Ástríðan í sögunum kom á óvart Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 10:30 "Munro hefur gefið út fjórtán smásagnasöfn og ég ætla náttúrlega ekki að hætta fyrr en ég er búin að lesa þau öll,“ segir Silja. Fréttablaðið/Arnþór „Ég held ég hafi átt von á því að lesa svolítið alvarlegar sögur um grimmileg örlög og tilvistarvandamál mannsins en það sem kom mér á óvart var hvað þær eru ástríðufullar. Þarna eru konur í framhjáhaldi hægri vinstri. Munro sýnir hvað allt er hverfult – hvernig ástin og girndin getur umturnað lífi fólks á einu andartaki. Örlögin eru svo margvísleg sem manneskjurnar mæta í sögunum hennar að manni finnst maður hafa lesið heila bók þegar maður er búinn með þær lengstu.“ Þetta segir Silja Aðalsteinsdóttir þegar hún er spurð hvað henni þyki einkenna smásögur Alice Munro en Silja hefur nýlokið við að þýða nýjustu bók Munro, Dear Life, sem á íslensku heitir Lífið að leysa. Bókin kom út á frummálinu 2012 en Silja kveðst ekki hafa verið byrjuð á þýðingunni þegar Munro hlaut Nóbelinn 10. október 2013, fyrst Kanadamanna. „Ég var samt svo bráðheppin að ég var búin að lesa þessa bók. Ég hafði satt að segja ekki lesið Munro áður en Ólafur Jóhann Ólafsson sendi mér Dear Life þegar hún var alveg nýútkomin, meira að segja áritaða af frúnni sjálfri. Ég las hana og fannst hún gasalega skemmtileg. Ég hætti að vinna hjá Forlaginu um síðustu áramót og þegar ég fékk það sem skilnaðargjöf að fá að þýða hana varð ég yfir mig ánægð.“ Hún kveðst þó hafa vitað af Munro áður vegna áhuga fólks á að þýða hana fyrir Forlagið. „Svar Forlagsins var alltaf að það væri ekki nógu mikil sala í smásagnasöfnum, allra síst þýddum, því framleiðslukostnaður á þýddri bók er mun hærri en á frumsaminni bók vegna þýðingarlauna sem þarf að greiða við skil,“ útskýrir hún. Silja segir þýðinguna hafa verið snúna þótt textinn sé á alþýðlegu máli. „Munro tálgar sögurnar svo mikið að stundum var ég í vandræðum með að vita hvað hún átti við. Auðvitað get ég ekki lofað því að ég hafi alltaf skilið hana rétt en ég hafði kanadíska konu á hliðarlínunni, hana Kenevu Kunz, sem er snillingur í íslensku líka. Hún býr hér en er fædd og uppalin í Kanada og þó að hún sé miklu yngri en Munro gat hún hjálpað mér með margt í sambandi við kanadískar aðstæður sem ég sá ekki fyrir mér. Svo er Munro lifandi og starfandi núna þannig að það er ekki búið að gefa út bækur um hana með glósum. Þegar maður þýðir 19. aldar skáldsögur, eins og ég hef gert áður, þá eru til fjölmargar útgáfur af hverri bók og með skýringum, meira að segja sérstakar skýringarbækur en þeim er ekki til að dreifa með svona nýjan höfund.“ Alice Munro hefur látið hafa eftir sér að hún sé hætt að skrifa. Nú ætli hún bara að vera venjuleg manneskja og ekki með hugann sífellt í öðrum heimum. „Hún er auðvitað orðin áttatíu og þriggja ára gömul en ef marka má ný viðtöl við hana þá er hún alveg skínandi klár í kollinum og aldrei að vita nema hún endurskoði þessa ákvörðun,“ segir Silja sem þegar hefur lesið níu bækur eftir Munro og búin að taka upp þá tíundu. „Munro hefur gefið út fjórtán smásagnasöfn og ég ætla náttúrlega ekki að hætta fyrr en ég er búin að lesa þau öll,“ segir hún. Spurningunni um hvort hún ætli að halda áfram að þýða hana svarar hún: „Það er allt undir því komið hvort þessi bók gengur vel. Það verður að láta á það reyna.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég held ég hafi átt von á því að lesa svolítið alvarlegar sögur um grimmileg örlög og tilvistarvandamál mannsins en það sem kom mér á óvart var hvað þær eru ástríðufullar. Þarna eru konur í framhjáhaldi hægri vinstri. Munro sýnir hvað allt er hverfult – hvernig ástin og girndin getur umturnað lífi fólks á einu andartaki. Örlögin eru svo margvísleg sem manneskjurnar mæta í sögunum hennar að manni finnst maður hafa lesið heila bók þegar maður er búinn með þær lengstu.“ Þetta segir Silja Aðalsteinsdóttir þegar hún er spurð hvað henni þyki einkenna smásögur Alice Munro en Silja hefur nýlokið við að þýða nýjustu bók Munro, Dear Life, sem á íslensku heitir Lífið að leysa. Bókin kom út á frummálinu 2012 en Silja kveðst ekki hafa verið byrjuð á þýðingunni þegar Munro hlaut Nóbelinn 10. október 2013, fyrst Kanadamanna. „Ég var samt svo bráðheppin að ég var búin að lesa þessa bók. Ég hafði satt að segja ekki lesið Munro áður en Ólafur Jóhann Ólafsson sendi mér Dear Life þegar hún var alveg nýútkomin, meira að segja áritaða af frúnni sjálfri. Ég las hana og fannst hún gasalega skemmtileg. Ég hætti að vinna hjá Forlaginu um síðustu áramót og þegar ég fékk það sem skilnaðargjöf að fá að þýða hana varð ég yfir mig ánægð.“ Hún kveðst þó hafa vitað af Munro áður vegna áhuga fólks á að þýða hana fyrir Forlagið. „Svar Forlagsins var alltaf að það væri ekki nógu mikil sala í smásagnasöfnum, allra síst þýddum, því framleiðslukostnaður á þýddri bók er mun hærri en á frumsaminni bók vegna þýðingarlauna sem þarf að greiða við skil,“ útskýrir hún. Silja segir þýðinguna hafa verið snúna þótt textinn sé á alþýðlegu máli. „Munro tálgar sögurnar svo mikið að stundum var ég í vandræðum með að vita hvað hún átti við. Auðvitað get ég ekki lofað því að ég hafi alltaf skilið hana rétt en ég hafði kanadíska konu á hliðarlínunni, hana Kenevu Kunz, sem er snillingur í íslensku líka. Hún býr hér en er fædd og uppalin í Kanada og þó að hún sé miklu yngri en Munro gat hún hjálpað mér með margt í sambandi við kanadískar aðstæður sem ég sá ekki fyrir mér. Svo er Munro lifandi og starfandi núna þannig að það er ekki búið að gefa út bækur um hana með glósum. Þegar maður þýðir 19. aldar skáldsögur, eins og ég hef gert áður, þá eru til fjölmargar útgáfur af hverri bók og með skýringum, meira að segja sérstakar skýringarbækur en þeim er ekki til að dreifa með svona nýjan höfund.“ Alice Munro hefur látið hafa eftir sér að hún sé hætt að skrifa. Nú ætli hún bara að vera venjuleg manneskja og ekki með hugann sífellt í öðrum heimum. „Hún er auðvitað orðin áttatíu og þriggja ára gömul en ef marka má ný viðtöl við hana þá er hún alveg skínandi klár í kollinum og aldrei að vita nema hún endurskoði þessa ákvörðun,“ segir Silja sem þegar hefur lesið níu bækur eftir Munro og búin að taka upp þá tíundu. „Munro hefur gefið út fjórtán smásagnasöfn og ég ætla náttúrlega ekki að hætta fyrr en ég er búin að lesa þau öll,“ segir hún. Spurningunni um hvort hún ætli að halda áfram að þýða hana svarar hún: „Það er allt undir því komið hvort þessi bók gengur vel. Það verður að láta á það reyna.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp