Veit hvað ég get og hvaða takmörk ég hef Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 06:00 Denis Cardaklija og faðir hans, Hajrudin, á Framvellinum í gær. Fréttablaðið/GVA Júlímánuður var ekki bjartur í Safamýrinni í sumar. Framliðið tapaði fimm leikjum í röð í Pepsi-deildinni og markatalan var 1-13. Með sama áframhaldi blasti ekkert annað við en fall en þegar Bjarni Guðjónsson mætti hins vegar með lið sitt á Þórsvöllinn var hann með ás upp í erminni. Denis Cardaklija, 26 ára sonur vítabanans Hajrudins Cardaklija, var búinn að taka hanskana niður af hillunni og stóð á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Denis var vissulega ekki ókunnugur því að klæðast Framtreyjunni en var samt enn nýliði í efstu deild þrátt fyrir þrjú tímabil sem varamarkvörður Fram. Það efuðust því margir um að reynslulaus markvörður sem hafði ekki spilað deildarleik í fjögur ár gæti hjálpað til við að loka hriplekri vörninni. Nú, tveimur leikjum síðar, eru Framarar búnir að bæta við sig sex stigum, komnir upp úr fallsæti og það sem meira er – Denis er ekki enn búinn að fá á sig mark. „Það kom pínu á óvart hvað það gekk vel í þessum fyrstu leikjum,“ viðurkennir Denis. „Þegar Bjarni heyrði í mér þá þurfti ég að hugsa mig vel um hvort að það væri rétt fyrir mig að fara inn í þetta svona og hvort ég gæti virkilega hjálpað liðinu að ná úrslitum. Bjarni bauð mér á æfingu og svo byrjaði þetta að ganga vel. Mér leið eins og ég hefði aldrei farið,“ segir Denis.Svo er pabbi þarna líka „Margir höfðu efasemdir um mig, enda ekkert eðlilegt að hoppa inn á miðju tímabili eftir að hafa verið frá í nánast eitt ár. Þegar fólk hefur trú á þér, eins og Bjarni þjálfari og strákarnir höfðu, þá veistu að þetta er hægt. Svo er pabbi þarna líka,“ sagði Denis. „Kærastan mín og fjölskyldan mín sögðu alltaf við mig að ég væri nægilega góður og að ég gæti þetta alveg. Það hjálpaði mér mikið en líka það að ég veit hvað ég get og hvaða takmörk ég hef,“ segir Denis. Faðir hans, Hajrudin Cardaklija, er markmannsþjálfari liðsins. Hajrudin gerði garðinn frægan með Breiðabliki í efstu deild og er enn í dag mesti vítabaninn í sögu deildarinnar. „Um leið og gamli samningurinn minn rann út í desember þá bauðst pabba fyrir tilviljun að taka við kvennaliðinu og svo datt hann inn í markmannsþjálfunina í framhaldinu. Svo er ég allt í einu kominn inn í þetta og hann því orðinn markmannsþjálfarinn minn. Þetta er mjög skemmtilegt allt saman. Hann hefur þjálfað mig áður bæði í meistaraflokki og yngri flokkum,“ segir Denis.Þrjú ár á bekknum Denis var í herbúðum Fram frá 2011 til 2013 en fékk ekki að spila. „Þegar ég samdi fyrst við Fram þá kom ég inn í liðið sem varamarkvörður. Þá var Ögmundur (Kristinsson) að fá sitt tækifæri eftir að Hannes (Þór Halldórsson) fór í KR. Staðan var bara þannig að Ögmundur var frábær þessi ár sem hann var í Fram. Hann fékk heldur aldrei brottvísun og meiddist nánast aldrei. Hann var því að sjálfsögðu markvörður númer eitt á þessum tíma,“ segir Denis. Hann fékk samt nóg á endanum. „Ég fékk bara leiða á þessu. Ég var búinn að vera á bekknum í þrjú ár. Ég hafði líka í nógu öðru að snúast í skólanum og var í fullu starfi með honum. Þetta var orðið of mikið af því góða. Svo er minna að gera núna, það er lítið eftir af náminu og boltinn passar betur inn í þetta núna en á sama tíma í fyrra,“ segir Denis sem er að klára meistaranám í stjórnun og stefnumótun í viðskiptafræðinni. Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Hörður Fannar Björgvinsson er nú í sömu stöðu og Denis var í mörg ár. „Hann er mjög góður markvörður og á mjög bjarta framtíð fyrir sér. Hans tækifæri kemur fyrr en síðar. Ég lærði mikið af pabba á sínum tíma enda mikið að æfa með honum einn og á markmannsæfingum. Ég er ánægður fyrir hönd Harðar að hann fái að æfa með pabba því þó að hann sé pabbi minn þá segi ég það hreint út að hann er mjög góður markmannsþjálfari. Hann á eftir að hjálpa honum mjög mikið,“ segir Denis. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. 6. ágúst 2014 15:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Valur 1-0 | Framarar úr fallsæti Ingiberg Ólafur Jónsson tryggði Fram sætan sigur á Val í Pepsi-deild karla í fótbolta. 11. ágúst 2014 15:26 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Handbolti Fleiri fréttir Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Sjá meira
Júlímánuður var ekki bjartur í Safamýrinni í sumar. Framliðið tapaði fimm leikjum í röð í Pepsi-deildinni og markatalan var 1-13. Með sama áframhaldi blasti ekkert annað við en fall en þegar Bjarni Guðjónsson mætti hins vegar með lið sitt á Þórsvöllinn var hann með ás upp í erminni. Denis Cardaklija, 26 ára sonur vítabanans Hajrudins Cardaklija, var búinn að taka hanskana niður af hillunni og stóð á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Denis var vissulega ekki ókunnugur því að klæðast Framtreyjunni en var samt enn nýliði í efstu deild þrátt fyrir þrjú tímabil sem varamarkvörður Fram. Það efuðust því margir um að reynslulaus markvörður sem hafði ekki spilað deildarleik í fjögur ár gæti hjálpað til við að loka hriplekri vörninni. Nú, tveimur leikjum síðar, eru Framarar búnir að bæta við sig sex stigum, komnir upp úr fallsæti og það sem meira er – Denis er ekki enn búinn að fá á sig mark. „Það kom pínu á óvart hvað það gekk vel í þessum fyrstu leikjum,“ viðurkennir Denis. „Þegar Bjarni heyrði í mér þá þurfti ég að hugsa mig vel um hvort að það væri rétt fyrir mig að fara inn í þetta svona og hvort ég gæti virkilega hjálpað liðinu að ná úrslitum. Bjarni bauð mér á æfingu og svo byrjaði þetta að ganga vel. Mér leið eins og ég hefði aldrei farið,“ segir Denis.Svo er pabbi þarna líka „Margir höfðu efasemdir um mig, enda ekkert eðlilegt að hoppa inn á miðju tímabili eftir að hafa verið frá í nánast eitt ár. Þegar fólk hefur trú á þér, eins og Bjarni þjálfari og strákarnir höfðu, þá veistu að þetta er hægt. Svo er pabbi þarna líka,“ sagði Denis. „Kærastan mín og fjölskyldan mín sögðu alltaf við mig að ég væri nægilega góður og að ég gæti þetta alveg. Það hjálpaði mér mikið en líka það að ég veit hvað ég get og hvaða takmörk ég hef,“ segir Denis. Faðir hans, Hajrudin Cardaklija, er markmannsþjálfari liðsins. Hajrudin gerði garðinn frægan með Breiðabliki í efstu deild og er enn í dag mesti vítabaninn í sögu deildarinnar. „Um leið og gamli samningurinn minn rann út í desember þá bauðst pabba fyrir tilviljun að taka við kvennaliðinu og svo datt hann inn í markmannsþjálfunina í framhaldinu. Svo er ég allt í einu kominn inn í þetta og hann því orðinn markmannsþjálfarinn minn. Þetta er mjög skemmtilegt allt saman. Hann hefur þjálfað mig áður bæði í meistaraflokki og yngri flokkum,“ segir Denis.Þrjú ár á bekknum Denis var í herbúðum Fram frá 2011 til 2013 en fékk ekki að spila. „Þegar ég samdi fyrst við Fram þá kom ég inn í liðið sem varamarkvörður. Þá var Ögmundur (Kristinsson) að fá sitt tækifæri eftir að Hannes (Þór Halldórsson) fór í KR. Staðan var bara þannig að Ögmundur var frábær þessi ár sem hann var í Fram. Hann fékk heldur aldrei brottvísun og meiddist nánast aldrei. Hann var því að sjálfsögðu markvörður númer eitt á þessum tíma,“ segir Denis. Hann fékk samt nóg á endanum. „Ég fékk bara leiða á þessu. Ég var búinn að vera á bekknum í þrjú ár. Ég hafði líka í nógu öðru að snúast í skólanum og var í fullu starfi með honum. Þetta var orðið of mikið af því góða. Svo er minna að gera núna, það er lítið eftir af náminu og boltinn passar betur inn í þetta núna en á sama tíma í fyrra,“ segir Denis sem er að klára meistaranám í stjórnun og stefnumótun í viðskiptafræðinni. Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Hörður Fannar Björgvinsson er nú í sömu stöðu og Denis var í mörg ár. „Hann er mjög góður markvörður og á mjög bjarta framtíð fyrir sér. Hans tækifæri kemur fyrr en síðar. Ég lærði mikið af pabba á sínum tíma enda mikið að æfa með honum einn og á markmannsæfingum. Ég er ánægður fyrir hönd Harðar að hann fái að æfa með pabba því þó að hann sé pabbi minn þá segi ég það hreint út að hann er mjög góður markmannsþjálfari. Hann á eftir að hjálpa honum mjög mikið,“ segir Denis.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. 6. ágúst 2014 15:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Valur 1-0 | Framarar úr fallsæti Ingiberg Ólafur Jónsson tryggði Fram sætan sigur á Val í Pepsi-deild karla í fótbolta. 11. ágúst 2014 15:26 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Handbolti Fleiri fréttir Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. 6. ágúst 2014 15:20
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Valur 1-0 | Framarar úr fallsæti Ingiberg Ólafur Jónsson tryggði Fram sætan sigur á Val í Pepsi-deild karla í fótbolta. 11. ágúst 2014 15:26