekki. „Málið er einfalt, hann hefur ekki heimild til að selja inn á það svæði sem við leigjum,“ segir Georg. Hann segir þá staði sem ferðamenn sæki mest í innan svæðisins sem ríkið sé með á leigu, og því hafi landeigandinn ekki mikið eftir til að selja.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira