Hundrað ára Þjóðkirkja Ingibjörg Bára skrifar 7. ágúst 2014 20:00 Áður en kirkjan var reist sóttu Hafnfirðingar kirkju að Görðum og var um langan og ógreiðfæran vegarslóða að fara. Fréttablaðið/Stefán Þórhallur Heimisson, sóknarprestur við sænsku kirkjuna í Falun í Svíþjóð, hugsar með sérstökum hlýhug til kirkjunnar sinnar í Hafnarfirði í tilefni 100 ára afmælis hennar í ár. „Mér þykir auðvitað ákaflega vænt um kirkjuna mína,“ segir Þórhallur sem starfaði þar frá 1996 til 2012 eða þar til honum var boðið að gerast kirkjuhirðir í Falun. „Það var gamall draumur okkar hjóna að hverfa um stund aftur til Svíþjóðar og rifja þar upp gömul kynni en þar bjuggum við 1993 til 1996,“ lýsir hann. Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914 en þá voru íbúar Hafnarfjarðar 1.500. „Kirkjan var vígð árið sem heimsstyrjöldin fyrri braust út. Á meðan heimsveldin hrundu til grunna reistu Hafnfirðingar guðshús til framtíðar,“ segir Þórhallur. Hann getur þess að Hafnarfjörður hafi tilheyrt Garðasókn frá fornu fari og Hafnfirðingar sótt kirkju að Görðum. „Það var um langan, ógreiðfæran vegarslóða að fara og því talið brýnt að byggja kirkju í hinum ört vaxandi kaupstað sem var stofnaður 1908.“ Yfirsmiður nýju kirkjunnar var Guðni Þorláksson en Rögnvaldur Ólafsson arkitekt. Séra Árni Björnsson var fyrsti presturinn. „Nokkur hiti var í aðdraganda kosninganna,“ segir séra Þórhallur. „Fyrst hafði séra Þorsteinn Briem verið kjörinn en hann afsalaði sér brauðinu eftir að hluti safnaðarins stofnaði fríkirkju. Fríkirkjan í Hafnarfirði var vígð árið 1913 og fagnaði því 100 ára afmæli í fyrra. En frá því að þessar tvær kirkjur risu hefur Hafnarfjarðarkirkja löngum gengið undir heitinu „Þjóðkirkjan“ í munni bæjarbúa þótt fyrir löngu séu komnir fleiri þjóðkirkjusöfnuðir,“ segir Þórhallur og óskar öllum Hafnfirðingum til hamingju með 100 ára afmæli Fríkirkjunnar í fyrra og 100 ára afmæli Þjóðkirkjunnar í ár.“Þórhallur heimissonÍ desember í fyrra voru rúmlega 11.000 manns skráðir í Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði, Hafnarfjarðarsókn, en prestakallið í Falun, þar sem Þórhallur er kirkjuhirðir, telur 40.000 manns. Kirkjuhirðir er andlegur leiðtogi safnaðarins og yfirmaður starfsliðs. „Kirkjuhirðir ber ábyrgð á rekstrinum í umboði sóknarnefndar. Við erum með 120 manns í vinnu, þar af 14 presta, átta djákna, átta organista, húsverði, iðnaðarmenn, verkfræðing, kennara, gjaldkera, fjármálastjóra og kirkjugarðsstarfsfólk. Við erum með sex kirkjur, 12 kirkjugarða, útfararkapellu, bálstofu, sex safnaðarheimili, tvo sjúkrahúspresta, fangelsisprest og háskólaprest og margs konar starfsemi. Við rekum meðal annars nokkra leikskóla, meðferðarheimili fyrir unglinga og fjölskyldu- og hjónaráðgjöf auk hefðbundinna safnaðarstarfa.“ Menning Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Þórhallur Heimisson, sóknarprestur við sænsku kirkjuna í Falun í Svíþjóð, hugsar með sérstökum hlýhug til kirkjunnar sinnar í Hafnarfirði í tilefni 100 ára afmælis hennar í ár. „Mér þykir auðvitað ákaflega vænt um kirkjuna mína,“ segir Þórhallur sem starfaði þar frá 1996 til 2012 eða þar til honum var boðið að gerast kirkjuhirðir í Falun. „Það var gamall draumur okkar hjóna að hverfa um stund aftur til Svíþjóðar og rifja þar upp gömul kynni en þar bjuggum við 1993 til 1996,“ lýsir hann. Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914 en þá voru íbúar Hafnarfjarðar 1.500. „Kirkjan var vígð árið sem heimsstyrjöldin fyrri braust út. Á meðan heimsveldin hrundu til grunna reistu Hafnfirðingar guðshús til framtíðar,“ segir Þórhallur. Hann getur þess að Hafnarfjörður hafi tilheyrt Garðasókn frá fornu fari og Hafnfirðingar sótt kirkju að Görðum. „Það var um langan, ógreiðfæran vegarslóða að fara og því talið brýnt að byggja kirkju í hinum ört vaxandi kaupstað sem var stofnaður 1908.“ Yfirsmiður nýju kirkjunnar var Guðni Þorláksson en Rögnvaldur Ólafsson arkitekt. Séra Árni Björnsson var fyrsti presturinn. „Nokkur hiti var í aðdraganda kosninganna,“ segir séra Þórhallur. „Fyrst hafði séra Þorsteinn Briem verið kjörinn en hann afsalaði sér brauðinu eftir að hluti safnaðarins stofnaði fríkirkju. Fríkirkjan í Hafnarfirði var vígð árið 1913 og fagnaði því 100 ára afmæli í fyrra. En frá því að þessar tvær kirkjur risu hefur Hafnarfjarðarkirkja löngum gengið undir heitinu „Þjóðkirkjan“ í munni bæjarbúa þótt fyrir löngu séu komnir fleiri þjóðkirkjusöfnuðir,“ segir Þórhallur og óskar öllum Hafnfirðingum til hamingju með 100 ára afmæli Fríkirkjunnar í fyrra og 100 ára afmæli Þjóðkirkjunnar í ár.“Þórhallur heimissonÍ desember í fyrra voru rúmlega 11.000 manns skráðir í Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði, Hafnarfjarðarsókn, en prestakallið í Falun, þar sem Þórhallur er kirkjuhirðir, telur 40.000 manns. Kirkjuhirðir er andlegur leiðtogi safnaðarins og yfirmaður starfsliðs. „Kirkjuhirðir ber ábyrgð á rekstrinum í umboði sóknarnefndar. Við erum með 120 manns í vinnu, þar af 14 presta, átta djákna, átta organista, húsverði, iðnaðarmenn, verkfræðing, kennara, gjaldkera, fjármálastjóra og kirkjugarðsstarfsfólk. Við erum með sex kirkjur, 12 kirkjugarða, útfararkapellu, bálstofu, sex safnaðarheimili, tvo sjúkrahúspresta, fangelsisprest og háskólaprest og margs konar starfsemi. Við rekum meðal annars nokkra leikskóla, meðferðarheimili fyrir unglinga og fjölskyldu- og hjónaráðgjöf auk hefðbundinna safnaðarstarfa.“
Menning Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira