Ekki markmiðið að krækja í erlenda leikmenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2014 06:30 Magnús Agnar Magnússon er með marga bestu sparkara landsins á sínum snærum. Fréttablaðið/GVA „Maður er bara að fara að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Magnús Agnar Magnússonumboðsmaður léttur í samtali við Fréttablaðið, en hann flytur í næstu viku ásamt fjölskyldunni til Haag í Hollandi þar sem hann opnar útibú frá umboðsmannaskrifstofunni Total Football. „Bjarki Gunnlaugsson er búinn að vera með annan fótinn úti í Hollandi undanfarin misseri en hann og konan hans eru að flytja heim. Það hentar mér og minni fjölskyldu vel að flytja út núna. Konan er að fara í nám þannig að við verðum með skrifstofu úti,“ segir Magnús Agnar, en Total Football er með menn á borð við Aron Jóhannsson og Eið Smára Guðjohnsen á sínum snærum. Magnús Agnar þarf að ferðast gríðarlega mikið vegna vinnu sinnar, bæði til að heimsækja leikmennina og auðvitað félög sem hafa áhuga á þeim. „Stærsti kostnaðurinn er alltaf að fljúga frá Íslandi yfir á meginlandið. Það er gott að geta skorið það í burtu, en við verðum einnig áfram með skrifstofuna á Skólavörðustíg. Þetta er gott til að vera nær strákunum, bæði þeim í Hollandi og á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Agnar. Að búa í Hollandi gerir honum einnig frekar kleift að heimsækja fleiri lið og málsmetandi menn til að auka umsvif sín og skrifstofunnar. „Markmiðið er að styrkja samböndin í Hollandi og víðar. Við fundum alveg fyrir því hvað það var gott fyrir okkur að hafa Bjarka þarna úti. Ég er bara í 50 mínútna fjarlægt frá Alkmaar þar sem Aron er að spila.“ Magnús segir næsta skref ekki vera að krækja í erlenda leikmenn. „Það er ekki markmiðið. Frekar bara auka tengslin við strákana sem við erum með,“ segir Magnús Agnar Magnússon. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
„Maður er bara að fara að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Magnús Agnar Magnússonumboðsmaður léttur í samtali við Fréttablaðið, en hann flytur í næstu viku ásamt fjölskyldunni til Haag í Hollandi þar sem hann opnar útibú frá umboðsmannaskrifstofunni Total Football. „Bjarki Gunnlaugsson er búinn að vera með annan fótinn úti í Hollandi undanfarin misseri en hann og konan hans eru að flytja heim. Það hentar mér og minni fjölskyldu vel að flytja út núna. Konan er að fara í nám þannig að við verðum með skrifstofu úti,“ segir Magnús Agnar, en Total Football er með menn á borð við Aron Jóhannsson og Eið Smára Guðjohnsen á sínum snærum. Magnús Agnar þarf að ferðast gríðarlega mikið vegna vinnu sinnar, bæði til að heimsækja leikmennina og auðvitað félög sem hafa áhuga á þeim. „Stærsti kostnaðurinn er alltaf að fljúga frá Íslandi yfir á meginlandið. Það er gott að geta skorið það í burtu, en við verðum einnig áfram með skrifstofuna á Skólavörðustíg. Þetta er gott til að vera nær strákunum, bæði þeim í Hollandi og á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Agnar. Að búa í Hollandi gerir honum einnig frekar kleift að heimsækja fleiri lið og málsmetandi menn til að auka umsvif sín og skrifstofunnar. „Markmiðið er að styrkja samböndin í Hollandi og víðar. Við fundum alveg fyrir því hvað það var gott fyrir okkur að hafa Bjarka þarna úti. Ég er bara í 50 mínútna fjarlægt frá Alkmaar þar sem Aron er að spila.“ Magnús segir næsta skref ekki vera að krækja í erlenda leikmenn. „Það er ekki markmiðið. Frekar bara auka tengslin við strákana sem við erum með,“ segir Magnús Agnar Magnússon.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira