Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins Tómas Þór Þórðarsson skrifar 31. júlí 2014 06:00 Matt Garner stendur vaktina gegn Þrótti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fréttablaðið/Daníel ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu fimm tímabilum sem KR-ingar heimsækja ÍBV í bikarnum, en Vesturbæjarliðið hefur fagnað sigri í öll þrjú skiptin. Eini maðurinn í liði ÍBV sem spilað hefur alla þrjá leikina er enski bakvörðurinn Matt Garner, en hann verður vafalítið mættur til leiks í kvöld. „KR-ingar eru ekki alveg jafnsterkir og þeir hafa verið, en eru samt með besta hópinn og bestu leikmennina að mínu mati. Við þurfum bara að mæta 100 prósent klárir í leikinn og reyna að finna veikleika á þeim. Það er auðvitað virkilega pirrandi að tapa alltaf fyrir sama liðinu í bikarnum,“ segir Garner við Fréttablaðið.Vörnin vonbrigði Varnarleikur Eyjamanna undanfarin ár hefur verið frábær og Garner hluti af mögulega sterkustu varnarlínu Pepsi-deildarinnar. Hún hefur þó ekki verið jafnöflug í ár. „Sem varnarmaður eru það vonbrigði hvernig við höfum verið að spila. Lið hafa skorað að vild gegn okkur. En þetta er að koma til og við verið að ræða saman um það hvernig við getum bætt okkur. Við megum ekki gefa KR neinn tíma með boltann í leiknum,“ segir Garner, en þrátt fyrir ólíkt gengi liðanna í sumar hefur Englendingurinn fulla trú á sínu liði. Ekki síst vegna stuðningsins sem liðið mun fá á fyrsta degi Þjóðhátíðar.Bikarinn bjargaði „Þeir eru ekki að fara að rúlla yfir okkur. Fyrir utan bikarleikinn í fyrra, þar sem við misstum mann út af frekar snemma, hafa leikirnir gegn KR verið jafnir. Það verða líka vonandi nokkur þúsund manns á vellinum að styðja okkur þar sem veislan er að byrja hérna. Vonandi getur fólkið verið okkar tólfti maður.“ Það tók ÍBV langan tíma að vinna leik í Pepsi-deildinni, en gengið í bikarnum hefur verið betra. Liðið er búið að vinna Hauka, Þrótt og Val án þess að fá á sig mark. „Þetta er búið að bjarga sumrinu hingað til. Mér fannst gengi okkar snúast endanlega þegar við unnum Val, 3-0. Þá áttuðum við okkur á að við værum ekkert svona lélegir. Svo erum við búnir að fá góðan liðsstyrk í Þórarni Inga og Andra Ólafs. Þarna koma heimamenn inn í liðið sem hefur vantað í ár,“ segir Garner, sem hefur spilað með ÍBV frá 2004 með eins árs hléi. Hann lítur á sjálfan sig sem heimamann.Lífið gott í Eyjum „Ég elska Vestmannaeyjar. Ég á íslenska konu og við vorum saman að eignast okkar þriðja barn. Ég talaði í vetur við nokkur lið þegar ég hugsað um að flytja mig til Reykjavíkur, en lífið í Eyjum er bara svo rólegt og gott. Maður er bara orðinn heimamaður,“ segir Matt Garner, varnarmaður ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu fimm tímabilum sem KR-ingar heimsækja ÍBV í bikarnum, en Vesturbæjarliðið hefur fagnað sigri í öll þrjú skiptin. Eini maðurinn í liði ÍBV sem spilað hefur alla þrjá leikina er enski bakvörðurinn Matt Garner, en hann verður vafalítið mættur til leiks í kvöld. „KR-ingar eru ekki alveg jafnsterkir og þeir hafa verið, en eru samt með besta hópinn og bestu leikmennina að mínu mati. Við þurfum bara að mæta 100 prósent klárir í leikinn og reyna að finna veikleika á þeim. Það er auðvitað virkilega pirrandi að tapa alltaf fyrir sama liðinu í bikarnum,“ segir Garner við Fréttablaðið.Vörnin vonbrigði Varnarleikur Eyjamanna undanfarin ár hefur verið frábær og Garner hluti af mögulega sterkustu varnarlínu Pepsi-deildarinnar. Hún hefur þó ekki verið jafnöflug í ár. „Sem varnarmaður eru það vonbrigði hvernig við höfum verið að spila. Lið hafa skorað að vild gegn okkur. En þetta er að koma til og við verið að ræða saman um það hvernig við getum bætt okkur. Við megum ekki gefa KR neinn tíma með boltann í leiknum,“ segir Garner, en þrátt fyrir ólíkt gengi liðanna í sumar hefur Englendingurinn fulla trú á sínu liði. Ekki síst vegna stuðningsins sem liðið mun fá á fyrsta degi Þjóðhátíðar.Bikarinn bjargaði „Þeir eru ekki að fara að rúlla yfir okkur. Fyrir utan bikarleikinn í fyrra, þar sem við misstum mann út af frekar snemma, hafa leikirnir gegn KR verið jafnir. Það verða líka vonandi nokkur þúsund manns á vellinum að styðja okkur þar sem veislan er að byrja hérna. Vonandi getur fólkið verið okkar tólfti maður.“ Það tók ÍBV langan tíma að vinna leik í Pepsi-deildinni, en gengið í bikarnum hefur verið betra. Liðið er búið að vinna Hauka, Þrótt og Val án þess að fá á sig mark. „Þetta er búið að bjarga sumrinu hingað til. Mér fannst gengi okkar snúast endanlega þegar við unnum Val, 3-0. Þá áttuðum við okkur á að við værum ekkert svona lélegir. Svo erum við búnir að fá góðan liðsstyrk í Þórarni Inga og Andra Ólafs. Þarna koma heimamenn inn í liðið sem hefur vantað í ár,“ segir Garner, sem hefur spilað með ÍBV frá 2004 með eins árs hléi. Hann lítur á sjálfan sig sem heimamann.Lífið gott í Eyjum „Ég elska Vestmannaeyjar. Ég á íslenska konu og við vorum saman að eignast okkar þriðja barn. Ég talaði í vetur við nokkur lið þegar ég hugsað um að flytja mig til Reykjavíkur, en lífið í Eyjum er bara svo rólegt og gott. Maður er bara orðinn heimamaður,“ segir Matt Garner, varnarmaður ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki