Eyðilegt landslag úr íslenskri möl Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 11:30 Verkið Riverbed er visst álagspróf á bygginguna, enda er það gert úr um það bil 180 tonnum af möl og grjóti. Mynd/Louisiana Fyrsta einkasýning Ólafs Elíassonar í Louisiana-listasafninu í Danmörku var opnuð í gær og hún er stór í sniðum. Aðalverkið á sýningunni nefnist Riverbed og líkist eyðilegu landslagi. Það er gert úr möl og grjóti sem flutt var frá Íslandi, teygir sig þar um stóra sali safnsins og nær langt upp á veggi. Auk þess streymir lækur um „landið“. Í útskýringum safnsins á verkinu kemur fram að með því hafi Ólafur víkkað hugmyndir forstöðufólks þess um list innan dyra og sett þær í nýtt samhengi. „Auðnin í Riverbed færir áhorfandann vonandi nær náttúrunni og uppruna sínum og gefur honum visst andrúm og frelsi frá áreiti og áhyggjum um stund. Upplifunin verður að minnsta kosti ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi,“ segir þar.Mörg og mismunandi módel eru til sýnis sem Ólafur hefur þróað í samstarfi við listamanninn Einar Þorstein.Mynd/LouisianaVerkið Riverbed reynir á innviði byggingarinnar, enda er það gert úr um það bil 180 tonnum af aur og steinum og þekur um eitt þúsund fermetra að sögn Susanne Hartz, yfirmanns upplýsingadeildar safnsins. „Þetta lítur út eins og álagspróf á bygginguna en það samrýmist stefnu okkar að taka krefjandi áskorunum og leysa vandasöm verkefni sem ekki koma á okkar borð daglega. Það varð ljóst strax í upphafi samstarfsins við Ólaf að sýningin yrði einstök.“ Ólafur leggur undir sig mestan hluta safnsins. Auk Riverbed sýnir hann þrjú vídeóverk sem hvert á sinn hátt fjallar um hreyfingu og einnig sýnir hann módel sem hann hefur þróað í samvinnu við listamanninn og arkitektinn Einar Þorstein. Í bókasafni Louisiana fylla listaverkabækur Ólafs rekka og þar er meðal annars nýtt bókverk sem var gert sérstaklega fyrir þessa sýningu. Louisiana – Museum for Moderne Kunst er í Humlebæk, um miðja vegu milli Kaupmannahafnar og Helsingör. Það er opið þriðjudaga til föstudaga milli klukkan 11 og 22, laugardaga og sunnudaga milli 11 og 18 en lokað á mánudögum. Sýning Ólafs Elíassonar stendur til 4. janúar 2015.Upplifunin á sýningunni er ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Fyrsta einkasýning Ólafs Elíassonar í Louisiana-listasafninu í Danmörku var opnuð í gær og hún er stór í sniðum. Aðalverkið á sýningunni nefnist Riverbed og líkist eyðilegu landslagi. Það er gert úr möl og grjóti sem flutt var frá Íslandi, teygir sig þar um stóra sali safnsins og nær langt upp á veggi. Auk þess streymir lækur um „landið“. Í útskýringum safnsins á verkinu kemur fram að með því hafi Ólafur víkkað hugmyndir forstöðufólks þess um list innan dyra og sett þær í nýtt samhengi. „Auðnin í Riverbed færir áhorfandann vonandi nær náttúrunni og uppruna sínum og gefur honum visst andrúm og frelsi frá áreiti og áhyggjum um stund. Upplifunin verður að minnsta kosti ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi,“ segir þar.Mörg og mismunandi módel eru til sýnis sem Ólafur hefur þróað í samstarfi við listamanninn Einar Þorstein.Mynd/LouisianaVerkið Riverbed reynir á innviði byggingarinnar, enda er það gert úr um það bil 180 tonnum af aur og steinum og þekur um eitt þúsund fermetra að sögn Susanne Hartz, yfirmanns upplýsingadeildar safnsins. „Þetta lítur út eins og álagspróf á bygginguna en það samrýmist stefnu okkar að taka krefjandi áskorunum og leysa vandasöm verkefni sem ekki koma á okkar borð daglega. Það varð ljóst strax í upphafi samstarfsins við Ólaf að sýningin yrði einstök.“ Ólafur leggur undir sig mestan hluta safnsins. Auk Riverbed sýnir hann þrjú vídeóverk sem hvert á sinn hátt fjallar um hreyfingu og einnig sýnir hann módel sem hann hefur þróað í samvinnu við listamanninn og arkitektinn Einar Þorstein. Í bókasafni Louisiana fylla listaverkabækur Ólafs rekka og þar er meðal annars nýtt bókverk sem var gert sérstaklega fyrir þessa sýningu. Louisiana – Museum for Moderne Kunst er í Humlebæk, um miðja vegu milli Kaupmannahafnar og Helsingör. Það er opið þriðjudaga til föstudaga milli klukkan 11 og 22, laugardaga og sunnudaga milli 11 og 18 en lokað á mánudögum. Sýning Ólafs Elíassonar stendur til 4. janúar 2015.Upplifunin á sýningunni er ólík því að mæta í sýningarsal og virða fyrir sér hefðbundnari verk á veggjum eða gólfi.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp