Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Bjarki Ármannsson skrifar 11. ágúst 2014 08:30 Útgjöld Landspítala fóru alls 1.685 milljónir króna fram yfir heimildir fjárlaga. Vísir/GVA Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ákveðin atriði í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins koma á óvart. Um tíu stofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir króna fram yfir heimild.Vigdís Hauksdóttir.Vísir/PjeturGefa ekki afslátt á markmiðinu „Þetta eru vonbrigði, hvað sumar stofnanir eru að keyra fram úr,“ segir Vigdís. „En það eru fjórir mánuðir eftir af árinu og ég ætla ekki að fella neinn dóm. Það verður bara að sjá þegar upp er staðið hvernig þetta kemur út.“ Vigdís segir að með níu mánaða uppgjöri, sem út kemur í september, muni staðan skýrast betur. Sumar stofnanir geti þá verið búnar að laga rekstur sinn ef sértekjur eiga eftir að berast þeim á seinni hluta árs. „Annað sem kemur á óvart er að Rannsóknarnefnd Alþingis skuli fara fram úr,“ segir hún, en útgjöld nefndarinnar fyrri hluta árs námu alls 106 milljónum. „Þegar sparisjóðsskýrslan kom út var okkur sagt að það væri lokagreiðslan.“ Hún segir markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið enn raunhæft, þó til þess þurfi sameiginlegt átak kerfisins alls. „Við gefum ekki afslátt á því,“ segir Vigdís. „Þetta er bara eins og fyrirtæki. Innkoman verður að vera meiri á þessu ári en útgjöldin.“Steingrímur Ari Arason.Vísir/GVARíkisstjórnin þurfi að taka af skarið Þó hefur fjárlaganefnd boðað til fundar í næstu og þar næstu viku vegna stöðunnar. „Við erum að fara að kalla til okkar ráðuneytin þar sem er áberandi mikil framúrkeyrsla,“ segir Vigdís. Hún nefnir Landspítala, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðina í þessu samhengi, en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði meira en nam heimild fyrri hluta árs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir stærstan hluta framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið fyrirséðan í byrjun árs. „Almennt séð er tvennt til ráða. Það er að skerða réttindagreiðslurnar eða að hækka fjárveitinguna,“ segir Steingrímur. „Hvort heldur þú horfir á réttindin eða fjárveitinguna, þá er það ríkisstjórnarinnar að taka af skarið með það,“ segir Steingrímur. Tengdar fréttir Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00 Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53 Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ákveðin atriði í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins koma á óvart. Um tíu stofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir króna fram yfir heimild.Vigdís Hauksdóttir.Vísir/PjeturGefa ekki afslátt á markmiðinu „Þetta eru vonbrigði, hvað sumar stofnanir eru að keyra fram úr,“ segir Vigdís. „En það eru fjórir mánuðir eftir af árinu og ég ætla ekki að fella neinn dóm. Það verður bara að sjá þegar upp er staðið hvernig þetta kemur út.“ Vigdís segir að með níu mánaða uppgjöri, sem út kemur í september, muni staðan skýrast betur. Sumar stofnanir geti þá verið búnar að laga rekstur sinn ef sértekjur eiga eftir að berast þeim á seinni hluta árs. „Annað sem kemur á óvart er að Rannsóknarnefnd Alþingis skuli fara fram úr,“ segir hún, en útgjöld nefndarinnar fyrri hluta árs námu alls 106 milljónum. „Þegar sparisjóðsskýrslan kom út var okkur sagt að það væri lokagreiðslan.“ Hún segir markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið enn raunhæft, þó til þess þurfi sameiginlegt átak kerfisins alls. „Við gefum ekki afslátt á því,“ segir Vigdís. „Þetta er bara eins og fyrirtæki. Innkoman verður að vera meiri á þessu ári en útgjöldin.“Steingrímur Ari Arason.Vísir/GVARíkisstjórnin þurfi að taka af skarið Þó hefur fjárlaganefnd boðað til fundar í næstu og þar næstu viku vegna stöðunnar. „Við erum að fara að kalla til okkar ráðuneytin þar sem er áberandi mikil framúrkeyrsla,“ segir Vigdís. Hún nefnir Landspítala, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðina í þessu samhengi, en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði meira en nam heimild fyrri hluta árs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir stærstan hluta framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið fyrirséðan í byrjun árs. „Almennt séð er tvennt til ráða. Það er að skerða réttindagreiðslurnar eða að hækka fjárveitinguna,“ segir Steingrímur. „Hvort heldur þú horfir á réttindin eða fjárveitinguna, þá er það ríkisstjórnarinnar að taka af skarið með það,“ segir Steingrímur.
Tengdar fréttir Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00 Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53 Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00
Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53
Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00