Hólastóll og hundaþúfan Einar Benediktsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 1.365.790.000 : 326.340 Þetta eru nýjustu mannfjöldatölur Kína, 19% mannkynsins, og Íslands sem telur 0.0045% allra jarðarbúa. Kína skipar þar að sjálfsögðu fyrsta sæti en Ísland það 179da. Hugmyndir um samskipti þessa furðulega fríverslunarfélags býður okkur sýningu á nýjum þætti í þessu leikhúsi fáránleikans. ViðskiptaMogginn birtir þær fréttir 24. júlí, að kínverskir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa hlut í Íslandsbanka af slitastjórn Glitnis. Til þeirrar sögu er nefndur sá banki sem nú er stærstur í heimi, Industrial and Commercial Bank of China (ICBC), með eignir yfir 2 trilljónir Bandaríkjadala, eigið fé um 154 milljarðar dollara, 405.354 starfsmenn og yfir 200 milljónir viðskiptavina í 18.000 útibúum og 106 dótturstofnunum erlendis. Sem meðeigandi í litla Íslandsbankanum okkar, myndi ICBC að sjálfsögðu ætla sér ráðandi stöðu en þær hugmyndir hafa reyndar komið upp varðandi íslensku lífeyrissjóðina. Nú er það athyglisvert, að eftir því sem almenningur er upplýstur, hafa vestrænir bankar ekki sýnt áhuga á kaupum í íslensku bönkunum. Sé það svo, mætti ætla að samkvæmt mati byggðu á hagnaði af venjulegri bankastarfsemi, sé ekki eftir miklu að slægjast á Íslandi, þótt það kunni vel að breytast við afléttingu gjaldeyrishaftanna. Vestrænir bankar lúta í engu pólitískri stefnu stjórnvalda gagnvart öðrum ríkjum og það gera að sjálfsögðu heldur ekki stórfyrirtæki, eins og áliðnaðurinn. Fjárfestingar hér á landi byggja einvörðungu á sjónarmiðum hagkvæmni; við njótum viðskiptafrelsis í Evrópusambandinu fyrir tilstilli EES-samningsins, bjóðum samkeppnisfært orkuverð, höfum á að skipa dugmiklu, velmenntuðu starfsfólki og ekki síst að við stöndum fast með nágrönnum okkar, vestrænum lýðræðisríkjum í varnar- og öryggismálum.Annarleg afneitun Hvað þessum heimsrisa, ICBC, kann að ganga til á Íslandi, verður að skoða í ljósi þess að um er að ræða banka í 100% eigu kínverska ríkisins. Og ef það er ekki bankagróði í okkar örlitla hagkerfi með ónýta mynt, sem þá rekur hingað yfir hálfan hnöttinn, hvað þá? Verður ekki að byrja á því að tala í hreinskilni um stefnu Kínverja á norðurslóðum, á Íslandi, á Grænlandi. Ég segi það blindni eða annarlega afneitun, að litið sé fram hjá því að langtímastefna Kína er nýting auðæfa með víðtækum námarekstri á Grænlandi, nýting olíu á hafsbotni eins og á Drekasvæðinu okkar. Þar gegnir Ísland sýnilega lykilhlutverki með risahöfn í Finnafirði vegna siglinga um norðausturleið heimskautsins, til að þjóna atvinnurekstri á Grænlandi og í olíuvinnslu við Austur-Grænland og á íslenska hluta Drekasvæðisins. Þar hefur kínverski olíurisinn CNOOC komist að í leitinni með 60% hlut en þar hið pínulitla Eykon með 2%. Getur verið að þar sé verið að tengja erlendan yfirgang minningu vinar míns, Eyjólfs Konráðs Jónssonar? CNOOC gekk um skeið erinda gróflegrar yfirráðastefnu sinna stjórnvalda gegn Víetnam í Suður-Kínahafi. Svo er það með þessa 405.354 starfsmenn ICBC, sem Wikipedia segir vera. Það gengur að kínverskir ferðamenn geri tíðreist hingað og því ætti kínverskur banki, orðinn hluthafi í Íslandsbanka, ekki að koma upp sumarhúsahverfi nyrðra með 1.000-2.000 húsum? Það er aldrei að vita, því Kínverjar gera stórt. Það má t.d. lesa að félag bandarískra fasteignasala segir að mikil sprenging hafi orðið í íbúðahúsakaupum Kínverja þar: um er að ræða 72% hækkun á 12 mánuðum til mars 2014 að upphæð 22 milljarðar Bandaríkjadala! Að lokum ber að nefna Finnafjörð. Í afar athyglisverðri grein í Fréttablaðinu 24. júlí spyr Haukur R. Hauksson í hvers þágu ætlunin sé að byggja höfn með allt að fimm kílómetra viðlegukanti í Finnafirði. Það er rúmlega tíföld stærð Sundahafnar og þreföld lengsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Áhugamenn þessa óskapnaðar í ósnortnum firði gætu þá rifjað upp hið fornkveðna til samanburðar við Sunnlendinga: Sitt er hvað Hólastóll og hundaþúfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
1.365.790.000 : 326.340 Þetta eru nýjustu mannfjöldatölur Kína, 19% mannkynsins, og Íslands sem telur 0.0045% allra jarðarbúa. Kína skipar þar að sjálfsögðu fyrsta sæti en Ísland það 179da. Hugmyndir um samskipti þessa furðulega fríverslunarfélags býður okkur sýningu á nýjum þætti í þessu leikhúsi fáránleikans. ViðskiptaMogginn birtir þær fréttir 24. júlí, að kínverskir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa hlut í Íslandsbanka af slitastjórn Glitnis. Til þeirrar sögu er nefndur sá banki sem nú er stærstur í heimi, Industrial and Commercial Bank of China (ICBC), með eignir yfir 2 trilljónir Bandaríkjadala, eigið fé um 154 milljarðar dollara, 405.354 starfsmenn og yfir 200 milljónir viðskiptavina í 18.000 útibúum og 106 dótturstofnunum erlendis. Sem meðeigandi í litla Íslandsbankanum okkar, myndi ICBC að sjálfsögðu ætla sér ráðandi stöðu en þær hugmyndir hafa reyndar komið upp varðandi íslensku lífeyrissjóðina. Nú er það athyglisvert, að eftir því sem almenningur er upplýstur, hafa vestrænir bankar ekki sýnt áhuga á kaupum í íslensku bönkunum. Sé það svo, mætti ætla að samkvæmt mati byggðu á hagnaði af venjulegri bankastarfsemi, sé ekki eftir miklu að slægjast á Íslandi, þótt það kunni vel að breytast við afléttingu gjaldeyrishaftanna. Vestrænir bankar lúta í engu pólitískri stefnu stjórnvalda gagnvart öðrum ríkjum og það gera að sjálfsögðu heldur ekki stórfyrirtæki, eins og áliðnaðurinn. Fjárfestingar hér á landi byggja einvörðungu á sjónarmiðum hagkvæmni; við njótum viðskiptafrelsis í Evrópusambandinu fyrir tilstilli EES-samningsins, bjóðum samkeppnisfært orkuverð, höfum á að skipa dugmiklu, velmenntuðu starfsfólki og ekki síst að við stöndum fast með nágrönnum okkar, vestrænum lýðræðisríkjum í varnar- og öryggismálum.Annarleg afneitun Hvað þessum heimsrisa, ICBC, kann að ganga til á Íslandi, verður að skoða í ljósi þess að um er að ræða banka í 100% eigu kínverska ríkisins. Og ef það er ekki bankagróði í okkar örlitla hagkerfi með ónýta mynt, sem þá rekur hingað yfir hálfan hnöttinn, hvað þá? Verður ekki að byrja á því að tala í hreinskilni um stefnu Kínverja á norðurslóðum, á Íslandi, á Grænlandi. Ég segi það blindni eða annarlega afneitun, að litið sé fram hjá því að langtímastefna Kína er nýting auðæfa með víðtækum námarekstri á Grænlandi, nýting olíu á hafsbotni eins og á Drekasvæðinu okkar. Þar gegnir Ísland sýnilega lykilhlutverki með risahöfn í Finnafirði vegna siglinga um norðausturleið heimskautsins, til að þjóna atvinnurekstri á Grænlandi og í olíuvinnslu við Austur-Grænland og á íslenska hluta Drekasvæðisins. Þar hefur kínverski olíurisinn CNOOC komist að í leitinni með 60% hlut en þar hið pínulitla Eykon með 2%. Getur verið að þar sé verið að tengja erlendan yfirgang minningu vinar míns, Eyjólfs Konráðs Jónssonar? CNOOC gekk um skeið erinda gróflegrar yfirráðastefnu sinna stjórnvalda gegn Víetnam í Suður-Kínahafi. Svo er það með þessa 405.354 starfsmenn ICBC, sem Wikipedia segir vera. Það gengur að kínverskir ferðamenn geri tíðreist hingað og því ætti kínverskur banki, orðinn hluthafi í Íslandsbanka, ekki að koma upp sumarhúsahverfi nyrðra með 1.000-2.000 húsum? Það er aldrei að vita, því Kínverjar gera stórt. Það má t.d. lesa að félag bandarískra fasteignasala segir að mikil sprenging hafi orðið í íbúðahúsakaupum Kínverja þar: um er að ræða 72% hækkun á 12 mánuðum til mars 2014 að upphæð 22 milljarðar Bandaríkjadala! Að lokum ber að nefna Finnafjörð. Í afar athyglisverðri grein í Fréttablaðinu 24. júlí spyr Haukur R. Hauksson í hvers þágu ætlunin sé að byggja höfn með allt að fimm kílómetra viðlegukanti í Finnafirði. Það er rúmlega tíföld stærð Sundahafnar og þreföld lengsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Áhugamenn þessa óskapnaðar í ósnortnum firði gætu þá rifjað upp hið fornkveðna til samanburðar við Sunnlendinga: Sitt er hvað Hólastóll og hundaþúfa.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun